Dominykas Milka: Ég held að það hjálpi deildinni að það eru alltaf fleiri útlendingar að bætast við Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 15. maí 2021 09:02 Dominykas Milka hefur verið einn besti leikmaður deildarmeistaranna í vetur. Keflavík og Tindastóll mætast í fyrstu viðureign liðanna í átta liða úrslitum Domino's deildar karla í kvöld. Dominykas Milka hefur verið einn besti leikmaður Keflvíkinga í vetur og hann fékk heimsókn í vinnuna þar sem hann sér um kostnaðarstýringu á Marriott hótelinu í Keflavík. „Ég er fjármálafræðingur og ég sé um kostnaðarstýringu á hótelinu,“ sagði Milka þegar Gaupi kíkti á hann. „Eitt það fyrsta sem ég gerði hérna var kostnaðarstýring fyrir nýjan matseðil sem við byrjum með næsta föstudag.“ „Ég fæ að vinna við það sem ég lærði, þetta er í rauninni kostnaðarbókhald. Þetta er áskorun, en þetta er eitthvað sem ég vil verða betri í og læra betur. Fólkið hér á Marriott hefur tekið mjög vel á móti mér og er tilbúið að hjálpa mér ein mikið og það getur.“ Milka segir að vinnan sé ekki að þvælast fyrir körfuboltanum og hann geti fengið að losna fyrr ef það er leikur seinna um kvöldið. „Ég vinn alla daga frá átta til fjögur, en suma daga hætti ég aðeins fyrr ef það er leikur um kvöldið. Við spiluðum til dæmis leik á móti ÍR um daginn sem var klukkan 18:15 í Reykjavík og þá þurfti ég að fara fyrr. Fólkið hérna á hótelinu styður mig algjörlega í þessu og þau vilja auðvitað sjá mig og liðið í heild standa sig vel.“ Klippa: Dominykas Milka Keflvíkingar tryggðu sér á dögunum deildarmeistaratitilinn og ætla sér stóra hluti í úrslitakeppninni. Milka segir þó að þeir einblíni bara á einn leik í einu. „Við hugsum bara um 40 mínútur í einu, bara einn leik í einu. Við vitum að þetta verður erfitt, en ef við förum að pæla of mikið í úrslitunum eða hverjum við gætum mætt þá getur farið illa. Við verðum að bera virðingu fyrir öllum liðunum og gera okkar besta í öllum leikjum.“ Milka segir að þeirra helstu andstæðingar í úrslitakeppninni séu þeir sjálfir. „Þeir leikir sem við töpum verður ekki af því að andstæðingurinn er að gera eitthvað ótrúlega vel, heldur af því að við erum að gera eitthvað illa og ekki að spila okkar leik.“ „Við berum virðingu fyrir öllum liðunum í keppninni og vitum að öll liðin geta unnið okkur. Svo lengi sem við spilum okkar leik og náum góði flæði á boltann þá trúi ég því að við getum unnið.“ Eins og áður segir eru Keflvíkingar deildarmeistarar, og Milka telur liðsheildina vega þyngst í velgengni liðsins. „Ég held að það sé liðsheildin. Okkur líkar vel við hvern annan, þetta er annað árið okkar saman og þjálfararnir hafa staðið sig vel í að undirbúa okkur undir leikina.“ Milka segir einnig að Domino's deildin verði sterkari með hverju árinu. „Það er mun meiri samkeppni í ár en í fyrra og deildin er jafnari. Alveg fram á seinustu umferð voru þrjú eða fjögur lið sem áttu möguleika á úrslitakeppni og þrjú eða fjögur lið sem gátu fallið. Ég held að það hjálpi deildinni að það eru alltaf fleiri útlendingar að bætast við, og fleiri Litháar. Það eru núna fjórir eða fimm Litháar í deildinni,“ sagði Milka léttur. „Hér áður fyrr voru takmörk og það mátti bara hafa einn útlending í hverju liði. Það var kannski gott fyrir einhverja innlenda leikmenn, en ég held að það hafi ekki verið gott fyrir deildina í heild. Ég held að erlendu leikmennirnir færi gæðin í deildinni upp á næsta plan, sem skilar sér svo líka í betri innlendum leikmönnum.“ Keflavík ÍF Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Sjá meira
„Ég er fjármálafræðingur og ég sé um kostnaðarstýringu á hótelinu,“ sagði Milka þegar Gaupi kíkti á hann. „Eitt það fyrsta sem ég gerði hérna var kostnaðarstýring fyrir nýjan matseðil sem við byrjum með næsta föstudag.“ „Ég fæ að vinna við það sem ég lærði, þetta er í rauninni kostnaðarbókhald. Þetta er áskorun, en þetta er eitthvað sem ég vil verða betri í og læra betur. Fólkið hér á Marriott hefur tekið mjög vel á móti mér og er tilbúið að hjálpa mér ein mikið og það getur.“ Milka segir að vinnan sé ekki að þvælast fyrir körfuboltanum og hann geti fengið að losna fyrr ef það er leikur seinna um kvöldið. „Ég vinn alla daga frá átta til fjögur, en suma daga hætti ég aðeins fyrr ef það er leikur um kvöldið. Við spiluðum til dæmis leik á móti ÍR um daginn sem var klukkan 18:15 í Reykjavík og þá þurfti ég að fara fyrr. Fólkið hérna á hótelinu styður mig algjörlega í þessu og þau vilja auðvitað sjá mig og liðið í heild standa sig vel.“ Klippa: Dominykas Milka Keflvíkingar tryggðu sér á dögunum deildarmeistaratitilinn og ætla sér stóra hluti í úrslitakeppninni. Milka segir þó að þeir einblíni bara á einn leik í einu. „Við hugsum bara um 40 mínútur í einu, bara einn leik í einu. Við vitum að þetta verður erfitt, en ef við förum að pæla of mikið í úrslitunum eða hverjum við gætum mætt þá getur farið illa. Við verðum að bera virðingu fyrir öllum liðunum og gera okkar besta í öllum leikjum.“ Milka segir að þeirra helstu andstæðingar í úrslitakeppninni séu þeir sjálfir. „Þeir leikir sem við töpum verður ekki af því að andstæðingurinn er að gera eitthvað ótrúlega vel, heldur af því að við erum að gera eitthvað illa og ekki að spila okkar leik.“ „Við berum virðingu fyrir öllum liðunum í keppninni og vitum að öll liðin geta unnið okkur. Svo lengi sem við spilum okkar leik og náum góði flæði á boltann þá trúi ég því að við getum unnið.“ Eins og áður segir eru Keflvíkingar deildarmeistarar, og Milka telur liðsheildina vega þyngst í velgengni liðsins. „Ég held að það sé liðsheildin. Okkur líkar vel við hvern annan, þetta er annað árið okkar saman og þjálfararnir hafa staðið sig vel í að undirbúa okkur undir leikina.“ Milka segir einnig að Domino's deildin verði sterkari með hverju árinu. „Það er mun meiri samkeppni í ár en í fyrra og deildin er jafnari. Alveg fram á seinustu umferð voru þrjú eða fjögur lið sem áttu möguleika á úrslitakeppni og þrjú eða fjögur lið sem gátu fallið. Ég held að það hjálpi deildinni að það eru alltaf fleiri útlendingar að bætast við, og fleiri Litháar. Það eru núna fjórir eða fimm Litháar í deildinni,“ sagði Milka léttur. „Hér áður fyrr voru takmörk og það mátti bara hafa einn útlending í hverju liði. Það var kannski gott fyrir einhverja innlenda leikmenn, en ég held að það hafi ekki verið gott fyrir deildina í heild. Ég held að erlendu leikmennirnir færi gæðin í deildinni upp á næsta plan, sem skilar sér svo líka í betri innlendum leikmönnum.“
Keflavík ÍF Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Sjá meira