Skoða hvort myndbirtingar á OnlyFans séu klámframleiðsla Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. maí 2021 06:50 Lögreglan glímir nú við spurninguna: Hvað er klám? Og á að refsa fyrir það? Kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og ákærusvið lögreglunnar munu funda um það á næstu dögum hvernig lögregla hyggst snúa sér í málum er varða Íslendinga sem selja aðgang að erótísku efni á OnlyFans. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag. Líkt og fram hefur komið á Vísi og í fleiri fjölmiðlum undanfarna daga og vikur virðist sá hópur Íslendinga fara stækkandi sem hefur tekjur af því að selja erótískar myndir og/eða myndskeið á síðunni. Fréttablaðið hefur eftir Ævari Pálma Pálmasyni, yfirmanns kynferðisbrotadeildar, að verið sé að taka stöðuna á málinu en eitt af því sem sé til skoðunar sé hvort um sé að ræða klám. Í 210. grein almennra hegningarlaga segir: Ef klám birtist á prenti, skal sá, sem ábyrgð ber á birtingu þess eftir prentlögum, sæta sektum eða fangelsi allt að 6 mánuðum. Sömu refsingu varðar það að búa til eða flytja inn í útbreiðsluskyni, selja, útbýta eða dreifa á annan hátt út klámritum, klámmyndum eða öðrum slíkum hlutum, eða hafa þá opinberlega til sýnis, svo og að efna til opinbers fyrirlestrar, eða leiks, sem er ósiðlegur á sama hátt. [Þegar slíkt efni sýnir börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt getur refsing þó orðið fangelsi allt að 2 árum]. Það varðar ennfremur sömu refsingu, að láta af hendi við unglinga, yngri en 18 ára, klámrit, klámmyndir eða aðra slíka hluti. „Okkar forgangsröðun í kynferðisbrotadeildinni er á nauðganir, brot gegn börnum og önnur kynferðisbrot þar sem verið er að brjóta á einhverjum. Það er ekki þar með sagt að ef það er verið að fremja eitthvað sem við teljum smávægileg brot beint fyrir framan nefið á okkur þá förum við ekki í þau,“ hefur Fréttablaðið eftir Ævari. Þá segir Hulda Elsa Björgvinsdóttir, yfirmaður ákærusviðs, að efnið á OnlyFans virðist falla undir fyrrnefnt ákvæði um bann við sölu á klámi. Spurð að því hvort hægt væri að gera tekjurnar af viðkomandi starfsemi upptækar, sagði hún að skoða þyrfti hvert dæmi fyrir sig. Þess ber að geta að klámblöð eða „erótísk tímarit“ hafa löngum verið og eru enn í sölu í verslunum á Íslandi. Þannig fór Vísir á stúfana í morgunsárið og stóð til boða að kaupa að minnsta kosti sex slík á heimasíðu Pennans Eymundsson. Þar má meðal annars finna titla á borð við Cheri, Best of Beaverhunt og Hustler en um síðastnefnda segir bókstaflega á vefsíðunni: „Hustler tímaritið sem stofnað var af Larry Flint er vinsælasta klámblað heims.“ Með tölublaðinu af Best of Beaverhunt sem er til sýnis á síðunni fylgdu með tvær „hardcore XXX“ kvikmyndir í fullri lengd á dvd-disk. Lögreglumál OnlyFans Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag. Líkt og fram hefur komið á Vísi og í fleiri fjölmiðlum undanfarna daga og vikur virðist sá hópur Íslendinga fara stækkandi sem hefur tekjur af því að selja erótískar myndir og/eða myndskeið á síðunni. Fréttablaðið hefur eftir Ævari Pálma Pálmasyni, yfirmanns kynferðisbrotadeildar, að verið sé að taka stöðuna á málinu en eitt af því sem sé til skoðunar sé hvort um sé að ræða klám. Í 210. grein almennra hegningarlaga segir: Ef klám birtist á prenti, skal sá, sem ábyrgð ber á birtingu þess eftir prentlögum, sæta sektum eða fangelsi allt að 6 mánuðum. Sömu refsingu varðar það að búa til eða flytja inn í útbreiðsluskyni, selja, útbýta eða dreifa á annan hátt út klámritum, klámmyndum eða öðrum slíkum hlutum, eða hafa þá opinberlega til sýnis, svo og að efna til opinbers fyrirlestrar, eða leiks, sem er ósiðlegur á sama hátt. [Þegar slíkt efni sýnir börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt getur refsing þó orðið fangelsi allt að 2 árum]. Það varðar ennfremur sömu refsingu, að láta af hendi við unglinga, yngri en 18 ára, klámrit, klámmyndir eða aðra slíka hluti. „Okkar forgangsröðun í kynferðisbrotadeildinni er á nauðganir, brot gegn börnum og önnur kynferðisbrot þar sem verið er að brjóta á einhverjum. Það er ekki þar með sagt að ef það er verið að fremja eitthvað sem við teljum smávægileg brot beint fyrir framan nefið á okkur þá förum við ekki í þau,“ hefur Fréttablaðið eftir Ævari. Þá segir Hulda Elsa Björgvinsdóttir, yfirmaður ákærusviðs, að efnið á OnlyFans virðist falla undir fyrrnefnt ákvæði um bann við sölu á klámi. Spurð að því hvort hægt væri að gera tekjurnar af viðkomandi starfsemi upptækar, sagði hún að skoða þyrfti hvert dæmi fyrir sig. Þess ber að geta að klámblöð eða „erótísk tímarit“ hafa löngum verið og eru enn í sölu í verslunum á Íslandi. Þannig fór Vísir á stúfana í morgunsárið og stóð til boða að kaupa að minnsta kosti sex slík á heimasíðu Pennans Eymundsson. Þar má meðal annars finna titla á borð við Cheri, Best of Beaverhunt og Hustler en um síðastnefnda segir bókstaflega á vefsíðunni: „Hustler tímaritið sem stofnað var af Larry Flint er vinsælasta klámblað heims.“ Með tölublaðinu af Best of Beaverhunt sem er til sýnis á síðunni fylgdu með tvær „hardcore XXX“ kvikmyndir í fullri lengd á dvd-disk.
Lögreglumál OnlyFans Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira