Bestu og verstu úrslitin fyrir liðin í lokaumferð Dominos í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. maí 2021 11:00 Kvöldið getur endað alla vegna fyrir lið ÍR og Njarðvíkur. Hér er ÍR-ingurinn Evan Singletary að reyna skot í síðasta leik en Njarðvíkingurinn Jón Arnór Sverrisson er til varnar. Vísir/Bára Sex af átta liðum eru örugg inn í úrslitakeppnina en fjögur lið eiga möguleika á því að fylgja þeim í baráttuna um Íslandsmeistaratitilinn. Það verður barist um heimvallarréttinn, síðustu sætin í úrslitakeppninni og um að sleppa við fallið þegar lokaumferð Domino´s deildar karla í körfubolta fer fram í kvöld. Vísir hefur farið yfir mögulega sætaskipan liðanna tólf eftir þetta kvöld og hér á eftir má finna bestu og verstu úrslitin fyrir hvert og eitt lið sem eru að berjast um eitthvað í 22. umferðinni. Það er ljóst að Keflavík, Þór Þorlákshöfn og Stjarnan enda í þremur efstu sætunum og það breytist ekki neitt. Við þurfum því ekkert að velta fyrir okkur hvað gerist hjá þeim þótt þau geti öll haft áhrif á lokastöðu annarra liða. Yfirlit yfir liðin og sætin sem þau geta lent í: Keflavík - 1. sæti Þór Þorlákshöfn - 2. sæti Stjarnan - 3. sæti KR - 4. til 6. sæti Grindavík - 4. til 6. sæti Valur - 4. til 6. sæti Tindastóll - 7. til 10. sæti Þór Akureyri - 7. til 9. sæti Njarðvík - 7. til 11. sæti ÍR - 7. til 10. sæti Höttur - 10. til 11. sæti Haukar - 12. sæti Við skoðum fyrst baráttuna um fjórða sætið og þar sem heimavallarrétt í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar. Það eru lið KR, Grindavíkur og Vals sem eiga möguleika á því að ná því. - KR - Bestu úrslitin: 4. sæti Ef KR vinnur ÍR og Grindvíkingar vinna Val. Verstu úrslitin: 6. sæti Ef Grindavíkur vinnur Val og KR tapar sínum leik á móti ÍR. + - Grindavík - Bestu úrslitin: 4. sæti Ef Grindavík vinnur Val og KR tapar á móti ÍR Verstu úrslitin: 6. sæti Ef Grindavík tapar á móti Val + - Valur - Bestu úrslitin: 4. sæti Ef Valur vinnur Grindavík Verstu úrslitin: 6. sæti Ef Valur tapar á móti Grindavík og KR vinnur ÍR. Liðin hér að ofan eru öll örugg með sæti í úrslitakeppninni í ár en þegar er komið niður fyrir sjötta sætið þá er mikil barátta um tvö síðustu sætin inn í úrslitakeppnina. Fjögur lið eiga möguleika á að ná þeim en það eru Tindastóll, Þór Akureyri, Njarðvík og ÍR. - Tindastóll - Bestu úrslitin: 7. sæti Með sigri á Stjörnunni þá tryggja Tindastólsmenn sér sjöunda sætið. Verstu úrslitin: 10. sæti Tindastólsmenn geta endað í 10. sæti og það eru ágætar líkur á því að þeir missi af úrslitakeppninni ef þeir ná ekki að vinna Stjörnuna. Ef Tindastóll, Þór Ak., Njarðvík og ÍR enda öll jöfn þá endar Tindastóll í 10. sæti. Þeir lenda líka í 10. sætinu ef Þór vinnur sinn leik á móti Haukum og Stólarnir verða jafnir Njarðvík og ÍR. Tindastóll myndi líka missa af úrslitakeppninni en þeir verða jafnir Þór Akureyri og ÍR í sætum sjö, átta og níu. + - Þór Akureyri - Bestu úrslitin: 7. sæti Með sigri á Haukum á sama tíma og Tindastóll tapar á móti Stjörnunni. Þórsarar kæmust hins vegar líka inn í úrslitakeppni (8. sæti) þó þeir tapi sínum leik ef Njarðvík og Tindastóll myndu tapa líka. Þórsarar yrðu þá jafnir ÍR og Tindastól í 7. til 9. sæti en yrðu þá í áttunda sæti á eftir ÍR og á undan Tindastól sem yrða að sætta sig við 10. sætið. Verstu úrslitin: 9. sæti Þórsarar missa af úrslitakeppninni ef þeir tapa á móti Haukum og þeir verða jafnir ÍR og Njarðvík að stigum. Þá skiptir ekki máli hvort Tindastóll verði með í pakkanum eða ekki. + - Njarðvík - Bestu úrslitin: 7. sæti Ef Njarðvík vinnur Þór Þorlákshöfn, ÍR vinnur KR og Tindastóll og Þór Akureyri tapa sínum leikjum. Njarðvík stendur best ef þessi fjögur lið enda jöfn. Njarðvík kæmist líka inn í úrslitakeppnina (8. sæti) með sigri ef bara annað hvort Tindastóll og Þór Akureyri vinna sinn leik. Verstu úrslitin: 11. sæti Njarðvík fellur ef liðið tapar á móti Þór Þorlákshöfn á sama tíma og Höttur vinnur Keflavík. Þá yrðu Höttur og Njarðvík jöfn í 10. og 11. sæti en Höttur endaði ofar á innbyrðis leikjum. + - ÍR - Bestu úrslitin: 7. sæti ÍR vinnur KR á sama tíma og Njarðvík, Tindastóll og Þór Akureyri tapa öll. ÍR, Þór Akureyri og Tindastóll yrðu þá jöfn í 7. til 9. sæti en ÍR-ingar væru bestir innbyrðis. ÍR næði áttunda og síðasta sætinu í úrslitakeppnina ef þeir enda með jafnmörg stig og Njarðvík, Tindastóll og Þór Akureyri. Verstu úrslitin: 10. sæti ÍR-ingar enda í 10. sæti ef þeir tapa en þeir gætu líka endað þar þrátt fyrir sigur. Ef ÍR endar með jafnmörg stig og Þór Ak. og Njarðvík þá verða Breiðhyltingar neðstir. Þannig gæti ÍR unnið KR en ef Tindastóll vinnur sinn leik, Njarðvík vinnur sinn leik og Þór Akureyri tapar þá kæmust ÍR-ingar ekki upp úr 10. sætinu. Að lokum er það fallbaráttan. Haukarnir eru fallnir en bæði Höttur og Njarðvík geta farið niður með þeim. Höttur er samt í mun verri stöðu en Njarðvík. - Höttur - Bestu úrslitin: 10. sæti Ef Höttur vinnur Keflavík á sama tíma og Njarðvík tapar Verstu úrslitin: 11. sæti Ef Höttur tapar á móti Keflavík Leikur Vals og Grindavíkur verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 en þá verða einnig Domino´s Tilþrifin á vaktinni á Stöð 2 Sport þar sem skipt verður á milli valla þar sem spennan er mest. Dominos Körfuboltakvöld mun síðan gera upp lokaumferðina annað kvöld. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla Mest lesið Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Enski boltinn Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Fótbolti Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Körfubolti Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Handbolti Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Fleiri fréttir Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Sjá meira
Það verður barist um heimvallarréttinn, síðustu sætin í úrslitakeppninni og um að sleppa við fallið þegar lokaumferð Domino´s deildar karla í körfubolta fer fram í kvöld. Vísir hefur farið yfir mögulega sætaskipan liðanna tólf eftir þetta kvöld og hér á eftir má finna bestu og verstu úrslitin fyrir hvert og eitt lið sem eru að berjast um eitthvað í 22. umferðinni. Það er ljóst að Keflavík, Þór Þorlákshöfn og Stjarnan enda í þremur efstu sætunum og það breytist ekki neitt. Við þurfum því ekkert að velta fyrir okkur hvað gerist hjá þeim þótt þau geti öll haft áhrif á lokastöðu annarra liða. Yfirlit yfir liðin og sætin sem þau geta lent í: Keflavík - 1. sæti Þór Þorlákshöfn - 2. sæti Stjarnan - 3. sæti KR - 4. til 6. sæti Grindavík - 4. til 6. sæti Valur - 4. til 6. sæti Tindastóll - 7. til 10. sæti Þór Akureyri - 7. til 9. sæti Njarðvík - 7. til 11. sæti ÍR - 7. til 10. sæti Höttur - 10. til 11. sæti Haukar - 12. sæti Við skoðum fyrst baráttuna um fjórða sætið og þar sem heimavallarrétt í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar. Það eru lið KR, Grindavíkur og Vals sem eiga möguleika á því að ná því. - KR - Bestu úrslitin: 4. sæti Ef KR vinnur ÍR og Grindvíkingar vinna Val. Verstu úrslitin: 6. sæti Ef Grindavíkur vinnur Val og KR tapar sínum leik á móti ÍR. + - Grindavík - Bestu úrslitin: 4. sæti Ef Grindavík vinnur Val og KR tapar á móti ÍR Verstu úrslitin: 6. sæti Ef Grindavík tapar á móti Val + - Valur - Bestu úrslitin: 4. sæti Ef Valur vinnur Grindavík Verstu úrslitin: 6. sæti Ef Valur tapar á móti Grindavík og KR vinnur ÍR. Liðin hér að ofan eru öll örugg með sæti í úrslitakeppninni í ár en þegar er komið niður fyrir sjötta sætið þá er mikil barátta um tvö síðustu sætin inn í úrslitakeppnina. Fjögur lið eiga möguleika á að ná þeim en það eru Tindastóll, Þór Akureyri, Njarðvík og ÍR. - Tindastóll - Bestu úrslitin: 7. sæti Með sigri á Stjörnunni þá tryggja Tindastólsmenn sér sjöunda sætið. Verstu úrslitin: 10. sæti Tindastólsmenn geta endað í 10. sæti og það eru ágætar líkur á því að þeir missi af úrslitakeppninni ef þeir ná ekki að vinna Stjörnuna. Ef Tindastóll, Þór Ak., Njarðvík og ÍR enda öll jöfn þá endar Tindastóll í 10. sæti. Þeir lenda líka í 10. sætinu ef Þór vinnur sinn leik á móti Haukum og Stólarnir verða jafnir Njarðvík og ÍR. Tindastóll myndi líka missa af úrslitakeppninni en þeir verða jafnir Þór Akureyri og ÍR í sætum sjö, átta og níu. + - Þór Akureyri - Bestu úrslitin: 7. sæti Með sigri á Haukum á sama tíma og Tindastóll tapar á móti Stjörnunni. Þórsarar kæmust hins vegar líka inn í úrslitakeppni (8. sæti) þó þeir tapi sínum leik ef Njarðvík og Tindastóll myndu tapa líka. Þórsarar yrðu þá jafnir ÍR og Tindastól í 7. til 9. sæti en yrðu þá í áttunda sæti á eftir ÍR og á undan Tindastól sem yrða að sætta sig við 10. sætið. Verstu úrslitin: 9. sæti Þórsarar missa af úrslitakeppninni ef þeir tapa á móti Haukum og þeir verða jafnir ÍR og Njarðvík að stigum. Þá skiptir ekki máli hvort Tindastóll verði með í pakkanum eða ekki. + - Njarðvík - Bestu úrslitin: 7. sæti Ef Njarðvík vinnur Þór Þorlákshöfn, ÍR vinnur KR og Tindastóll og Þór Akureyri tapa sínum leikjum. Njarðvík stendur best ef þessi fjögur lið enda jöfn. Njarðvík kæmist líka inn í úrslitakeppnina (8. sæti) með sigri ef bara annað hvort Tindastóll og Þór Akureyri vinna sinn leik. Verstu úrslitin: 11. sæti Njarðvík fellur ef liðið tapar á móti Þór Þorlákshöfn á sama tíma og Höttur vinnur Keflavík. Þá yrðu Höttur og Njarðvík jöfn í 10. og 11. sæti en Höttur endaði ofar á innbyrðis leikjum. + - ÍR - Bestu úrslitin: 7. sæti ÍR vinnur KR á sama tíma og Njarðvík, Tindastóll og Þór Akureyri tapa öll. ÍR, Þór Akureyri og Tindastóll yrðu þá jöfn í 7. til 9. sæti en ÍR-ingar væru bestir innbyrðis. ÍR næði áttunda og síðasta sætinu í úrslitakeppnina ef þeir enda með jafnmörg stig og Njarðvík, Tindastóll og Þór Akureyri. Verstu úrslitin: 10. sæti ÍR-ingar enda í 10. sæti ef þeir tapa en þeir gætu líka endað þar þrátt fyrir sigur. Ef ÍR endar með jafnmörg stig og Þór Ak. og Njarðvík þá verða Breiðhyltingar neðstir. Þannig gæti ÍR unnið KR en ef Tindastóll vinnur sinn leik, Njarðvík vinnur sinn leik og Þór Akureyri tapar þá kæmust ÍR-ingar ekki upp úr 10. sætinu. Að lokum er það fallbaráttan. Haukarnir eru fallnir en bæði Höttur og Njarðvík geta farið niður með þeim. Höttur er samt í mun verri stöðu en Njarðvík. - Höttur - Bestu úrslitin: 10. sæti Ef Höttur vinnur Keflavík á sama tíma og Njarðvík tapar Verstu úrslitin: 11. sæti Ef Höttur tapar á móti Keflavík Leikur Vals og Grindavíkur verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 en þá verða einnig Domino´s Tilþrifin á vaktinni á Stöð 2 Sport þar sem skipt verður á milli valla þar sem spennan er mest. Dominos Körfuboltakvöld mun síðan gera upp lokaumferðina annað kvöld. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Yfirlit yfir liðin og sætin sem þau geta lent í: Keflavík - 1. sæti Þór Þorlákshöfn - 2. sæti Stjarnan - 3. sæti KR - 4. til 6. sæti Grindavík - 4. til 6. sæti Valur - 4. til 6. sæti Tindastóll - 7. til 10. sæti Þór Akureyri - 7. til 9. sæti Njarðvík - 7. til 11. sæti ÍR - 7. til 10. sæti Höttur - 10. til 11. sæti Haukar - 12. sæti
- KR - Bestu úrslitin: 4. sæti Ef KR vinnur ÍR og Grindvíkingar vinna Val. Verstu úrslitin: 6. sæti Ef Grindavíkur vinnur Val og KR tapar sínum leik á móti ÍR. + - Grindavík - Bestu úrslitin: 4. sæti Ef Grindavík vinnur Val og KR tapar á móti ÍR Verstu úrslitin: 6. sæti Ef Grindavík tapar á móti Val + - Valur - Bestu úrslitin: 4. sæti Ef Valur vinnur Grindavík Verstu úrslitin: 6. sæti Ef Valur tapar á móti Grindavík og KR vinnur ÍR.
- Tindastóll - Bestu úrslitin: 7. sæti Með sigri á Stjörnunni þá tryggja Tindastólsmenn sér sjöunda sætið. Verstu úrslitin: 10. sæti Tindastólsmenn geta endað í 10. sæti og það eru ágætar líkur á því að þeir missi af úrslitakeppninni ef þeir ná ekki að vinna Stjörnuna. Ef Tindastóll, Þór Ak., Njarðvík og ÍR enda öll jöfn þá endar Tindastóll í 10. sæti. Þeir lenda líka í 10. sætinu ef Þór vinnur sinn leik á móti Haukum og Stólarnir verða jafnir Njarðvík og ÍR. Tindastóll myndi líka missa af úrslitakeppninni en þeir verða jafnir Þór Akureyri og ÍR í sætum sjö, átta og níu. + - Þór Akureyri - Bestu úrslitin: 7. sæti Með sigri á Haukum á sama tíma og Tindastóll tapar á móti Stjörnunni. Þórsarar kæmust hins vegar líka inn í úrslitakeppni (8. sæti) þó þeir tapi sínum leik ef Njarðvík og Tindastóll myndu tapa líka. Þórsarar yrðu þá jafnir ÍR og Tindastól í 7. til 9. sæti en yrðu þá í áttunda sæti á eftir ÍR og á undan Tindastól sem yrða að sætta sig við 10. sætið. Verstu úrslitin: 9. sæti Þórsarar missa af úrslitakeppninni ef þeir tapa á móti Haukum og þeir verða jafnir ÍR og Njarðvík að stigum. Þá skiptir ekki máli hvort Tindastóll verði með í pakkanum eða ekki. + - Njarðvík - Bestu úrslitin: 7. sæti Ef Njarðvík vinnur Þór Þorlákshöfn, ÍR vinnur KR og Tindastóll og Þór Akureyri tapa sínum leikjum. Njarðvík stendur best ef þessi fjögur lið enda jöfn. Njarðvík kæmist líka inn í úrslitakeppnina (8. sæti) með sigri ef bara annað hvort Tindastóll og Þór Akureyri vinna sinn leik. Verstu úrslitin: 11. sæti Njarðvík fellur ef liðið tapar á móti Þór Þorlákshöfn á sama tíma og Höttur vinnur Keflavík. Þá yrðu Höttur og Njarðvík jöfn í 10. og 11. sæti en Höttur endaði ofar á innbyrðis leikjum. + - ÍR - Bestu úrslitin: 7. sæti ÍR vinnur KR á sama tíma og Njarðvík, Tindastóll og Þór Akureyri tapa öll. ÍR, Þór Akureyri og Tindastóll yrðu þá jöfn í 7. til 9. sæti en ÍR-ingar væru bestir innbyrðis. ÍR næði áttunda og síðasta sætinu í úrslitakeppnina ef þeir enda með jafnmörg stig og Njarðvík, Tindastóll og Þór Akureyri. Verstu úrslitin: 10. sæti ÍR-ingar enda í 10. sæti ef þeir tapa en þeir gætu líka endað þar þrátt fyrir sigur. Ef ÍR endar með jafnmörg stig og Þór Ak. og Njarðvík þá verða Breiðhyltingar neðstir. Þannig gæti ÍR unnið KR en ef Tindastóll vinnur sinn leik, Njarðvík vinnur sinn leik og Þór Akureyri tapar þá kæmust ÍR-ingar ekki upp úr 10. sætinu.
- Höttur - Bestu úrslitin: 10. sæti Ef Höttur vinnur Keflavík á sama tíma og Njarðvík tapar Verstu úrslitin: 11. sæti Ef Höttur tapar á móti Keflavík
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild karla Mest lesið Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Enski boltinn Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Fótbolti Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Körfubolti Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Handbolti Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Fleiri fréttir Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Sjá meira