Dalvíkingar stoltir af því að geta boðið upp á leik í efstu deild á „besta velli landsins“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. maí 2021 10:01 Úr leik á Dalvíkurvelli í blíðskaparveðri. mynd/jóhann már kristinsson Í fyrsta sinn í 24 ár fer fram leikur í efstu deild karla á Dalvík þegar KA tekur á móti nýliðum Leiknis R. í dag. „Af því við erum með besta völlinn,“ svaraði Kristinn Björnsson, framkvæmdastjóri Dalvíkur, hlæjandi er hann var spurður af hverju leikurinn í dag færi fram á Dalvíkurvelli. Svarið er gott en er þó aðeins flóknara en svo. Heimavöllur KA, Greifavöllurinn, er ekki tilbúinn og KA-menn leituðu því á náðir Dalvíkinga. „Þeir höfðu bara samband við okkur. Þeir hafa áður æft og leitað til okkar. Það lá beinast við fyrir þá að færa leikinn til Dalvíkur,“ sagði Kristinn. Dalvíkurvöllur í öllu sínu veldi.mynd/jóhann már kristinsson Nýr gervigrasvöllur var tekinn í notkun á Dalvík síðsumars 2019. „Þetta er nýjasta nýtt. Þetta er nákvæmlega eins völlur og hjá Fylki og Víkingi R. Upphitaður gervigrasvöllur í fullri stærð með innbyggðu vökvunarkerfi,“ sagði Kristinn. Fótboltatengd ferðaþjónusta Dalvíkingar sáu sóknarfæri í kórónuveirufaraldrinum og buðu liðum til sín í æfingaferðir þegar ekki var hægt að ferðast erlendis. „Við sáum okkur leik á borði þegar covid byrjaði. Þá sýndu lið áhuga á að fara í æfingaferðir innanlands. Í fyrra fengum við nokkur lið og núna áttum við að fá fimm eða sex lið en þá kom enn ein bylgjan og hún stöðvaði það. Við fengum bara eitt lið til okkar fyrir tveimur vikum,“ sagði Kristinn. Íþróttasvæðið á Dalvík.mynd/jóhann már kristinsson „Við vorum búnir að gera pakka fyrir liðin, með mat, gistingu, líkamsræktaraðstöðu, sund, völlinn og allt á sama blettinum. Við sjáum enn tækifæri í þessu á næstu árum og jafnvel að færa þetta niður í yngri flokka.“ Kristinn segir ekki ljóst hvort fleiri leikir KA fari fram á Dalvíkurvelli. KA-menn eru allavega ánægðir með völlinn og þjálfari liðsins, Arnar Grétarsson, lét hafa eftir sér að hann vildi spila alla leiki þar. Umdeild framkvæmd „Þeir taka þetta dag frá degi en vilja spila hérna. Okkur finnst hrikalega gaman að fá svona verkefni til okkar og lítum á þetta sem viðurkenningu fyrir svæðið,“ sagði Kristinn og bætti við að sú stóra framkvæmd að reisa nýjan völl sé að borga sig. „Þetta var lengi í bígerð, fór inn og út af borði hjá bæjarstjórn. Það voru smá átök og ekki endilega sátt um þetta enda risaframkvæmd í litlu bæjarfélagi. En þetta er mikil viðurkenning og völlurinn hefur verið gríðarlega mikið notaður.“ Leikur KA og Leiknis hefst klukkan 17:30. Áskrifendur Stöðvar 2 Sports geta fylgst með honum í beinni útsendingu í gegnum vefsjónvarp á stod2.is. Pepsi Max-deild karla KA Dalvíkurbyggð Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Suðurnesjaslagur í umspili Íslenski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Suðurnesjaslagur í umspili Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Sjá meira
„Af því við erum með besta völlinn,“ svaraði Kristinn Björnsson, framkvæmdastjóri Dalvíkur, hlæjandi er hann var spurður af hverju leikurinn í dag færi fram á Dalvíkurvelli. Svarið er gott en er þó aðeins flóknara en svo. Heimavöllur KA, Greifavöllurinn, er ekki tilbúinn og KA-menn leituðu því á náðir Dalvíkinga. „Þeir höfðu bara samband við okkur. Þeir hafa áður æft og leitað til okkar. Það lá beinast við fyrir þá að færa leikinn til Dalvíkur,“ sagði Kristinn. Dalvíkurvöllur í öllu sínu veldi.mynd/jóhann már kristinsson Nýr gervigrasvöllur var tekinn í notkun á Dalvík síðsumars 2019. „Þetta er nýjasta nýtt. Þetta er nákvæmlega eins völlur og hjá Fylki og Víkingi R. Upphitaður gervigrasvöllur í fullri stærð með innbyggðu vökvunarkerfi,“ sagði Kristinn. Fótboltatengd ferðaþjónusta Dalvíkingar sáu sóknarfæri í kórónuveirufaraldrinum og buðu liðum til sín í æfingaferðir þegar ekki var hægt að ferðast erlendis. „Við sáum okkur leik á borði þegar covid byrjaði. Þá sýndu lið áhuga á að fara í æfingaferðir innanlands. Í fyrra fengum við nokkur lið og núna áttum við að fá fimm eða sex lið en þá kom enn ein bylgjan og hún stöðvaði það. Við fengum bara eitt lið til okkar fyrir tveimur vikum,“ sagði Kristinn. Íþróttasvæðið á Dalvík.mynd/jóhann már kristinsson „Við vorum búnir að gera pakka fyrir liðin, með mat, gistingu, líkamsræktaraðstöðu, sund, völlinn og allt á sama blettinum. Við sjáum enn tækifæri í þessu á næstu árum og jafnvel að færa þetta niður í yngri flokka.“ Kristinn segir ekki ljóst hvort fleiri leikir KA fari fram á Dalvíkurvelli. KA-menn eru allavega ánægðir með völlinn og þjálfari liðsins, Arnar Grétarsson, lét hafa eftir sér að hann vildi spila alla leiki þar. Umdeild framkvæmd „Þeir taka þetta dag frá degi en vilja spila hérna. Okkur finnst hrikalega gaman að fá svona verkefni til okkar og lítum á þetta sem viðurkenningu fyrir svæðið,“ sagði Kristinn og bætti við að sú stóra framkvæmd að reisa nýjan völl sé að borga sig. „Þetta var lengi í bígerð, fór inn og út af borði hjá bæjarstjórn. Það voru smá átök og ekki endilega sátt um þetta enda risaframkvæmd í litlu bæjarfélagi. En þetta er mikil viðurkenning og völlurinn hefur verið gríðarlega mikið notaður.“ Leikur KA og Leiknis hefst klukkan 17:30. Áskrifendur Stöðvar 2 Sports geta fylgst með honum í beinni útsendingu í gegnum vefsjónvarp á stod2.is.
Pepsi Max-deild karla KA Dalvíkurbyggð Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Suðurnesjaslagur í umspili Íslenski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Suðurnesjaslagur í umspili Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Sjá meira