Nýr Herjólfur stórbætti nýtingu Landeyjahafnar Kristján Már Unnarsson skrifar 10. maí 2021 23:24 Nýi Herjólfur hefur aukið nýtingu Landeyjahafnar úr 57 prósentum upp í 83 prósent. Egill Aðalsteinsson Nýi Herjólfur hefur 45 prósentum oftar getað nýtt Landeyjahöfn undanfarna tvo vetur heldur en sá gamli. Tilkoma nýja skipsins á siglingaleiðinni til og frá Vestmannaeyjum hefur þannig aukið nýtingu Landeyjahafnar úr 57 prósentum upp í 83 prósent. Landeyjahöfn var tekin í notkun sumarið 2010 en hugmyndin upphaflega gerði ráð fyrir nýju skipi samtímis enda var höfnin hönnuð fyrir ferju sem risti grynnra en sú gamla. „Þessi er náttúrlega grunnristari og ræður betur við aðstæður. Við getum siglt í verri aðstæðum heldur en var á gamla skipinu,“ segir Brynjar Smári Unnarsson, skipstjóri á Herjólfi, í fréttum Stöðvar 2. Brynjar Smári Unnarsson, skipstjóri á Herjólfi.Egill Aðalsteinsson Hrunið frestaði smíði nýrrar ferju og í níu ár liðu samgöngur við Vestmannaeyjar fyrir að hafa ekki skip sem hentaði höfninni. „Ég hugsa að þetta hafi verið Þorlákshöfn hálft árið, eins og þetta var með gamla skipið. En núna eru þetta kannski fimmtíu dagar á ári,“ segir skipstjórinn. Tölurnar sem Vegagerðin hefur tekið saman að ósk fréttastofu sýna að gamli Herjólfur fór 57 prósent daga í Landeyjahöfn. Nýi Herjólfur hefur á hinn bóginn hækkað þetta hlutfall upp í 83 prósent frá því hann var tekinn í notkun sumarið 2019. Nýi Herjólfur siglir inn í Landeyjahöfn.Egill Aðalsteinsson Þannig hefur nýting Landeyjahafnar aukist verulega með tilkomu nýju ferjunnar eða um 45 prósent. Þótt Brynjar skipstjóri segi að enn megi bæta höfnina segir hann Eyjamenn káta með nýja skipið. „Ég held að langflestir séu rosalega ánægðir með þetta. Þetta er himinn og haf miðað við það sem var.“ Og það þykir bæði þægilegra og umhverfisvænna. „Og þetta er gott sjóskip. Ég held að allir séu sammála um það.“ -Það heyrist eiginlega ekkert í því? „Það heyrist ekki neitt. Þetta er rafmagns.“ Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá beina útsendingu frá vígsludegi Landeyjahafnar þann 20. júlí árið 2010: Í þættinum Ísland í dag var rætt við forystumenn Rangárþings eystra um höfnina: Vestmannaeyjar Herjólfur Landeyjahöfn Samgöngur Vegagerð Tengdar fréttir Sjáðu nýja Herjólf sigla inn í Landeyjahöfn Nýr Herjólfur hélt í jómfrúarsiglinguna á milli lands og Vestmannaeyja í gærkvöldi. 26. júlí 2019 14:30 Verður betra sjóskip sem bætir þjónustu við Vestmannaeyjar Vestmannaeyjabær hefur tekið upp viðræður við nýjan samgönguráðherra um þá hugmynd að bærinn annist rekstur Vestmannaeyjaferju. Jafnframt vilja Eyjamenn að ríkið haldi gamla Herjólfi sem varaferju. 5. febrúar 2018 20:45 Bíðum eins og börn á jólum eftir nýjum Herjólfi Ferðamálasamtök Vestmannaeyja telja mikilvægt að nýr Herjólfur verði afhentur um mánaðamótin vegna fjölgunar erlendra ferðamanna á þessum árstíma. Talsmaður samtakanna segir þó mikilvægast að geta tekið Landeyjahöfn í notkun sem fyrst. 24. mars 2019 12:15 Vilja göng milli lands og Eyja Fjórir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að Alþingi feli samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að skipa starfshóp sem kanni fýsileika á gerð ganga á milli Heimaeyjar og Kross í Landeyjum. 26. september 2017 21:19 Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira
Landeyjahöfn var tekin í notkun sumarið 2010 en hugmyndin upphaflega gerði ráð fyrir nýju skipi samtímis enda var höfnin hönnuð fyrir ferju sem risti grynnra en sú gamla. „Þessi er náttúrlega grunnristari og ræður betur við aðstæður. Við getum siglt í verri aðstæðum heldur en var á gamla skipinu,“ segir Brynjar Smári Unnarsson, skipstjóri á Herjólfi, í fréttum Stöðvar 2. Brynjar Smári Unnarsson, skipstjóri á Herjólfi.Egill Aðalsteinsson Hrunið frestaði smíði nýrrar ferju og í níu ár liðu samgöngur við Vestmannaeyjar fyrir að hafa ekki skip sem hentaði höfninni. „Ég hugsa að þetta hafi verið Þorlákshöfn hálft árið, eins og þetta var með gamla skipið. En núna eru þetta kannski fimmtíu dagar á ári,“ segir skipstjórinn. Tölurnar sem Vegagerðin hefur tekið saman að ósk fréttastofu sýna að gamli Herjólfur fór 57 prósent daga í Landeyjahöfn. Nýi Herjólfur hefur á hinn bóginn hækkað þetta hlutfall upp í 83 prósent frá því hann var tekinn í notkun sumarið 2019. Nýi Herjólfur siglir inn í Landeyjahöfn.Egill Aðalsteinsson Þannig hefur nýting Landeyjahafnar aukist verulega með tilkomu nýju ferjunnar eða um 45 prósent. Þótt Brynjar skipstjóri segi að enn megi bæta höfnina segir hann Eyjamenn káta með nýja skipið. „Ég held að langflestir séu rosalega ánægðir með þetta. Þetta er himinn og haf miðað við það sem var.“ Og það þykir bæði þægilegra og umhverfisvænna. „Og þetta er gott sjóskip. Ég held að allir séu sammála um það.“ -Það heyrist eiginlega ekkert í því? „Það heyrist ekki neitt. Þetta er rafmagns.“ Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá beina útsendingu frá vígsludegi Landeyjahafnar þann 20. júlí árið 2010: Í þættinum Ísland í dag var rætt við forystumenn Rangárþings eystra um höfnina:
Vestmannaeyjar Herjólfur Landeyjahöfn Samgöngur Vegagerð Tengdar fréttir Sjáðu nýja Herjólf sigla inn í Landeyjahöfn Nýr Herjólfur hélt í jómfrúarsiglinguna á milli lands og Vestmannaeyja í gærkvöldi. 26. júlí 2019 14:30 Verður betra sjóskip sem bætir þjónustu við Vestmannaeyjar Vestmannaeyjabær hefur tekið upp viðræður við nýjan samgönguráðherra um þá hugmynd að bærinn annist rekstur Vestmannaeyjaferju. Jafnframt vilja Eyjamenn að ríkið haldi gamla Herjólfi sem varaferju. 5. febrúar 2018 20:45 Bíðum eins og börn á jólum eftir nýjum Herjólfi Ferðamálasamtök Vestmannaeyja telja mikilvægt að nýr Herjólfur verði afhentur um mánaðamótin vegna fjölgunar erlendra ferðamanna á þessum árstíma. Talsmaður samtakanna segir þó mikilvægast að geta tekið Landeyjahöfn í notkun sem fyrst. 24. mars 2019 12:15 Vilja göng milli lands og Eyja Fjórir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að Alþingi feli samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að skipa starfshóp sem kanni fýsileika á gerð ganga á milli Heimaeyjar og Kross í Landeyjum. 26. september 2017 21:19 Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira
Sjáðu nýja Herjólf sigla inn í Landeyjahöfn Nýr Herjólfur hélt í jómfrúarsiglinguna á milli lands og Vestmannaeyja í gærkvöldi. 26. júlí 2019 14:30
Verður betra sjóskip sem bætir þjónustu við Vestmannaeyjar Vestmannaeyjabær hefur tekið upp viðræður við nýjan samgönguráðherra um þá hugmynd að bærinn annist rekstur Vestmannaeyjaferju. Jafnframt vilja Eyjamenn að ríkið haldi gamla Herjólfi sem varaferju. 5. febrúar 2018 20:45
Bíðum eins og börn á jólum eftir nýjum Herjólfi Ferðamálasamtök Vestmannaeyja telja mikilvægt að nýr Herjólfur verði afhentur um mánaðamótin vegna fjölgunar erlendra ferðamanna á þessum árstíma. Talsmaður samtakanna segir þó mikilvægast að geta tekið Landeyjahöfn í notkun sem fyrst. 24. mars 2019 12:15
Vilja göng milli lands og Eyja Fjórir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að Alþingi feli samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að skipa starfshóp sem kanni fýsileika á gerð ganga á milli Heimaeyjar og Kross í Landeyjum. 26. september 2017 21:19