Sóknarnefnd Hallgrímskirkju styður prest og framkvæmdastjórn í máli Harðar tónlistarstjóra Jakob Bjarnar skrifar 14. maí 2021 14:42 Einar Karl Haraldsson er formaður sóknarnefndar. Hann nýtur fulls stuðnings sóknarnefndar þó samningar við Hörð Áskelsson tónlistarstjóra kirkjunnar hafi siglt í strand. Sóknarnefndin segist hafa fylgst með samningagerð við Hörð Áskelsson tónlistarstjóra og lýsir nú yfir fullum stuðningi við formann, framkvæmdanefnd, framkvæmdastjóra og presta varðandi það hvernig þau hafa haldið á málum. Þetta kemur fram í ályktun sem send var út eftir fund sóknarnefndar Hallgrímssóknar þriðjudaginn 11. maí 2021 og var samhljóða samþykkt eftir fund. Sóknarnefndin harmar að Hörður Áskelsson, organisti kirkjunnar, skuli hafa óskað eftir starfslokasamningi í stað þess að gera heiðurslaunasamning við kirkjuna sem honum stóð til boða.“ Ólga í Hallgrímskirkju Vísir hefur fjallað um þá ólgu sem er innan kirkjunnar vegna brotthvarfs Harðar en víst er að mörgum tónelskum og kirkjuræknum er brugðið vegna þess hvernig mál hafa þróast. Og hafa kórfélagar í Mótettukórnum verið ómyrkir í máli og fordæmt það að ferli Harðar sé nú lokið; en með honum fer kórinn úr kirkjunni. Ekki hefur komið fram nákvæmlega hverjar kröfur Harðar voru en þó liggur fyrir að hann hefur ekki talið heiðurslaunasamninginn ásættanlegan en sá samningur hefði falið í sér „starfsaðstöðu og fjármuni fyrir Hörð til þess að vinna með kórum í Hallgrímskirkju að þremur stórverkefnum auk annarra viðfangsefna næstu tvö ár,“ eins og segir í ályktuninni. Björn Steinar organisti tekur við Hörður kveður Hallgrímskirkju frá og með 1. júní næstkomandi ásamt Mótettukórnum, sem hefur kennt sig við Hallgrímskirkju sem og Schola cantorum. Í ályktuninni er Herði þökkuð áratuga störf sem hafa auðgað tónlistarlíf kirkju og þjóðar og skilað mikilvægum tónlistararfi, eins og segir: „Félögum í kórunum tveimur er þakkaður fagur söngur í helgihaldinu, á tónleikum og þátttaka í lífi kirkjunnar.“ Þá kemur fram að sóknarnefnd samþykki að Björn Steinar Sólbergsson organisti leiði tónlistarstarf í Hallgrímskirkju. Björn Steinar er heimamaður í Hallgrímskirkju, eftirsóttur konsertorganisti hér heima og erlendis og skólastjóri Tónskóla þjóðkirkjunnar.“ Hallgrímskirkja Þjóðkirkjan Tónlist Tengdar fréttir Guðspjallið spilaði ... Johann Sebastian Bach hefur stundum verið nefndur fimmti guðspjallamaðurinn. Slíkar tilfinningar vakna með hlustanda í kirkju þegar tónlist hans flæðir þar um hvelfingar, mótettur hans, óratoríur, tokkötur og fúgur. 7. maí 2021 09:49 Tónskáld óttast „menningarslys“ í Hallgrímskirkju Yfirstjórnendur Þjóðkirkjunnar eru hvattir til þess að grípa í taumana og forða „skelfilegu menningarslysi“ í tónlistarmálum Hallgrímskirkju í ályktun sem aðalfundur Tónskáldafélags Íslands samþykkti í gær. Deilur hafa geisað á milli sóknarnefndar Hallgrímskirkju og tónlistarstjóra hennar. 13. maí 2021 10:29 „Okkur er einfaldlega hent út með skít og skömm“ Mikil reiði ríkir meðal kórfélaga og velunnara Mótettukórsins vegna þess hvernig mál hafa þróast í Hallgrímskirkju sem endaði með starfslokum Harðar Áskelssonar tónlistarstjóra kirkjunnar til fjörutíu ára. 5. maí 2021 13:55 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Sjá meira
Þetta kemur fram í ályktun sem send var út eftir fund sóknarnefndar Hallgrímssóknar þriðjudaginn 11. maí 2021 og var samhljóða samþykkt eftir fund. Sóknarnefndin harmar að Hörður Áskelsson, organisti kirkjunnar, skuli hafa óskað eftir starfslokasamningi í stað þess að gera heiðurslaunasamning við kirkjuna sem honum stóð til boða.“ Ólga í Hallgrímskirkju Vísir hefur fjallað um þá ólgu sem er innan kirkjunnar vegna brotthvarfs Harðar en víst er að mörgum tónelskum og kirkjuræknum er brugðið vegna þess hvernig mál hafa þróast. Og hafa kórfélagar í Mótettukórnum verið ómyrkir í máli og fordæmt það að ferli Harðar sé nú lokið; en með honum fer kórinn úr kirkjunni. Ekki hefur komið fram nákvæmlega hverjar kröfur Harðar voru en þó liggur fyrir að hann hefur ekki talið heiðurslaunasamninginn ásættanlegan en sá samningur hefði falið í sér „starfsaðstöðu og fjármuni fyrir Hörð til þess að vinna með kórum í Hallgrímskirkju að þremur stórverkefnum auk annarra viðfangsefna næstu tvö ár,“ eins og segir í ályktuninni. Björn Steinar organisti tekur við Hörður kveður Hallgrímskirkju frá og með 1. júní næstkomandi ásamt Mótettukórnum, sem hefur kennt sig við Hallgrímskirkju sem og Schola cantorum. Í ályktuninni er Herði þökkuð áratuga störf sem hafa auðgað tónlistarlíf kirkju og þjóðar og skilað mikilvægum tónlistararfi, eins og segir: „Félögum í kórunum tveimur er þakkaður fagur söngur í helgihaldinu, á tónleikum og þátttaka í lífi kirkjunnar.“ Þá kemur fram að sóknarnefnd samþykki að Björn Steinar Sólbergsson organisti leiði tónlistarstarf í Hallgrímskirkju. Björn Steinar er heimamaður í Hallgrímskirkju, eftirsóttur konsertorganisti hér heima og erlendis og skólastjóri Tónskóla þjóðkirkjunnar.“
Hallgrímskirkja Þjóðkirkjan Tónlist Tengdar fréttir Guðspjallið spilaði ... Johann Sebastian Bach hefur stundum verið nefndur fimmti guðspjallamaðurinn. Slíkar tilfinningar vakna með hlustanda í kirkju þegar tónlist hans flæðir þar um hvelfingar, mótettur hans, óratoríur, tokkötur og fúgur. 7. maí 2021 09:49 Tónskáld óttast „menningarslys“ í Hallgrímskirkju Yfirstjórnendur Þjóðkirkjunnar eru hvattir til þess að grípa í taumana og forða „skelfilegu menningarslysi“ í tónlistarmálum Hallgrímskirkju í ályktun sem aðalfundur Tónskáldafélags Íslands samþykkti í gær. Deilur hafa geisað á milli sóknarnefndar Hallgrímskirkju og tónlistarstjóra hennar. 13. maí 2021 10:29 „Okkur er einfaldlega hent út með skít og skömm“ Mikil reiði ríkir meðal kórfélaga og velunnara Mótettukórsins vegna þess hvernig mál hafa þróast í Hallgrímskirkju sem endaði með starfslokum Harðar Áskelssonar tónlistarstjóra kirkjunnar til fjörutíu ára. 5. maí 2021 13:55 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Sjá meira
Guðspjallið spilaði ... Johann Sebastian Bach hefur stundum verið nefndur fimmti guðspjallamaðurinn. Slíkar tilfinningar vakna með hlustanda í kirkju þegar tónlist hans flæðir þar um hvelfingar, mótettur hans, óratoríur, tokkötur og fúgur. 7. maí 2021 09:49
Tónskáld óttast „menningarslys“ í Hallgrímskirkju Yfirstjórnendur Þjóðkirkjunnar eru hvattir til þess að grípa í taumana og forða „skelfilegu menningarslysi“ í tónlistarmálum Hallgrímskirkju í ályktun sem aðalfundur Tónskáldafélags Íslands samþykkti í gær. Deilur hafa geisað á milli sóknarnefndar Hallgrímskirkju og tónlistarstjóra hennar. 13. maí 2021 10:29
„Okkur er einfaldlega hent út með skít og skömm“ Mikil reiði ríkir meðal kórfélaga og velunnara Mótettukórsins vegna þess hvernig mál hafa þróast í Hallgrímskirkju sem endaði með starfslokum Harðar Áskelssonar tónlistarstjóra kirkjunnar til fjörutíu ára. 5. maí 2021 13:55