Afléttingar víða í Evrópu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 10. maí 2021 15:45 Þessir Tékkar fóru í verslunarmiðstöð í fyrsta sinn í marga mánuði í dag. AP/Petr David Josek Slakað var á kórónuveirutakmörkunum víðs vegar um Evrópu bæði í dag og um helgina. Smitum hefur fækkað mikið í fjölda ríkja og sífellt fleiri eru bólusett. Ástandið í Tékklandi nú er það besta frá því í ágúst. Því var fjölda fyrirtækja leyft að opna á nýjan leik í dag. Bílasölur, sólbaðsstofur, skósmiðir og hlúðflúrarar eru á meðal þeirra sem geta nú tekið aftur við viðskiptavinum. Sjá mátti biðraðir fyrir utan fjölda verslana og fyrirtækja í höfuðborginni Prag í dag. „Þetta er auðvitað mikill léttir. Ég þarf að versla alveg heilan helling,“ hafði AP-fréttaveitan eftir Dan Cooper, sem var á leið inn í verslunarmiðstöð að kaupa belti og ýmislegt fleira. Aftur í bjór Bjórþyrstir Bæjarar gátu svo sótt hina ýmsu bjórgarða á nýjan leik eftir að yfirvöld í sambandslandinu slökuðu á takmörkunum og leyfðu veitingastöðum að bjóða upp á mat og drykk utandyra. Til þess að slaka á takmörkunum í Þýskalandi er miðað við að nýgengi smita sé undir hundrað á hver hundrað þúsund í hverri borg og sýslu fyrir sig. Leikur að læra Grísk börn sneru aftur í skólann í dag, að því gefnu að þau hafi fengið neikvæða niðurstöðu úr skimun, í fyrsta skipti í marga mánuði. Létt hefur verið á takmörkunum í skrefum á Grikklandi í von um að geta tekið á móti ferðamönnum í sumar. Veitingastöðum, kaffihúsum og krám var leyft að opna í síðustu viku í fyrsta sinn frá því í byrjun nóvembermánaðar. Börn mæta aftur í skólann í Aþenu, höfuðborg Grikklands.AP/Michael Varaklas Ekki lengur neyðarástand Neyðarástandsyfirlýsing féll úr gildi á Spáni á sunnudag og var því slakað á takmörkunum í Barcelona. Veitingahús og barir í borginni mega nú opna á ný, í fyrsta sinn í sex mánuði. Heimilt verður að taka á móti gestum til klukkan ellefu að kvöldi en ekki mega fleiri en fjögur sitja við sama borð. Einungis má fylla þrjátíu prósent sæta innandyra. Beint á barinn Fjöldi flykktist á krár í Brussel, höfuðborg Belgíu, um helgina eftir að barir voru opnaðir á ný í fyrsta sinn frá því í október og útgöngubann fellt úr gildi. Veitingamenn og eigendur skemmtistaða hafa mótmælt af krafti síðustu vikur og fengu loksins að opna um helgina. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tékkland Þýskaland Grikkland Spánn Belgía Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira
Ástandið í Tékklandi nú er það besta frá því í ágúst. Því var fjölda fyrirtækja leyft að opna á nýjan leik í dag. Bílasölur, sólbaðsstofur, skósmiðir og hlúðflúrarar eru á meðal þeirra sem geta nú tekið aftur við viðskiptavinum. Sjá mátti biðraðir fyrir utan fjölda verslana og fyrirtækja í höfuðborginni Prag í dag. „Þetta er auðvitað mikill léttir. Ég þarf að versla alveg heilan helling,“ hafði AP-fréttaveitan eftir Dan Cooper, sem var á leið inn í verslunarmiðstöð að kaupa belti og ýmislegt fleira. Aftur í bjór Bjórþyrstir Bæjarar gátu svo sótt hina ýmsu bjórgarða á nýjan leik eftir að yfirvöld í sambandslandinu slökuðu á takmörkunum og leyfðu veitingastöðum að bjóða upp á mat og drykk utandyra. Til þess að slaka á takmörkunum í Þýskalandi er miðað við að nýgengi smita sé undir hundrað á hver hundrað þúsund í hverri borg og sýslu fyrir sig. Leikur að læra Grísk börn sneru aftur í skólann í dag, að því gefnu að þau hafi fengið neikvæða niðurstöðu úr skimun, í fyrsta skipti í marga mánuði. Létt hefur verið á takmörkunum í skrefum á Grikklandi í von um að geta tekið á móti ferðamönnum í sumar. Veitingastöðum, kaffihúsum og krám var leyft að opna í síðustu viku í fyrsta sinn frá því í byrjun nóvembermánaðar. Börn mæta aftur í skólann í Aþenu, höfuðborg Grikklands.AP/Michael Varaklas Ekki lengur neyðarástand Neyðarástandsyfirlýsing féll úr gildi á Spáni á sunnudag og var því slakað á takmörkunum í Barcelona. Veitingahús og barir í borginni mega nú opna á ný, í fyrsta sinn í sex mánuði. Heimilt verður að taka á móti gestum til klukkan ellefu að kvöldi en ekki mega fleiri en fjögur sitja við sama borð. Einungis má fylla þrjátíu prósent sæta innandyra. Beint á barinn Fjöldi flykktist á krár í Brussel, höfuðborg Belgíu, um helgina eftir að barir voru opnaðir á ný í fyrsta sinn frá því í október og útgöngubann fellt úr gildi. Veitingamenn og eigendur skemmtistaða hafa mótmælt af krafti síðustu vikur og fengu loksins að opna um helgina.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tékkland Þýskaland Grikkland Spánn Belgía Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira