Að lesa landið Gunnlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar 18. maí 2021 08:01 Ég byrjaði ung að lesa ljóð því mér fannst ég lesa of lítið. Þegar ég var spurð hvað ég læsi margar bækur á ári svaraði ég iðulega í ljóðabókum – ég var svo fljót að fletta í gegnum þær. Ég las t.a.m. sjálfa Arf öreigans eftir Heiðrek Guðmundsson og sú setning sem situr sem fastast í mér er úr ljóði hans Ég minnist þess: „Þeim líður bezt, sem lítið veit og sér og lokast inni í fjallahringnum bláa.“ Nokkru síðar á lífsleiðinni las ég Guðberg Bergsson sem lýsti Vestfjörðum á svo stórfenglegan hátt: „Tilfinningalíf manns er það fjölhæft og vel gert að það getur til að mynda fundið fyrir frelsi í innilokun. [...] Þarna er einhver hreinleiki eða þær línur í landslagi og skapgerð manna sem hvergi er að finna annars staðar.“ Þótt fegurðina megi finna víða í náttúrunni eða í ljóðum skilja þeir best sem geta lesið landið. Ég skil sem dæmi Jón Helgason og brot úr ljóði hans Áfangar: Ærið er bratt við Ólafsfjörð,ógurleg klettahöllin;teygist hinn myrki múli fram,minnist við boðaföllin; Við sem lesum landið og byggjum ból okkar í fjallahringnum skiljum líka að of mikil innilokun fer illa með okkur. Frá því ljóð Jóns Helgasonar birtist fyrst á prenti árið 1948 hefur margt breyst við Ólafsfjörð. Fyrst með tilkomu Múlavegar (hins gamla) og síðar með Múlagöngum. Göngin eru barn síns tíma, einbreið og bjóða upp á erfiðleika sökum umferðarþunga að sumarlagi. Þá þjóna þau vart tilgangi á veturna þar sem nýi vegurinn um Múlann er oft ófær, ekki síst vegna snjóflóðahættu. Við í Fjallabyggð trúum því að samgöngumálin verði bætt og köllum eftir því. Fólk er vissulega misjanflega þolinmótt. Sumir nenna að bíða lengur en aðrir. Það er nefnilega ekki svo langt síðan einhverjir óprúttnir ákváðu að sprengja sprengju í Múlagöngum. Hefur það efalaust þótt hin mesta skemmtun að reyna á eldfima klæðninguna enda var síðasta áramótabrenna ekki með því móti sem hún átti að vera. Þó að sprengingin hafi ekki verið neitt spaugsmál sögðu íbúar samt sem áður í gamni: „Hugsjónamenn. Þeim hefur kannski fundist Vegagerðin ekki standa sig í breikkun ganganna og vildu hefja framkvæmdir sem fyrst.“ Við skulum ekki gleyma því að öllu gríni fylgir einhver alvara. Kæri lesandi, lífæð íslensks samfélags er tengingin. Hér er ekki einungis átt við Fjallabyggð eða malbik. Innilokun leynist víða hvort sem við erum stödd á Seyðisfirði, í innsveitum eða úti í Hrísey. Málið snýst jú um vegi í víðu samhengi en einnig um rafmagn, ljósleiðara, verslun og allt það sem okkur þykir sjálfsagt að hafa aðgengi að. Þeir sem kjósa að búa á landsbyggðinni kjósa líka öryggi. Þeir kjósa að þær undirstöður sem skapa gott og heilbrigt nútímasamfélag séu í lagi. Sé undirstaðan veik á fólk sér síður nokkra framsýn. Okkar markmið á að vera að tengja okkur saman en ekki skapa sundrung. Samgöngur eru lífsgæði og fyrsta skrefið í rétta átt er ávallt að lesa landið, línur þess og skilja þarfir fólksins. Höfundur er frambjóðandi í 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi og íbúi í Fjallabyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Fjallabyggð Samgöngur Norðausturkjördæmi Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Sjá meira
Ég byrjaði ung að lesa ljóð því mér fannst ég lesa of lítið. Þegar ég var spurð hvað ég læsi margar bækur á ári svaraði ég iðulega í ljóðabókum – ég var svo fljót að fletta í gegnum þær. Ég las t.a.m. sjálfa Arf öreigans eftir Heiðrek Guðmundsson og sú setning sem situr sem fastast í mér er úr ljóði hans Ég minnist þess: „Þeim líður bezt, sem lítið veit og sér og lokast inni í fjallahringnum bláa.“ Nokkru síðar á lífsleiðinni las ég Guðberg Bergsson sem lýsti Vestfjörðum á svo stórfenglegan hátt: „Tilfinningalíf manns er það fjölhæft og vel gert að það getur til að mynda fundið fyrir frelsi í innilokun. [...] Þarna er einhver hreinleiki eða þær línur í landslagi og skapgerð manna sem hvergi er að finna annars staðar.“ Þótt fegurðina megi finna víða í náttúrunni eða í ljóðum skilja þeir best sem geta lesið landið. Ég skil sem dæmi Jón Helgason og brot úr ljóði hans Áfangar: Ærið er bratt við Ólafsfjörð,ógurleg klettahöllin;teygist hinn myrki múli fram,minnist við boðaföllin; Við sem lesum landið og byggjum ból okkar í fjallahringnum skiljum líka að of mikil innilokun fer illa með okkur. Frá því ljóð Jóns Helgasonar birtist fyrst á prenti árið 1948 hefur margt breyst við Ólafsfjörð. Fyrst með tilkomu Múlavegar (hins gamla) og síðar með Múlagöngum. Göngin eru barn síns tíma, einbreið og bjóða upp á erfiðleika sökum umferðarþunga að sumarlagi. Þá þjóna þau vart tilgangi á veturna þar sem nýi vegurinn um Múlann er oft ófær, ekki síst vegna snjóflóðahættu. Við í Fjallabyggð trúum því að samgöngumálin verði bætt og köllum eftir því. Fólk er vissulega misjanflega þolinmótt. Sumir nenna að bíða lengur en aðrir. Það er nefnilega ekki svo langt síðan einhverjir óprúttnir ákváðu að sprengja sprengju í Múlagöngum. Hefur það efalaust þótt hin mesta skemmtun að reyna á eldfima klæðninguna enda var síðasta áramótabrenna ekki með því móti sem hún átti að vera. Þó að sprengingin hafi ekki verið neitt spaugsmál sögðu íbúar samt sem áður í gamni: „Hugsjónamenn. Þeim hefur kannski fundist Vegagerðin ekki standa sig í breikkun ganganna og vildu hefja framkvæmdir sem fyrst.“ Við skulum ekki gleyma því að öllu gríni fylgir einhver alvara. Kæri lesandi, lífæð íslensks samfélags er tengingin. Hér er ekki einungis átt við Fjallabyggð eða malbik. Innilokun leynist víða hvort sem við erum stödd á Seyðisfirði, í innsveitum eða úti í Hrísey. Málið snýst jú um vegi í víðu samhengi en einnig um rafmagn, ljósleiðara, verslun og allt það sem okkur þykir sjálfsagt að hafa aðgengi að. Þeir sem kjósa að búa á landsbyggðinni kjósa líka öryggi. Þeir kjósa að þær undirstöður sem skapa gott og heilbrigt nútímasamfélag séu í lagi. Sé undirstaðan veik á fólk sér síður nokkra framsýn. Okkar markmið á að vera að tengja okkur saman en ekki skapa sundrung. Samgöngur eru lífsgæði og fyrsta skrefið í rétta átt er ávallt að lesa landið, línur þess og skilja þarfir fólksins. Höfundur er frambjóðandi í 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi og íbúi í Fjallabyggð.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar