Flestallt lokað á Króknum en leikur við Stjörnuna í kvöld: „Mér finnst það svolítið skrýtið“ Sindri Sverrisson skrifar 10. maí 2021 13:32 Tindastóll spilar mikilvægan leik í kvöld í lokaumferð Dominos-deildar karla í körfubolta, í skugga kórónuveirusmita sem greinst hafa í Skagafirði síðustu daga. vísir/hulda Þrátt fyrir að skólum, fyrirtækjum, sundlaugum og skíðasvæði hafi verið lokað í Skagafirði vegna kórónuveirusmita þá verður spilað þar í kvöld í lokaumferð Dominos-deildar karla í körfubolta. Tindastóll tekur á móti Stjörnunni úr Garðabæ en engir áhorfendur verða leyfðir á leiknum. Tindastóll þarf á sigri að halda til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni en tapi liðið þarf það að treysta á að önnur úrslit falli með því í kvöld. Helgi Rafn Viggósson, leikmaður Tindastóls, segir það skrýtið að liðið sé sett í þá stöðu að þurfa að spila í kvöld á meðan að enn sé verið að ná utan um smit í samfélaginu og fólk fari varla út úr húsi. Hann telur að Körfuknattleikssamband Íslands ætti að grípa inn í, miðað við hve aðgerðir á Sauðárkróki til að hindra útbreiðslu veirunnar séu að öðru leyti harðar. „Það er verið að stíga fast til jarðar, fyrirtæki og skólar hafa lokað, en þá sér KKÍ sér ekki leik á borði að gera neitt. Mér finnst það svolítið skrýtið,“ segir Helgi Rafn. Aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra ákvað að þó að íþróttaæfingar barna og unglinga í Skagafirði yrðu bannaðar út þessa viku þá yrðu æfingar í meistaraflokki áfram leyfðar, sem og keppni án áhorfenda. Karlalið Tindastóls í körfubolta má því spila í kvöld, sem og kvennalið Tindastóls í fótbolta sem sækir Fylki heim á morgun. Leikmenn sloppið við sóttkví hingað til Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari körfuboltaliðs Tindastóls, sagði við Vísi að nú í hádeginu væri hann enn með alla leikmenn tiltæka fyrir leikinn í kvöld: „Liðið hefur alveg sloppið við sóttkví, alla vega eins og er. En það er stutt á milli og þetta gæti auðvitað breyst með einu „testi“. Við æfðum ekki í gær því það voru nokkur spurningamerki varðandi test hjá fólki í kringum okkur, en svo komu þau öll neikvætt út,“ sagði Baldur. Þjálfarinn vildi lítið barma sér yfir því að hafa ekki stuðning áhorfenda í kvöld, á meðan að 150 áhorfendur eru leyfðir í smithólfi á leikjum annars staðar á landinu. Yrði mikið áfall að missa af úrslitakeppni „Þetta er bara veruleikinn í dag. Þetta er búið að vera furðulegt tímabil og maður hefur þurft að eiga við alls konar hluti út af þessum faraldri. Menn eru orðnir sjóaðir í að takast á við hindranir. Vonandi næst utan um þessi smit sem fyrst og aðalatriðið er að það sé í lagi með fólk. Öryggi fólks er númer eitt, tvö og þrjú, ekki að hafa áhorfendur á leik. Þeir koma þegar það verður í lagi,“ sagði Baldur. Eins og fyrr segir á Tindastóll, sem situr í 7. sæti, á hættu að dragast niður í 9. eða 10. sæti og missa þannig af úrslitakeppninni. Baldur tók undir að það yrði áfall ef svo færi: „Já, já, eðlilega yrði það mikið áfall. Við ætlum að selja okkur dýrt í leiknum í kvöld og vinna.“ Stöð 2 Sport mun sýna frá öllum völlum í lokaumferðinni í sérstakri Körfuboltakvöldmessu í kvöld og hefst útsending kl. 18.45. Dominos-deild karla Tindastóll Stjarnan Skagafjörður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hatrið ekki slíkt að menn vilji láta Njarðvík falla Keflvíkingar gætu komist í þá stöðu í kvöld að geta sent erkifjendur sína í Njarðvík niður í 1. deild, með því að tapa gegn Hetti á Egilsstöðum. Þeir hafa hins vegar meiri áhuga á því Njarðvík haldi sér uppi og að liðin mætist í úrslitakeppninni. 10. maí 2021 11:31 Bestu og verstu úrslitin fyrir liðin í lokaumferð Dominos í kvöld Sex af átta liðum eru örugg inn í úrslitakeppnina en fjögur lið eiga möguleika á því að fylgja þeim í baráttuna um Íslandsmeistaratitilinn. 10. maí 2021 11:00 Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Sjá meira
Tindastóll tekur á móti Stjörnunni úr Garðabæ en engir áhorfendur verða leyfðir á leiknum. Tindastóll þarf á sigri að halda til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni en tapi liðið þarf það að treysta á að önnur úrslit falli með því í kvöld. Helgi Rafn Viggósson, leikmaður Tindastóls, segir það skrýtið að liðið sé sett í þá stöðu að þurfa að spila í kvöld á meðan að enn sé verið að ná utan um smit í samfélaginu og fólk fari varla út úr húsi. Hann telur að Körfuknattleikssamband Íslands ætti að grípa inn í, miðað við hve aðgerðir á Sauðárkróki til að hindra útbreiðslu veirunnar séu að öðru leyti harðar. „Það er verið að stíga fast til jarðar, fyrirtæki og skólar hafa lokað, en þá sér KKÍ sér ekki leik á borði að gera neitt. Mér finnst það svolítið skrýtið,“ segir Helgi Rafn. Aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra ákvað að þó að íþróttaæfingar barna og unglinga í Skagafirði yrðu bannaðar út þessa viku þá yrðu æfingar í meistaraflokki áfram leyfðar, sem og keppni án áhorfenda. Karlalið Tindastóls í körfubolta má því spila í kvöld, sem og kvennalið Tindastóls í fótbolta sem sækir Fylki heim á morgun. Leikmenn sloppið við sóttkví hingað til Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari körfuboltaliðs Tindastóls, sagði við Vísi að nú í hádeginu væri hann enn með alla leikmenn tiltæka fyrir leikinn í kvöld: „Liðið hefur alveg sloppið við sóttkví, alla vega eins og er. En það er stutt á milli og þetta gæti auðvitað breyst með einu „testi“. Við æfðum ekki í gær því það voru nokkur spurningamerki varðandi test hjá fólki í kringum okkur, en svo komu þau öll neikvætt út,“ sagði Baldur. Þjálfarinn vildi lítið barma sér yfir því að hafa ekki stuðning áhorfenda í kvöld, á meðan að 150 áhorfendur eru leyfðir í smithólfi á leikjum annars staðar á landinu. Yrði mikið áfall að missa af úrslitakeppni „Þetta er bara veruleikinn í dag. Þetta er búið að vera furðulegt tímabil og maður hefur þurft að eiga við alls konar hluti út af þessum faraldri. Menn eru orðnir sjóaðir í að takast á við hindranir. Vonandi næst utan um þessi smit sem fyrst og aðalatriðið er að það sé í lagi með fólk. Öryggi fólks er númer eitt, tvö og þrjú, ekki að hafa áhorfendur á leik. Þeir koma þegar það verður í lagi,“ sagði Baldur. Eins og fyrr segir á Tindastóll, sem situr í 7. sæti, á hættu að dragast niður í 9. eða 10. sæti og missa þannig af úrslitakeppninni. Baldur tók undir að það yrði áfall ef svo færi: „Já, já, eðlilega yrði það mikið áfall. Við ætlum að selja okkur dýrt í leiknum í kvöld og vinna.“ Stöð 2 Sport mun sýna frá öllum völlum í lokaumferðinni í sérstakri Körfuboltakvöldmessu í kvöld og hefst útsending kl. 18.45.
Dominos-deild karla Tindastóll Stjarnan Skagafjörður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hatrið ekki slíkt að menn vilji láta Njarðvík falla Keflvíkingar gætu komist í þá stöðu í kvöld að geta sent erkifjendur sína í Njarðvík niður í 1. deild, með því að tapa gegn Hetti á Egilsstöðum. Þeir hafa hins vegar meiri áhuga á því Njarðvík haldi sér uppi og að liðin mætist í úrslitakeppninni. 10. maí 2021 11:31 Bestu og verstu úrslitin fyrir liðin í lokaumferð Dominos í kvöld Sex af átta liðum eru örugg inn í úrslitakeppnina en fjögur lið eiga möguleika á því að fylgja þeim í baráttuna um Íslandsmeistaratitilinn. 10. maí 2021 11:00 Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Sjá meira
Hatrið ekki slíkt að menn vilji láta Njarðvík falla Keflvíkingar gætu komist í þá stöðu í kvöld að geta sent erkifjendur sína í Njarðvík niður í 1. deild, með því að tapa gegn Hetti á Egilsstöðum. Þeir hafa hins vegar meiri áhuga á því Njarðvík haldi sér uppi og að liðin mætist í úrslitakeppninni. 10. maí 2021 11:31
Bestu og verstu úrslitin fyrir liðin í lokaumferð Dominos í kvöld Sex af átta liðum eru örugg inn í úrslitakeppnina en fjögur lið eiga möguleika á því að fylgja þeim í baráttuna um Íslandsmeistaratitilinn. 10. maí 2021 11:00