Sinubruni á Laugarnesi Vésteinn Örn Pétursson og Eiður Þór Árnason skrifa 11. maí 2021 19:26 Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir vegna hættu á gróðureldum. Vísir/Vésteinn Slökkvilið hefur verið kallað út vegna sinubruna á Laugarnesi í Reykjavík. Ekki er um að ræða mikinn eld og vinnur slökkvilið nú að því að stýra eldinum að veginum að sögn aðstoðarvarðstjóra. Talið er að eldurinn logi á um það bil eins hektara svæði milli Kleppsvegar og Héðinsgötu. Tilkynnt var um eldinn klukkan 19:15 en óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir vegna hættu á gróðureldum í ljósi þurrka. Uppfært klukkan 19:53: Slökkviliðið er langt komið með að slökkva eldinn. „Hér er allt með kyrrum kjörum. Við náðum að loka þessu í sitthvorn endann og stýrðum þessu yfir að veginum og þá var allt í góðu,“ sagði Finnur Hilmarsson, varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í samtali við Vísi um klukkan átta. Mikið hefur verið um gróðurelda undanfarna daga vegna þurrka. Lögregla og slökkvilið hafa víða aukið viðbúnað sinn og eftirlit vegna þessa. Óvissustig almannavarna er nú í gildi á svæði sem nær allt frá Eyjafjöllum í austri og vestur að Breiðafirði. Fyrr í dag loguðu gróðureldar í Grímsnesi, á Vatnsleysuströnd og við Hvaleyrarvatn. „Því miður er þetta að gerast núna í þessari þurrkatíð og við hvetjum fólk til að fara varlega og gæta að sér,“ segir Finnur. Það er þá einna helst að vera ekki með eld, sígarettur og annað úti í náttúrunni þar sem gras og gróður er þurr. Fréttin hefur verið uppfærð. Vísir/Vésteinn Vísir/Vésteinn Vísir/Atli Vísir/Atli Reykurinn sást vel frá fréttastofunni á Suðurlandsbraut.Vísir/Vésteinn Slökkvilið Reykjavík Gróðureldar á Íslandi Tengdar fréttir Reglulegar eftirlitsferðir vegna eldhættu víða um land Lögregla og slökkvilið á þeim svæðum þar sem almannavarnastigi vegna hættu á gróðureldum hefur verið lýst yfir hafa aukið viðbúnað sinn og eftirlit vegna þess hve hættan á gróðureldum er nú mikil. Svæðið sem um ræðir nær allt frá Eyjafjöllum í austri og vestur að Breiðafirði. 11. maí 2021 18:41 Slökkviliðið sinnir útkalli við Hvaleyrarvatn Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sinnir útkalli við Hvaleyrarvatn í Hafnarfirði þar sem logar gróðureldur. Þetta segir varðstjóri hjá slökkviliðinu í stuttu samtali við Vísi. 11. maí 2021 15:29 Gróðureldar loga á Vatnsleysuströnd Brunavarnir Suðurnesja hafa verið kallaðar út vegna gróðurelda sem loga til móts við afleggjarann að Ásláksstöðum á Vatnsleysuströnd. 11. maí 2021 14:13 Slökktu gróðureld sem kviknaði út frá slípirokk í Grímsnesi Slökkviliðsmenn af Suðurlandi náðu að slökkva fljótt í gróðureldi sem kviknaði nærri Búrfelli í Grímsnesi í dag. Hættustigi vegna gróðurelda er nú í gildi allt frá Eyjafjöllum vestur að Breiðafirði og meðferð á opnum eldi bönnuð. 11. maí 2021 12:09 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Talið er að eldurinn logi á um það bil eins hektara svæði milli Kleppsvegar og Héðinsgötu. Tilkynnt var um eldinn klukkan 19:15 en óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir vegna hættu á gróðureldum í ljósi þurrka. Uppfært klukkan 19:53: Slökkviliðið er langt komið með að slökkva eldinn. „Hér er allt með kyrrum kjörum. Við náðum að loka þessu í sitthvorn endann og stýrðum þessu yfir að veginum og þá var allt í góðu,“ sagði Finnur Hilmarsson, varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í samtali við Vísi um klukkan átta. Mikið hefur verið um gróðurelda undanfarna daga vegna þurrka. Lögregla og slökkvilið hafa víða aukið viðbúnað sinn og eftirlit vegna þessa. Óvissustig almannavarna er nú í gildi á svæði sem nær allt frá Eyjafjöllum í austri og vestur að Breiðafirði. Fyrr í dag loguðu gróðureldar í Grímsnesi, á Vatnsleysuströnd og við Hvaleyrarvatn. „Því miður er þetta að gerast núna í þessari þurrkatíð og við hvetjum fólk til að fara varlega og gæta að sér,“ segir Finnur. Það er þá einna helst að vera ekki með eld, sígarettur og annað úti í náttúrunni þar sem gras og gróður er þurr. Fréttin hefur verið uppfærð. Vísir/Vésteinn Vísir/Vésteinn Vísir/Atli Vísir/Atli Reykurinn sást vel frá fréttastofunni á Suðurlandsbraut.Vísir/Vésteinn
Slökkvilið Reykjavík Gróðureldar á Íslandi Tengdar fréttir Reglulegar eftirlitsferðir vegna eldhættu víða um land Lögregla og slökkvilið á þeim svæðum þar sem almannavarnastigi vegna hættu á gróðureldum hefur verið lýst yfir hafa aukið viðbúnað sinn og eftirlit vegna þess hve hættan á gróðureldum er nú mikil. Svæðið sem um ræðir nær allt frá Eyjafjöllum í austri og vestur að Breiðafirði. 11. maí 2021 18:41 Slökkviliðið sinnir útkalli við Hvaleyrarvatn Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sinnir útkalli við Hvaleyrarvatn í Hafnarfirði þar sem logar gróðureldur. Þetta segir varðstjóri hjá slökkviliðinu í stuttu samtali við Vísi. 11. maí 2021 15:29 Gróðureldar loga á Vatnsleysuströnd Brunavarnir Suðurnesja hafa verið kallaðar út vegna gróðurelda sem loga til móts við afleggjarann að Ásláksstöðum á Vatnsleysuströnd. 11. maí 2021 14:13 Slökktu gróðureld sem kviknaði út frá slípirokk í Grímsnesi Slökkviliðsmenn af Suðurlandi náðu að slökkva fljótt í gróðureldi sem kviknaði nærri Búrfelli í Grímsnesi í dag. Hættustigi vegna gróðurelda er nú í gildi allt frá Eyjafjöllum vestur að Breiðafirði og meðferð á opnum eldi bönnuð. 11. maí 2021 12:09 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Reglulegar eftirlitsferðir vegna eldhættu víða um land Lögregla og slökkvilið á þeim svæðum þar sem almannavarnastigi vegna hættu á gróðureldum hefur verið lýst yfir hafa aukið viðbúnað sinn og eftirlit vegna þess hve hættan á gróðureldum er nú mikil. Svæðið sem um ræðir nær allt frá Eyjafjöllum í austri og vestur að Breiðafirði. 11. maí 2021 18:41
Slökkviliðið sinnir útkalli við Hvaleyrarvatn Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sinnir útkalli við Hvaleyrarvatn í Hafnarfirði þar sem logar gróðureldur. Þetta segir varðstjóri hjá slökkviliðinu í stuttu samtali við Vísi. 11. maí 2021 15:29
Gróðureldar loga á Vatnsleysuströnd Brunavarnir Suðurnesja hafa verið kallaðar út vegna gróðurelda sem loga til móts við afleggjarann að Ásláksstöðum á Vatnsleysuströnd. 11. maí 2021 14:13
Slökktu gróðureld sem kviknaði út frá slípirokk í Grímsnesi Slökkviliðsmenn af Suðurlandi náðu að slökkva fljótt í gróðureldi sem kviknaði nærri Búrfelli í Grímsnesi í dag. Hættustigi vegna gróðurelda er nú í gildi allt frá Eyjafjöllum vestur að Breiðafirði og meðferð á opnum eldi bönnuð. 11. maí 2021 12:09