Eystrasaltslönd í brennidepli: Byggjum brýr með barnastarfi Sabina Westerholm skrifar 7. maí 2021 07:02 Nú í vor býður Norræna húsið til baltneskrar barnamenningarhátíðar í tilefni Barnamenningarhátíðar í Reykjavík. Fjölbreytt dagskrá hefur verið skipulögð í samstarfi við litháísku og lettnesku skólana í Reykjavík og skapandi einstaklinga frá Eystrasaltsríkjunum, búsettum á Íslandi. Hluti viðburðanna er ætlaður einstaklingum sem hafa baltnesk tungumál og eistneskuað móðurmáli en aðrir eru opnir almenningi og hafa það að markmiði að miðla baltneskri menningu og hefðum. Með þessari áherslu viljum við annars vegar sýna að Norræna húsið er opinn og aðgengilegur samkomustaður sem býður alla velkomna og hins vegar vinna gegn staðalímyndum og tilhneigingu til einhliða umfjöllunar í fjölmiðlum og athugasemdakerfum sem snýr að fólki með erlendan bakgrunn. Íslenskir fjölmiðlar virðast ekki varpa ljósi á fjölbreytileika samfélagsins í sama mæli og fjölmiðlar í öðrum norrænum ríkjum gera en rannsóknir sýna að sú ímynd sem dregin er upp af fólki með erlendan bakgrunn hér á landi er oft lituð af neikvæðni. Sem dæmi má nefna að erlend þjóðerni eru gjarnan tilgreint þegar um er að ræða afbrotahegðun jafnvel þótt það tengist innihaldi fréttarinnar ekki með beinum hætti. Að undanförnu hefur umræðan um kórónuveirusmit og hver það er sem kemur með smit inn í landið skapað spennuþrungnar umræður innan samfélagsins. Svo hatrömm varð umræðan að sóttvarnarlæknir sá sig knúinn til að grípa í taumana og ítreka þá staðreynd að það væri veiran sjálf sem væri hinn eiginlegi óvinur. Þegar litið er til þess að 18% þjóðarinnar hafa bakgrunn í öðru landi en Íslandi er þetta augljóslega mikið vandamál. Fjölmiðlar, ríki og samtök verða að taka ábyrgð og sporna við þessari þróun. Norræna ráðherranefndin hefur frá því á tíunda áratugnum átt í nánu samstarfi við Eistland, Lettland og Litháen og höfum við í Norræna húsinu meðafgerandi hætti ákveðið að auka menningarsamstarf við fólk af baltneskum uppruna.Meðal íbúa landsins er töluverður fjöldi fólks með baltneskan bakgrunn. Samkvæmt tölum Hagstofunnar búa á Íslandi 3299 Litháar, 1965 Lettar og 166 Eistar (borið saman við 3644 Dani, 2173 Svía, 212 Finna og 1273 Norðmenn). Menning byggir brýr og Norræna húsið er brúarsmiður. Í þessu tilviki byggjum við staðbundna innviði sem leiða okkur nær hvert öðru, auka gagnkvæman skilning og vinna þar með gegn fordómum. Stuðningurinn frá okkar baltnesku samstarfsaðilum hefur verið mikill og góður og full af auðmýkt höldum við áfram för okkar, meðvituð um mikilvægi þessa starfs sem við erum rétt að hefja.Upplýsingar um viðburði á barnamenningarhátíð má finna á heimasíðu Norræna hússins. Höfundur er forstjóri Norræna hússins í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eistland Lettland Litháen Menning Reykjavík Innflytjendamál Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Einelti og heilsufar barna Teitur Guðmundsson Fastir pennar Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Geldfiskur er málið Bubbi Morthens Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Sjá meira
Nú í vor býður Norræna húsið til baltneskrar barnamenningarhátíðar í tilefni Barnamenningarhátíðar í Reykjavík. Fjölbreytt dagskrá hefur verið skipulögð í samstarfi við litháísku og lettnesku skólana í Reykjavík og skapandi einstaklinga frá Eystrasaltsríkjunum, búsettum á Íslandi. Hluti viðburðanna er ætlaður einstaklingum sem hafa baltnesk tungumál og eistneskuað móðurmáli en aðrir eru opnir almenningi og hafa það að markmiði að miðla baltneskri menningu og hefðum. Með þessari áherslu viljum við annars vegar sýna að Norræna húsið er opinn og aðgengilegur samkomustaður sem býður alla velkomna og hins vegar vinna gegn staðalímyndum og tilhneigingu til einhliða umfjöllunar í fjölmiðlum og athugasemdakerfum sem snýr að fólki með erlendan bakgrunn. Íslenskir fjölmiðlar virðast ekki varpa ljósi á fjölbreytileika samfélagsins í sama mæli og fjölmiðlar í öðrum norrænum ríkjum gera en rannsóknir sýna að sú ímynd sem dregin er upp af fólki með erlendan bakgrunn hér á landi er oft lituð af neikvæðni. Sem dæmi má nefna að erlend þjóðerni eru gjarnan tilgreint þegar um er að ræða afbrotahegðun jafnvel þótt það tengist innihaldi fréttarinnar ekki með beinum hætti. Að undanförnu hefur umræðan um kórónuveirusmit og hver það er sem kemur með smit inn í landið skapað spennuþrungnar umræður innan samfélagsins. Svo hatrömm varð umræðan að sóttvarnarlæknir sá sig knúinn til að grípa í taumana og ítreka þá staðreynd að það væri veiran sjálf sem væri hinn eiginlegi óvinur. Þegar litið er til þess að 18% þjóðarinnar hafa bakgrunn í öðru landi en Íslandi er þetta augljóslega mikið vandamál. Fjölmiðlar, ríki og samtök verða að taka ábyrgð og sporna við þessari þróun. Norræna ráðherranefndin hefur frá því á tíunda áratugnum átt í nánu samstarfi við Eistland, Lettland og Litháen og höfum við í Norræna húsinu meðafgerandi hætti ákveðið að auka menningarsamstarf við fólk af baltneskum uppruna.Meðal íbúa landsins er töluverður fjöldi fólks með baltneskan bakgrunn. Samkvæmt tölum Hagstofunnar búa á Íslandi 3299 Litháar, 1965 Lettar og 166 Eistar (borið saman við 3644 Dani, 2173 Svía, 212 Finna og 1273 Norðmenn). Menning byggir brýr og Norræna húsið er brúarsmiður. Í þessu tilviki byggjum við staðbundna innviði sem leiða okkur nær hvert öðru, auka gagnkvæman skilning og vinna þar með gegn fordómum. Stuðningurinn frá okkar baltnesku samstarfsaðilum hefur verið mikill og góður og full af auðmýkt höldum við áfram för okkar, meðvituð um mikilvægi þessa starfs sem við erum rétt að hefja.Upplýsingar um viðburði á barnamenningarhátíð má finna á heimasíðu Norræna hússins. Höfundur er forstjóri Norræna hússins í Reykjavík
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar