„Ruslakonan“ Ásta Júlía fékk mikið hrós í Domino´s Körfuboltakvöldi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. maí 2021 11:01 Ásta Júlía Grímsdóttir var frábær á móti Fjölni í gær og þurfti bara átján mínútur til að skora átján stig. Vísir/Bára Ásta Júlía Grímsdóttir átti mjög flottan leik þegar Valskonur komust í 2-0 á móti Fjölni í undanúrslitum Domino´s deildar kvenna en frammistaða hennar var tekin sérstaklega fyrir í Domino´s Körfuboltakvöldi eftir leikinn. Ásta Júlía skoraði 18 stig á 18 mínútum en hún hitti úr sjö af átta skotum sínum og tók auk þess sex fráköst. Ekki slæmt fyrir Valsliðið að fá svona frammistöðu af bekknum. „Það þurfti ekki að gíra þessa stúlku upp í neitt. Hversu geggjuð var Ásta Júlía í kvöld,“ spurði Pálína Gunnlaugsdóttir, umsjónarkona Domino´s Körfuboltakvöld og beindi spurningu sinni til Berglindar Gunnarsdóttur. „Ásta Júlía er heilt yfir búin að vera svo góð í vetur og ég er svo ótrúlega hrifin af þessum leikmanni. Hún er algjör ruslakona ef ég má segja það og hún vinnur ótrúlega vel. Hún hreyfir sig svo vel eftir hindranir,“ sagði Berglind. Ásta Júlía kom aftur í Val í vetur eftir að hafa verið við nám í Bandaríkjunum. Hún er aðeins tvítug og á því framtíðina fyrir sér. Stelpurnar fóru líka yfir það hvernig Ásta Júlía nær að opna sig svona vel með því að halda hindrunum sínum svo lengi. „Hún er ekki bara ruslakarl því hún er þolinmóð, ógeðslega dugleg og svo er hún bara klár að klára færin sín,“ sagði Pálína. „Ásta Júlía var best í kvöld en Ásta Júlía þarf ekki alltaf að vera best í Val til að Valsliðið vinni. Í næsta leik gæti það verið Haddý,“ sagði Ragna Margrét Brynjarsdóttir. „Ásta Júlía kemur inn af bekknum og er stigahæst. Það segir okkur svo mikið um breiddina í þessu liði,“ sagði Berglind. „Vopnabúrið er svo ótrúlega stórt hjá þeim. Það getur verið Helena einn leikinn og Ásta Júlía í þeim næsta eða Kiana. Þær þurfa ekki allar að eiga stórleik. Það er það sem gerir þetta lið svo geggjað,“ sagði Ragna Margrét. Hér fyrir neðan má sjá umfjöllunina um Ástu Júlíu og Valsliðið í þættinum í gær. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Ásta Júlía með frábæra innkomu Dominos-deild kvenna Körfuboltakvöld Valur Mest lesið Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Sjá meira
Ásta Júlía skoraði 18 stig á 18 mínútum en hún hitti úr sjö af átta skotum sínum og tók auk þess sex fráköst. Ekki slæmt fyrir Valsliðið að fá svona frammistöðu af bekknum. „Það þurfti ekki að gíra þessa stúlku upp í neitt. Hversu geggjuð var Ásta Júlía í kvöld,“ spurði Pálína Gunnlaugsdóttir, umsjónarkona Domino´s Körfuboltakvöld og beindi spurningu sinni til Berglindar Gunnarsdóttur. „Ásta Júlía er heilt yfir búin að vera svo góð í vetur og ég er svo ótrúlega hrifin af þessum leikmanni. Hún er algjör ruslakona ef ég má segja það og hún vinnur ótrúlega vel. Hún hreyfir sig svo vel eftir hindranir,“ sagði Berglind. Ásta Júlía kom aftur í Val í vetur eftir að hafa verið við nám í Bandaríkjunum. Hún er aðeins tvítug og á því framtíðina fyrir sér. Stelpurnar fóru líka yfir það hvernig Ásta Júlía nær að opna sig svona vel með því að halda hindrunum sínum svo lengi. „Hún er ekki bara ruslakarl því hún er þolinmóð, ógeðslega dugleg og svo er hún bara klár að klára færin sín,“ sagði Pálína. „Ásta Júlía var best í kvöld en Ásta Júlía þarf ekki alltaf að vera best í Val til að Valsliðið vinni. Í næsta leik gæti það verið Haddý,“ sagði Ragna Margrét Brynjarsdóttir. „Ásta Júlía kemur inn af bekknum og er stigahæst. Það segir okkur svo mikið um breiddina í þessu liði,“ sagði Berglind. „Vopnabúrið er svo ótrúlega stórt hjá þeim. Það getur verið Helena einn leikinn og Ásta Júlía í þeim næsta eða Kiana. Þær þurfa ekki allar að eiga stórleik. Það er það sem gerir þetta lið svo geggjað,“ sagði Ragna Margrét. Hér fyrir neðan má sjá umfjöllunina um Ástu Júlíu og Valsliðið í þættinum í gær. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Ásta Júlía með frábæra innkomu
Dominos-deild kvenna Körfuboltakvöld Valur Mest lesið Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Sjá meira