Lögmaður Sölva segir málið komið í réttan farveg Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. maí 2021 09:21 Saga er lögmaður Sölva. „Það er auðvitað komið fram núna að það séu komnar kærur og það er auðvitað bara rétti farvegurinn. Þar getur hann tekið til varna,“ segir Saga Ýrr Jónsdóttir, lögmaður Sölva Tryggvasonar fjölmiðlamanns. Eins og Vísir greindi frá í gær hafa tvær konur tilkynnt Sölva til lögreglu vegna meints ofbeldis en Sölvi hafði áður tjáð sig um kjaftasögur þess efnis í hlaðvarpsþætti sínum. „Það er ekki hægt að taka til varna á samfélagsmiðlum,“ sagði Saga í Bítinu í morgun. „Þú vinnur aldrei þá maskínu, það er ekki hægt.“ Saga sagði Sölva kominn inn á geðdeild. „Hann er alveg búinn. Það er ekkert grín þegar kommentakerfið glóir... þegar skilaboðin dynja... Þetta bara tekur á.“ Sagðist Saga fegin því að Sölvi væri kominn inn á geðdeildina og sagðist vona að hann fengi hvíld. „Því þetta er hættulegur leikur,“ bætti hún við en vildi að öðru leyti ekki tjá sig frekar um málið. Ólögráða stúlka kærð vegna einkaskilaboða Saga sagði vald áhrifavalda mikið og þeir ættu mjög auðvelt með að taka einstaklinga „af lífi“. Hins vegar væru það ekki bara fullorðnir sem væru að lenda í mulningsvél samfélagsmiðla heldur líka börn. Tók hún eitt mála sinna sem dæmi um hið skrýtna samband sem upp væri komið milli netsamskipta og dómstóla. Þannig væri hún lögmaður foreldra stúlku undir lögaldri, sem hefði kært strák fyrir kynferðisbrot. Þegar stúlkan sá mynd af vinkonu sinni með stráknum sendi hún einkaskilaboð á vinkonuna, þar sem hún sagði strákinn hafa nauðgað sér og annarri stúlku. Foreldrar stráksins, sem einnig er undir lögaldri, kærðu þá stúlkuna fyrir meiðyrði, kröfðust þess að ummælin yrðu dregin til baka og 1,5 milljón króna í bætur. „Mynduð þið trúa því að þetta ætti sér stað á Íslandi?“ spurði Saga. Hún sagði þetta raunveruleikann sem við byggjum við núna; að einkaskilaboð væru orðin að dómsmáli. „Þetta er sturlun,“ sagði Saga, það væri tímabært að samfélagið væri að hugsa sinn gang. Lögreglumál Mál Sölva Tryggvasonar Tengdar fréttir Tvær konur hafa tilkynnt Sölva til lögreglu vegna meints ofbeldis Tvær konur hafa stigið fram og sagt frá meintu ofbeldi sem þær hafi verið beittar af Sölva Tryggvasyni, dagskrárgerðarmanni. Þær hafa báðar leitað til lögreglu vegna meints ofbeldis. 5. maí 2021 19:41 Simmi Vill grét með Sölva: „Hvað er að okkur?“ Sigmar Vilhjálmsson athafnamaður segir að mál Sölva Tryggvasonar eigi að fá fólk til að hugsa og kveðst vera hrærður eftir að hafa horft á þátt Sölva frá því í gær. 5. maí 2021 10:45 Sölvi brotnar algerlega saman í eigin hlaðvarpsþætti um sögusagnirnar „Ég sendi frá mér þessa yfirlýsingu í gær, en mér fannst eins og ég yrði að tjá mig eitthvað meira, einfaldlega af því að mér líður bara enn þá ofboðslega illa.“ 4. maí 2021 20:12 Sölvi segir sögurnar þvætting frá upphafi til enda Fjölmiðlamaðurinn Sölvi Tryggvason hefur tjáð sig á samfélagsmiðlum um sögusagnir sem gengið hafa um hann undanfarna daga. Hann segir þær enga stoð eiga í raunveruleikanum og birtir upplýsingar úr málaskrá lögreglu sem sýna að lögregla hefur engin afskipti haft af honum undanfarnar vikur. 3. maí 2021 14:55 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Eins og Vísir greindi frá í gær hafa tvær konur tilkynnt Sölva til lögreglu vegna meints ofbeldis en Sölvi hafði áður tjáð sig um kjaftasögur þess efnis í hlaðvarpsþætti sínum. „Það er ekki hægt að taka til varna á samfélagsmiðlum,“ sagði Saga í Bítinu í morgun. „Þú vinnur aldrei þá maskínu, það er ekki hægt.“ Saga sagði Sölva kominn inn á geðdeild. „Hann er alveg búinn. Það er ekkert grín þegar kommentakerfið glóir... þegar skilaboðin dynja... Þetta bara tekur á.“ Sagðist Saga fegin því að Sölvi væri kominn inn á geðdeildina og sagðist vona að hann fengi hvíld. „Því þetta er hættulegur leikur,“ bætti hún við en vildi að öðru leyti ekki tjá sig frekar um málið. Ólögráða stúlka kærð vegna einkaskilaboða Saga sagði vald áhrifavalda mikið og þeir ættu mjög auðvelt með að taka einstaklinga „af lífi“. Hins vegar væru það ekki bara fullorðnir sem væru að lenda í mulningsvél samfélagsmiðla heldur líka börn. Tók hún eitt mála sinna sem dæmi um hið skrýtna samband sem upp væri komið milli netsamskipta og dómstóla. Þannig væri hún lögmaður foreldra stúlku undir lögaldri, sem hefði kært strák fyrir kynferðisbrot. Þegar stúlkan sá mynd af vinkonu sinni með stráknum sendi hún einkaskilaboð á vinkonuna, þar sem hún sagði strákinn hafa nauðgað sér og annarri stúlku. Foreldrar stráksins, sem einnig er undir lögaldri, kærðu þá stúlkuna fyrir meiðyrði, kröfðust þess að ummælin yrðu dregin til baka og 1,5 milljón króna í bætur. „Mynduð þið trúa því að þetta ætti sér stað á Íslandi?“ spurði Saga. Hún sagði þetta raunveruleikann sem við byggjum við núna; að einkaskilaboð væru orðin að dómsmáli. „Þetta er sturlun,“ sagði Saga, það væri tímabært að samfélagið væri að hugsa sinn gang.
Lögreglumál Mál Sölva Tryggvasonar Tengdar fréttir Tvær konur hafa tilkynnt Sölva til lögreglu vegna meints ofbeldis Tvær konur hafa stigið fram og sagt frá meintu ofbeldi sem þær hafi verið beittar af Sölva Tryggvasyni, dagskrárgerðarmanni. Þær hafa báðar leitað til lögreglu vegna meints ofbeldis. 5. maí 2021 19:41 Simmi Vill grét með Sölva: „Hvað er að okkur?“ Sigmar Vilhjálmsson athafnamaður segir að mál Sölva Tryggvasonar eigi að fá fólk til að hugsa og kveðst vera hrærður eftir að hafa horft á þátt Sölva frá því í gær. 5. maí 2021 10:45 Sölvi brotnar algerlega saman í eigin hlaðvarpsþætti um sögusagnirnar „Ég sendi frá mér þessa yfirlýsingu í gær, en mér fannst eins og ég yrði að tjá mig eitthvað meira, einfaldlega af því að mér líður bara enn þá ofboðslega illa.“ 4. maí 2021 20:12 Sölvi segir sögurnar þvætting frá upphafi til enda Fjölmiðlamaðurinn Sölvi Tryggvason hefur tjáð sig á samfélagsmiðlum um sögusagnir sem gengið hafa um hann undanfarna daga. Hann segir þær enga stoð eiga í raunveruleikanum og birtir upplýsingar úr málaskrá lögreglu sem sýna að lögregla hefur engin afskipti haft af honum undanfarnar vikur. 3. maí 2021 14:55 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Tvær konur hafa tilkynnt Sölva til lögreglu vegna meints ofbeldis Tvær konur hafa stigið fram og sagt frá meintu ofbeldi sem þær hafi verið beittar af Sölva Tryggvasyni, dagskrárgerðarmanni. Þær hafa báðar leitað til lögreglu vegna meints ofbeldis. 5. maí 2021 19:41
Simmi Vill grét með Sölva: „Hvað er að okkur?“ Sigmar Vilhjálmsson athafnamaður segir að mál Sölva Tryggvasonar eigi að fá fólk til að hugsa og kveðst vera hrærður eftir að hafa horft á þátt Sölva frá því í gær. 5. maí 2021 10:45
Sölvi brotnar algerlega saman í eigin hlaðvarpsþætti um sögusagnirnar „Ég sendi frá mér þessa yfirlýsingu í gær, en mér fannst eins og ég yrði að tjá mig eitthvað meira, einfaldlega af því að mér líður bara enn þá ofboðslega illa.“ 4. maí 2021 20:12
Sölvi segir sögurnar þvætting frá upphafi til enda Fjölmiðlamaðurinn Sölvi Tryggvason hefur tjáð sig á samfélagsmiðlum um sögusagnir sem gengið hafa um hann undanfarna daga. Hann segir þær enga stoð eiga í raunveruleikanum og birtir upplýsingar úr málaskrá lögreglu sem sýna að lögregla hefur engin afskipti haft af honum undanfarnar vikur. 3. maí 2021 14:55