Líkti Zvonko við remúlaði í bragðaref Anton Ingi Leifsson skrifar 8. maí 2021 12:01 Zvonko með boltann í leik gegn Keflavík fyrr á leiktíðinni. Benedikt Guðmundsson, körfuboltaspekingur, er ekki hrifinn af Zvonko Buljan leikmanni ÍR. Þetta kom fram í Domino's Körfuboltakvöldi sem var á dagskrá í gærkvöldi. ÍR tapaði fyrir Njarðvík í miklum fallbaráttuslag á fimmtudagskvöldið en Breiðhyltingar geta enn fallið eftir tapið. Rætt var um frammistöðu Zvonko í þættinum í gær en hann gekk í raðir liðsins í lok janúar. Hann hefur ekki hrifið Benedikt. „Þetta er ekta Zvonko. Hann vill bara stela boltanum til að setja tvö stig hinu megin. Ég verð bara að segja: Ég get hann ekki. Þetta er orðið of mikið af hinu góða,“ sagði Benedikt. „Hann gerir bara hluti sem koma fram á tölfræðiblaðinu. Hann er til í að eltast við einhver fráköst, ekki öll. Hann er alltaf til í að skora. Hann er til í að gefa hann ef hann fær stoðsendingu en hann gerir ekkert fyrir varnarleikinn nema að þeir eru fjórir í vörn.“ Sævar Sævarsson tók í sama streng og hrífst ekki af varnarleik ÍR-liðsins. „Það er einn leikmaður í liðinu sem nennir að spila vörn af fullum krafti. Það er Colin Pryor og hann var ekki með í þessum leik,“ en Colin var ekki með vegna veikinda eftir bólusetningu vegna kórónuveirufaraldursins. „Ég hef talað um að Milka og Deane séu eins og skinka og ostur, því þeir passi svo vel saman. Fyrir mér er Zvonko eins og að setja remúlaði í bragðarefinn.“ „Þú ert með góðan ís og ert kominn með kökudeigið, jarðarberið og kókósbolluna en svo mátti Borce bæta við einu nammi; hann setti remúlaði. Eftir það finnst mér liðið orðið ónýtt. Þetta er kannski ýkt en þetta passar ekki í þennan bragðaref.“ Klippa: Domino's Körfuboltakvöld - Zvonko og ÍR Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Dominos-deild karla ÍR Körfuboltakvöld Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Njarðvík - Hamar/Þór | Taka þær toppsætið? Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Sjá meira
ÍR tapaði fyrir Njarðvík í miklum fallbaráttuslag á fimmtudagskvöldið en Breiðhyltingar geta enn fallið eftir tapið. Rætt var um frammistöðu Zvonko í þættinum í gær en hann gekk í raðir liðsins í lok janúar. Hann hefur ekki hrifið Benedikt. „Þetta er ekta Zvonko. Hann vill bara stela boltanum til að setja tvö stig hinu megin. Ég verð bara að segja: Ég get hann ekki. Þetta er orðið of mikið af hinu góða,“ sagði Benedikt. „Hann gerir bara hluti sem koma fram á tölfræðiblaðinu. Hann er til í að eltast við einhver fráköst, ekki öll. Hann er alltaf til í að skora. Hann er til í að gefa hann ef hann fær stoðsendingu en hann gerir ekkert fyrir varnarleikinn nema að þeir eru fjórir í vörn.“ Sævar Sævarsson tók í sama streng og hrífst ekki af varnarleik ÍR-liðsins. „Það er einn leikmaður í liðinu sem nennir að spila vörn af fullum krafti. Það er Colin Pryor og hann var ekki með í þessum leik,“ en Colin var ekki með vegna veikinda eftir bólusetningu vegna kórónuveirufaraldursins. „Ég hef talað um að Milka og Deane séu eins og skinka og ostur, því þeir passi svo vel saman. Fyrir mér er Zvonko eins og að setja remúlaði í bragðarefinn.“ „Þú ert með góðan ís og ert kominn með kökudeigið, jarðarberið og kókósbolluna en svo mátti Borce bæta við einu nammi; hann setti remúlaði. Eftir það finnst mér liðið orðið ónýtt. Þetta er kannski ýkt en þetta passar ekki í þennan bragðaref.“ Klippa: Domino's Körfuboltakvöld - Zvonko og ÍR Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Dominos-deild karla ÍR Körfuboltakvöld Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Njarðvík - Hamar/Þór | Taka þær toppsætið? Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Sjá meira