Þóra fer frá Icelandair yfir til Play Eiður Þór Árnason skrifar 10. maí 2021 17:32 Síðast starfaði Þóra sem forstöðumaður innanlandsflugs hjá Icelandair. Samsett Þóra Eggertsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play. Mun hún bera ábyrgð á að byggja upp fjármálasvið flugfélagsins sem og að leiða skráningu Play á Nasdaq First North Iceland markaðinn. Þóra kemur frá Icelandair og tekur til starfa á næstu dögum. Er hún annar framkvæmdastjórinn sem er ráðinn inn til félagsins en í síðustu viku var greint frá því að Georg Haraldsson myndi ganga til liðs við Play sem framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs. Fram kemur í tilkynningu frá Play að Þóra hafi víðtæka alþjóðlega reynslu af störfum tengdum fjármálum, rekstri og stjórnun sem spanni sautján ár. Síðast starfaði Þóra sem forstöðumaður innanlandsflugs hjá Icelandair en áður var hún fjármálastjóri og forstöðumaður upplýsingatækni og stafrænnar þróunar hjá Air Iceland Connect. Þóra var forstöðumaður áhættu- og fjárstýringar hjá Landsneti á árunum 2012 til 2017 og vann einnig við fjárstýringu hjá Landic Property. Áður starfaði Þóra um nokkurra ára skeið hjá Morgan Stanley í Tókýó. Flugið heillar „Flugrekstur er einstaklega heillandi. Ég hef mikla trú á þeirri hugmyndafræði sem eigendur og forstjóri PLAY hafa sett fram og hlakka til þess að taka þátt í framtíðaruppbyggingu félagsins. Ferðaþjónusta er öflug og ég er sannfærð um að hún muni blómstri á ný eftir þessa krefjandi tíma,“ segir Þóra í tilkynningu. Þóra er viðskiptafræðingur með löggildingu í verðbréfaviðskiptum. Hún er með mastersgráðu í markaðsfræðum frá viðskiptaháskólanum EADA í Barcelona og MBA frá Háskólanum í Reykjavík. Þóra er gift Bjarna Erni Kærnested, forstöðumanni hjá Össuri og eiga þau tvö börn. Birgir Jónsson, forstjóri PLAY, segist vera ánægður með að fá Þóru inn í stjórnunarteymið. „Það er sannarlega mikill fengur fyrir Play að fá Þóru til starfa. Hún hefur öflugan alþjóðlegan bakgrunn í fjármálum og rekstri og þekkir auk þess vel til flugreksturs. Play mun vaxa hratt á næstunni og þá skiptir lykilmáli að teymið sem stýrir félaginu sé samhent og öflugt,” segir Birgir í tilkynningu. Play Fréttir af flugi Vistaskipti Tengdar fréttir Ætla að fljúga til Alicante, Tenerife, Lundúna, Kaupmannahafnar og Parísar Forstjóri flugfélagsins Play segir flugfélagið það vel fjármagnað að það þyrfti jafnvel ekki að hefja flug næstu tvö árin. Stefnan er þó tekin á fyrsta flug í júní og áfangastaðirnir vel þekktir meðal Íslendinga. 2. maí 2021 18:25 Mest lesið „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Viðskipti innlent Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Sjá meira
Þóra kemur frá Icelandair og tekur til starfa á næstu dögum. Er hún annar framkvæmdastjórinn sem er ráðinn inn til félagsins en í síðustu viku var greint frá því að Georg Haraldsson myndi ganga til liðs við Play sem framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs. Fram kemur í tilkynningu frá Play að Þóra hafi víðtæka alþjóðlega reynslu af störfum tengdum fjármálum, rekstri og stjórnun sem spanni sautján ár. Síðast starfaði Þóra sem forstöðumaður innanlandsflugs hjá Icelandair en áður var hún fjármálastjóri og forstöðumaður upplýsingatækni og stafrænnar þróunar hjá Air Iceland Connect. Þóra var forstöðumaður áhættu- og fjárstýringar hjá Landsneti á árunum 2012 til 2017 og vann einnig við fjárstýringu hjá Landic Property. Áður starfaði Þóra um nokkurra ára skeið hjá Morgan Stanley í Tókýó. Flugið heillar „Flugrekstur er einstaklega heillandi. Ég hef mikla trú á þeirri hugmyndafræði sem eigendur og forstjóri PLAY hafa sett fram og hlakka til þess að taka þátt í framtíðaruppbyggingu félagsins. Ferðaþjónusta er öflug og ég er sannfærð um að hún muni blómstri á ný eftir þessa krefjandi tíma,“ segir Þóra í tilkynningu. Þóra er viðskiptafræðingur með löggildingu í verðbréfaviðskiptum. Hún er með mastersgráðu í markaðsfræðum frá viðskiptaháskólanum EADA í Barcelona og MBA frá Háskólanum í Reykjavík. Þóra er gift Bjarna Erni Kærnested, forstöðumanni hjá Össuri og eiga þau tvö börn. Birgir Jónsson, forstjóri PLAY, segist vera ánægður með að fá Þóru inn í stjórnunarteymið. „Það er sannarlega mikill fengur fyrir Play að fá Þóru til starfa. Hún hefur öflugan alþjóðlegan bakgrunn í fjármálum og rekstri og þekkir auk þess vel til flugreksturs. Play mun vaxa hratt á næstunni og þá skiptir lykilmáli að teymið sem stýrir félaginu sé samhent og öflugt,” segir Birgir í tilkynningu.
Play Fréttir af flugi Vistaskipti Tengdar fréttir Ætla að fljúga til Alicante, Tenerife, Lundúna, Kaupmannahafnar og Parísar Forstjóri flugfélagsins Play segir flugfélagið það vel fjármagnað að það þyrfti jafnvel ekki að hefja flug næstu tvö árin. Stefnan er þó tekin á fyrsta flug í júní og áfangastaðirnir vel þekktir meðal Íslendinga. 2. maí 2021 18:25 Mest lesið „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Viðskipti innlent Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Sjá meira
Ætla að fljúga til Alicante, Tenerife, Lundúna, Kaupmannahafnar og Parísar Forstjóri flugfélagsins Play segir flugfélagið það vel fjármagnað að það þyrfti jafnvel ekki að hefja flug næstu tvö árin. Stefnan er þó tekin á fyrsta flug í júní og áfangastaðirnir vel þekktir meðal Íslendinga. 2. maí 2021 18:25