Kona nýkomin frá útlöndum fékk hríðir á sóttkvíarhóteli Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. maí 2021 10:30 Konan dvaldi ásamt fjölskyldu sinni í sóttkví á Hótel Kletti. Hótel klettur Reiknað er með að Hótel Rauðará við Rauðarárstíg verði tekið í notkun sem nýtt sóttkvíarhótel í dag. Fimm flugvélar með farþega frá hááhættusvæðum eru væntanlegar til landsins síðdegis. Þá hefur ýmislegt gengið á á sóttkvíarhótelum landsins, að sögn umsjónarmanns; aðfaranótt laugardags fékk kona hríðir á sóttkvíarhóteli í Reykjavík. Með opnun hótel Rauðarár verða sóttkvíarhótel á fjórum stöðum í Reykjavík. Gylfi Þór Þorsteinsson umsjónarmaður sóttvarnahúsa Rauða krossins áætlar að nú í morgun séu hátt í fimm hundruð gestir á hótelunum. Von er á mörgum farþegum til landsins í dag en alls átta flugvélar eru á áætlun á Keflavíkurflugvelli. „Það eru að koma held ég einhverjar fimm vélar frá rauðum löndum og þar á meðal frá Póllandi og það er mikið af fólki sem kemur vanalega frá þessum löndum sem við þurfum að hýsa,“ segir Gylfi. „Einhverjar sýnatökur eru í dag en þetta væru líklegast einhvers staðar á bilinu fimm til sex hundruð manns sem verða hjá okkur eftir daginn, gæti teygt sig yfir sex hundruð.“ Gylfi Þór Þórsteinsson umsjónarmaður farsóttarhúsa.Vísir/vilhelm Farþegar frá Póllandi geta nú sótt um undanþágu frá dvöl á sóttkvíarhóteli. Gylfi segir að undanfarið hafi það færst í aukana að fólk sæki um undanþágu. „En undanþága er ekki veitt nema að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, við vitum ekki fyrr en vélin í raun lendir og fólk afgreitt út úr tolli hverjir koma og hverjir ekki, það þýðir það að við þurfum að vera undirbúin undir það að taka á móti fleirum en færri.“ Gylfi segir að lítið hafi verið um partístand á sóttkvíarhótelunum um helgina en ýmislegt hafi þó gengið á. Aðfaranótt laugardags fékk erlend kona, sem nýkomin var til landsins ásamt fjölskyldu sinni, hríðir á Hótel Kletti, einu sóttkvíarhótelanna. „En sem betur fer komst hún upp á fæðingardeild áður en af því varð þannig að líf eru farin að fæðast í farsóttarhúsum.“ Móður og barni heilsast vel, að sögn Gylfa, og ætti fjölskylda konunnar að losna úr sóttkví eftir sýnatöku í dag. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Sjá meira
Með opnun hótel Rauðarár verða sóttkvíarhótel á fjórum stöðum í Reykjavík. Gylfi Þór Þorsteinsson umsjónarmaður sóttvarnahúsa Rauða krossins áætlar að nú í morgun séu hátt í fimm hundruð gestir á hótelunum. Von er á mörgum farþegum til landsins í dag en alls átta flugvélar eru á áætlun á Keflavíkurflugvelli. „Það eru að koma held ég einhverjar fimm vélar frá rauðum löndum og þar á meðal frá Póllandi og það er mikið af fólki sem kemur vanalega frá þessum löndum sem við þurfum að hýsa,“ segir Gylfi. „Einhverjar sýnatökur eru í dag en þetta væru líklegast einhvers staðar á bilinu fimm til sex hundruð manns sem verða hjá okkur eftir daginn, gæti teygt sig yfir sex hundruð.“ Gylfi Þór Þórsteinsson umsjónarmaður farsóttarhúsa.Vísir/vilhelm Farþegar frá Póllandi geta nú sótt um undanþágu frá dvöl á sóttkvíarhóteli. Gylfi segir að undanfarið hafi það færst í aukana að fólk sæki um undanþágu. „En undanþága er ekki veitt nema að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, við vitum ekki fyrr en vélin í raun lendir og fólk afgreitt út úr tolli hverjir koma og hverjir ekki, það þýðir það að við þurfum að vera undirbúin undir það að taka á móti fleirum en færri.“ Gylfi segir að lítið hafi verið um partístand á sóttkvíarhótelunum um helgina en ýmislegt hafi þó gengið á. Aðfaranótt laugardags fékk erlend kona, sem nýkomin var til landsins ásamt fjölskyldu sinni, hríðir á Hótel Kletti, einu sóttkvíarhótelanna. „En sem betur fer komst hún upp á fæðingardeild áður en af því varð þannig að líf eru farin að fæðast í farsóttarhúsum.“ Móður og barni heilsast vel, að sögn Gylfa, og ætti fjölskylda konunnar að losna úr sóttkví eftir sýnatöku í dag.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Sjá meira