Fylgjast grannt með eldflaug sem á að hrapa til jarðar um helgina en enginn veit hvar Samúel Karl Ólason skrifar 6. maí 2021 22:00 Eldflauginni var skotið á loft á dögunum og flutti hún fyrsta hluta nýrrar geimstöðvar á braut um jörðu. AP/Ju Zhenhua Geimvísindamenn fylgjast nú náið með rúmlega tuttugu tonna eldflaug frá Kína sem er á braut um jörðu. Búist er við því að eldflaugin muni hrapa til jarðar um helgina og ekki er vitað hvar. Mögulegt er að hún brenni upp í gufuhvolfinu en líklegra þykir að hlutar hennar muni ná til jarðar. Ekki verður hægt að segja til um það nema með nokkurra klukkustunda fyrirvara. Sérfræðingar segja þó litlar líkur á því að eldflaugin valdi mannskaða. Eldflauginni var skotið á loft frá Kína á dögunum þegar fyrsta hluta nýrrar geimstöðvar Kínverja var skotið á loft. Einhverjir sérfræðingar áætla að um níu tonn af eldflauginni muni ná til jarðar. John Kirby, talsmaður varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna, sagði blaðamönnum í vikunni að of snemmt væri að segja til um hvar eldflaugin muni lenda. Hins vegar séu um 70 prósent líkur á því að hún muni lenda í sjó. Lendi hún á landi séu þar að auki litlar líkur á því að hún lendi á byggðu svæði. Eldflaugin yrði meðal tíu stærstu hluta sem hefðu komið aftur inn í gufuhvolf jarðarinnar án stjórnar. Hér má sjá nýlegt myndband Geimvísindastofnunar Evrópu (ESA) um geimrusl og þann vanda sem það hefur skapað. Í grein Washington Post segir að ekki sé vitað til þess að maður hafi nokkurn tímann tapað lífi sínu við að verða fyrir braki úr geimnum. Hins vegar hafi mjög svo óheppin kýr drepist á Kúbu árið 1961 þegar brak af himnum ofan féll á hana. Flestar eldflaugar sem skotið er út í geim eru látnar brenna upp í gufuhvolfinu og brotlenda á fyrirfram ákveðnu hafsvæði. Þrátt fyrir það er gífurlega mikið af alls konar braki á braut um jörðu og þar af rúmlega tvö þúsund eldflaugar og hlutar eldflauga, sem vitað er um, samkvæmt frétt Space.com og CelesTrak, þar sem hægt er að sjá umfang vandans. Af þessum 2.033 eldflaugum og eldflaugabrotum eru 546 frá Bandaríkjunum og 169 frá Kína. Rúmlega þúsund þeirra var skotið á loft frá Rússlandi. Geimurinn Kína Bandaríkin Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira
Ekki verður hægt að segja til um það nema með nokkurra klukkustunda fyrirvara. Sérfræðingar segja þó litlar líkur á því að eldflaugin valdi mannskaða. Eldflauginni var skotið á loft frá Kína á dögunum þegar fyrsta hluta nýrrar geimstöðvar Kínverja var skotið á loft. Einhverjir sérfræðingar áætla að um níu tonn af eldflauginni muni ná til jarðar. John Kirby, talsmaður varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna, sagði blaðamönnum í vikunni að of snemmt væri að segja til um hvar eldflaugin muni lenda. Hins vegar séu um 70 prósent líkur á því að hún muni lenda í sjó. Lendi hún á landi séu þar að auki litlar líkur á því að hún lendi á byggðu svæði. Eldflaugin yrði meðal tíu stærstu hluta sem hefðu komið aftur inn í gufuhvolf jarðarinnar án stjórnar. Hér má sjá nýlegt myndband Geimvísindastofnunar Evrópu (ESA) um geimrusl og þann vanda sem það hefur skapað. Í grein Washington Post segir að ekki sé vitað til þess að maður hafi nokkurn tímann tapað lífi sínu við að verða fyrir braki úr geimnum. Hins vegar hafi mjög svo óheppin kýr drepist á Kúbu árið 1961 þegar brak af himnum ofan féll á hana. Flestar eldflaugar sem skotið er út í geim eru látnar brenna upp í gufuhvolfinu og brotlenda á fyrirfram ákveðnu hafsvæði. Þrátt fyrir það er gífurlega mikið af alls konar braki á braut um jörðu og þar af rúmlega tvö þúsund eldflaugar og hlutar eldflauga, sem vitað er um, samkvæmt frétt Space.com og CelesTrak, þar sem hægt er að sjá umfang vandans. Af þessum 2.033 eldflaugum og eldflaugabrotum eru 546 frá Bandaríkjunum og 169 frá Kína. Rúmlega þúsund þeirra var skotið á loft frá Rússlandi.
Geimurinn Kína Bandaríkin Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira