Chelsea gæti unnið tvær Meistaradeildir í vor fyrst allra liða Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. maí 2021 11:00 Pernille Harder og Mason Mount fagna marki fyrir sín lið. Chelsea er að gera frábæra hluti hjá bæði körlum og konum á þessu tímabili. Samsett/Getty Það er gaman að vera stuðningsmaður Chelsea þessa dagana því bæði lið félagsins eru að gera frábæra hluti og gætu hlaðið á sig titlum á næstu vikum. Það er ekki nóg með að karlaliðið sé komið bæði í úrslitaleik Meistaradeildarinnar sem og í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar þá á kvennaliðið möguleika á því að vinna fernuna í fyrsta sinn. Chelsea are the first team ever to have a men's and women's team make the Champions League final in the same season pic.twitter.com/QSEXWW8qah— B/R Football (@brfootball) May 5, 2021 Þetta er í fyrsta sinn sem sama félag á lið í úrslitum bæði Meistaradeildar karla og Meistaradeildar kvenna og það yrði því auðvitað mjög sögulegt ef bæði liðin fagna sigri og vinna þessa eftirsóttu titla í vor. Chelsea konurnar komust í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrsta sinn á dögunum eftir að hafa slegið út Bayern München. Þær hafa þegar tryggt sér sigur í enska deildarbikarnum og eru á toppi ensku deildarinnar. Þá er liðið í átta liða úrslitum enska bikarsins. Liðið vann mikilvægan sigur í gær en Chelsea steig þá skref í átta að því að vinna ensku úrvalsdeildina með því að vinna 2-0 útisigur á Tottenham. Chelsea er með tveggja stiga forskot á Manchester City. Ástralinn Sam Kerr skoraði bæði mörkin og er markahæst í deildinni. Knattspyrnustýran Emma Hayes er búin að byggja upp frábært lið hjá Chelsea en síðustu misseri hefur liðið styrkt sig með afbragðs knattspyrnukonum eins og hinni dönsku Pernille Harder og auðvitað Sam Kerr. Oh to be a Chelsea fan right now...2021 Uefa Women's Champions League final - Secured.2021 Uefa Men's Champions League final - Secured.Emma Hayes and Thomas Tuchel leading Chelsea on the European stage. https://t.co/CYH9tNRTSE#bbcfootball #UCL #UWCL #CFC pic.twitter.com/UQxBSNhEJw— BBC 5 Live Sport (@5liveSport) May 5, 2021 Thomas Tuchel hefur breytt öllu hjá karlaliðinu síðan að hann tók við af Frank Lampard en á aðeins nokkrum mánuðum hefur Chelsea breyst úr að því virtist miðlungsliði í lið sem vann sannfærandi sigur á Real Madrid í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Chelsea getur unnið tvær Meistaradeildir í vor. Úrslitaleikur stelpnanna fer fram í Gautaborg í Svíþjóð 16. maí næstkomandi þar sem liðið mætir Barcelona. Daginn áður mætir karlaliðið Leicester City á Wembley í úrslitaleik enska bikarsins en úrslitaleikur Meistaradeildar karla fer fram í Istanbul í Tyrklandi 29. maí þar sem Chelsea mætir Manchester City. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Fleiri fréttir Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Sjá meira
Það er ekki nóg með að karlaliðið sé komið bæði í úrslitaleik Meistaradeildarinnar sem og í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar þá á kvennaliðið möguleika á því að vinna fernuna í fyrsta sinn. Chelsea are the first team ever to have a men's and women's team make the Champions League final in the same season pic.twitter.com/QSEXWW8qah— B/R Football (@brfootball) May 5, 2021 Þetta er í fyrsta sinn sem sama félag á lið í úrslitum bæði Meistaradeildar karla og Meistaradeildar kvenna og það yrði því auðvitað mjög sögulegt ef bæði liðin fagna sigri og vinna þessa eftirsóttu titla í vor. Chelsea konurnar komust í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrsta sinn á dögunum eftir að hafa slegið út Bayern München. Þær hafa þegar tryggt sér sigur í enska deildarbikarnum og eru á toppi ensku deildarinnar. Þá er liðið í átta liða úrslitum enska bikarsins. Liðið vann mikilvægan sigur í gær en Chelsea steig þá skref í átta að því að vinna ensku úrvalsdeildina með því að vinna 2-0 útisigur á Tottenham. Chelsea er með tveggja stiga forskot á Manchester City. Ástralinn Sam Kerr skoraði bæði mörkin og er markahæst í deildinni. Knattspyrnustýran Emma Hayes er búin að byggja upp frábært lið hjá Chelsea en síðustu misseri hefur liðið styrkt sig með afbragðs knattspyrnukonum eins og hinni dönsku Pernille Harder og auðvitað Sam Kerr. Oh to be a Chelsea fan right now...2021 Uefa Women's Champions League final - Secured.2021 Uefa Men's Champions League final - Secured.Emma Hayes and Thomas Tuchel leading Chelsea on the European stage. https://t.co/CYH9tNRTSE#bbcfootball #UCL #UWCL #CFC pic.twitter.com/UQxBSNhEJw— BBC 5 Live Sport (@5liveSport) May 5, 2021 Thomas Tuchel hefur breytt öllu hjá karlaliðinu síðan að hann tók við af Frank Lampard en á aðeins nokkrum mánuðum hefur Chelsea breyst úr að því virtist miðlungsliði í lið sem vann sannfærandi sigur á Real Madrid í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Chelsea getur unnið tvær Meistaradeildir í vor. Úrslitaleikur stelpnanna fer fram í Gautaborg í Svíþjóð 16. maí næstkomandi þar sem liðið mætir Barcelona. Daginn áður mætir karlaliðið Leicester City á Wembley í úrslitaleik enska bikarsins en úrslitaleikur Meistaradeildar karla fer fram í Istanbul í Tyrklandi 29. maí þar sem Chelsea mætir Manchester City.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Fleiri fréttir Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Sjá meira