Þingmenn þungt hugsi eftir umfjöllun Kompáss: „Vægast sagt sláandi“ Birgir Olgeirsson og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 18. maí 2021 16:15 Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, sagði sláandi til þess að vita að lögregla hafi hvorki haft tíma né mannafla til að fylgja eftir manni vopnuðum skammbyssu sem hann notaði um þremur vikum síðar til að myrða mann í Rauðagerði í febrúar. Vísir/Vilhelm Þingmönnum var mörgum hverjum mikið niðri fyrir þegar skipulögð glæpastarfsemi var rædd á þinginu í dag. Upphafsmaður umræðunnar var Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins sem telur ástæðu til að óttast að Íslendingar séu að missa tökin á skipulagðri glæpastarfsemi. „Umfang skipulagðrar glæpastarfsemi er þegar orðið umtalsvert á Íslandi. Íslensk stjórnvöld verða að bregðast við með afgerandi hætti, veita lögreglunni þau úrræði sem hún þarf á að halda. Við megum ekki við því að gera ástandið verra með breytingum sem auðvelda skipulagða glæpastarfsemi,“ sagði Sigmundur Davíð í ræðu sinni. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins.Vísir/Vilhelm Hann telur að aðgerðir ríkisstjórnarinnar, á borð við frumvarp um um afglæpavæðingu neysluskammta og breytingar á á hælisleitendakerfinu, gangi þvert á það sem önnur Norðurlönd eru að gera til að koma í veg fyrir að kerfið sé misnotað af glæpagengjum. „Hér verður misnotkun kerfisins gerð enn meira aðlaðandi. Það verður auðveldara að tæla fólk hingað, selja því aðgang að kerfinu. Þessar breytingar ríkisstjórnarinnar eru gjöf til glæpagengja sem munu eiga auðveldara með að selja fíkniefnin og lögreglan erfiðara með að grípa inn í,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Hægt er að sjá fyrri umfjöllun Kompáss um skipulagða glæpastarfsemi hér: Í skötulíki Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði umræðuna um skipulagða glæpastarfsemi ágæta en taldi útgangspunkta Sigmundar Davíðs sérstaka. Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Helga Vala beindi orðum sínum að þeim aðbúnaði sem ríkisstjórnin býr eftirlitsstofnunum, lögreglu og skattrannsóknastjóra. „Af því það kom fram í mögnuðum þáttum um daginn, Kompásþáttum, að þeir sem best þekkja í þessum málaflokkum og starfa á þessum vettvangi segja að fjármagn, mannafli, aðbúnaður sem ríkisstjórn Íslands færi lögreglu og öðrum eftirlitsstofnunum, sé í skötulíki, því miður,“ sagði Helga Vala. Hún benti á að auknar fjárveitingar stjórnvalda til lögreglunnar dugi ekki til að koma til móts við styttingu vinnuvikunnar, hvað þá að berjast gegn skipulagðri glæpastarfsemi. „Við erum enn þá á þeim stað að það eru jafn margir lögreglumenn á Íslandi í dag og 2007, það eru nú öll ósköpin,“ sagði Helga Vala. Ekki hægt að stöðva mann með skammbyssu? Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, vitnaði einnig í umfjöllun Kompáss um skipulagða glæpastarfsemi og þann anga umfjöllunarinnar sem tók á Rauðagerðismálinu. Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður Flokks fólksins. Vísir/Vilhelm Rifjaði Guðmundur Ingi upp að lögregla hefði haft vitneskju um að maðurinn, sem gengist hefur við því að hafa myrt Armando Beqirai fyrir utan heimili hans í Rauðagerði í febrúar, hefði verið vopnaður skammbyssu um þremur vikum fyrir morðið. Lögregla hafi borið við að hún hefði hvorki haft tíma né mannafla til að fylgja málinu betur eftir. „Þetta er vægast sagt sláandi. Hvað er að í okkar samfélagi ef við getum ekki einu sinni séð til þess, þegar vitað er um mann á ferð með skammbyssu, að hægt sé að stöðva hann? Það segir okkur að það vantar fleiri lögreglumenn. Ég sá í nýlegri skýrslu að til þess að ná viðunandi fjölda lögreglumanna á Íslandi þyrfti sennilega að bæta við 180 lögreglumönnum hér á landi,“ sagði Guðmundur Ingi. Veruleiki sem eigi ekki að koma á óvart Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Miðflokksins, sagði að morðinu hefði verið lýst sem aftöku í fjölmiðlum, og vitnaði þar í orð Þórönnu Helgu Gunnarsdóttur, ekkju Armando Beqirai, en hún lét þau falla í viðtali við Kompás. Karl Gauti Hjaltason þingmaður Miðflokksins. Vísir/Vilhelm Karl Gauti sagði að svo virtist vera sem þetta hefði verið einhverskonar uppgjör glæpahópa. Þjóðin hafi vaknað upp við nýjan veruleika sunnudagsmorguninn 14. febrúar en Karl Gauti vildi meina að þetta hefði ekki átt að koma fólki svo mikið á óvart. Hann sagði greiningardeild Ríkislögreglustjóra hafa bent á þessa hættu í skýrslu eftir skýrslu. Karl Gauti sagði þætti Kompáss um málefnið hafa verið afar fróðlega þar sem kom fram að aukin harka hefði færst í undirheimana á Íslandi. Tug milljarða viðskipti væru stunduð með fíkniefni og að tryggingasvik væri orðin þaulskipulögð. Hann sagði viðbrögð hafa skellt við skolleyrum þegar varað hefði verið þessari hættu undanfarin ár. Hægt er að sjá seinni hluta Kompás um skipulagða glæpastarfsemi hér þar sem rætt er við Þórönnu Helgu: Fjöldi aðgerða Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sagði mjög skýra forgangsröðun hjá henni, ráðuneytinu og lögreglunni í baráttunni gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Hún sagði ríkisstjórnina hafa aukið fjármuni til lögreglunnar á nokkrum árum úr 14 milljörðum í 17 milljarða. Áslaug benti á að embætti Ríkislögreglustjóra hefði komið með ábendingar um að breyta reglugerð um rannsókn sakamála þannig að unnt verður að beita aðferðum á fyrri stigum rannsókna sem geti verið afar mikilvægt í rannsóknum sem varða skipulagða brotastarfsemi. Hún nefndi einnig fjölda frumvarpa sem samþykkt hafa verið á Alþingi og nefndi þar lög sem varða peningaþvætti, mansal og framsal sakamanna. Áslaug sagði kapp lagt á að bæta stöðu lögreglunnar svo hún hafi áfram þá burði og þann búnað sem þarf til að sinna þessum málum. Kompás Alþingi Lögreglumál Morð í Rauðagerði Tengdar fréttir „Þetta var bara aftaka“ Þóranna Helga Gunnarsdóttir, ekkja Armando Beqirai, telur yfirvöld hafa brugðist. Hún er gagnrýnin á að lögregla hafi haft upplýsingar um að sá sem gengist hefur við morðinu hafi verið vopnaður skammbyssu þremur vikum áður og verið á Íslandi þrátt fyrir að vera eftirlýstur í heimalandi. 4. maí 2021 08:00 Óttast að lenda undir gegn þaulskipulögðum glæpahópum Aukin harka, þaulskipulögð tryggingasvik og tugmilljarða fíkniefnaviðskipti einkenna nú undirheima Íslands. 3. maí 2021 08:01 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Sjá meira
„Umfang skipulagðrar glæpastarfsemi er þegar orðið umtalsvert á Íslandi. Íslensk stjórnvöld verða að bregðast við með afgerandi hætti, veita lögreglunni þau úrræði sem hún þarf á að halda. Við megum ekki við því að gera ástandið verra með breytingum sem auðvelda skipulagða glæpastarfsemi,“ sagði Sigmundur Davíð í ræðu sinni. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins.Vísir/Vilhelm Hann telur að aðgerðir ríkisstjórnarinnar, á borð við frumvarp um um afglæpavæðingu neysluskammta og breytingar á á hælisleitendakerfinu, gangi þvert á það sem önnur Norðurlönd eru að gera til að koma í veg fyrir að kerfið sé misnotað af glæpagengjum. „Hér verður misnotkun kerfisins gerð enn meira aðlaðandi. Það verður auðveldara að tæla fólk hingað, selja því aðgang að kerfinu. Þessar breytingar ríkisstjórnarinnar eru gjöf til glæpagengja sem munu eiga auðveldara með að selja fíkniefnin og lögreglan erfiðara með að grípa inn í,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Hægt er að sjá fyrri umfjöllun Kompáss um skipulagða glæpastarfsemi hér: Í skötulíki Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði umræðuna um skipulagða glæpastarfsemi ágæta en taldi útgangspunkta Sigmundar Davíðs sérstaka. Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Helga Vala beindi orðum sínum að þeim aðbúnaði sem ríkisstjórnin býr eftirlitsstofnunum, lögreglu og skattrannsóknastjóra. „Af því það kom fram í mögnuðum þáttum um daginn, Kompásþáttum, að þeir sem best þekkja í þessum málaflokkum og starfa á þessum vettvangi segja að fjármagn, mannafli, aðbúnaður sem ríkisstjórn Íslands færi lögreglu og öðrum eftirlitsstofnunum, sé í skötulíki, því miður,“ sagði Helga Vala. Hún benti á að auknar fjárveitingar stjórnvalda til lögreglunnar dugi ekki til að koma til móts við styttingu vinnuvikunnar, hvað þá að berjast gegn skipulagðri glæpastarfsemi. „Við erum enn þá á þeim stað að það eru jafn margir lögreglumenn á Íslandi í dag og 2007, það eru nú öll ósköpin,“ sagði Helga Vala. Ekki hægt að stöðva mann með skammbyssu? Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, vitnaði einnig í umfjöllun Kompáss um skipulagða glæpastarfsemi og þann anga umfjöllunarinnar sem tók á Rauðagerðismálinu. Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður Flokks fólksins. Vísir/Vilhelm Rifjaði Guðmundur Ingi upp að lögregla hefði haft vitneskju um að maðurinn, sem gengist hefur við því að hafa myrt Armando Beqirai fyrir utan heimili hans í Rauðagerði í febrúar, hefði verið vopnaður skammbyssu um þremur vikum fyrir morðið. Lögregla hafi borið við að hún hefði hvorki haft tíma né mannafla til að fylgja málinu betur eftir. „Þetta er vægast sagt sláandi. Hvað er að í okkar samfélagi ef við getum ekki einu sinni séð til þess, þegar vitað er um mann á ferð með skammbyssu, að hægt sé að stöðva hann? Það segir okkur að það vantar fleiri lögreglumenn. Ég sá í nýlegri skýrslu að til þess að ná viðunandi fjölda lögreglumanna á Íslandi þyrfti sennilega að bæta við 180 lögreglumönnum hér á landi,“ sagði Guðmundur Ingi. Veruleiki sem eigi ekki að koma á óvart Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Miðflokksins, sagði að morðinu hefði verið lýst sem aftöku í fjölmiðlum, og vitnaði þar í orð Þórönnu Helgu Gunnarsdóttur, ekkju Armando Beqirai, en hún lét þau falla í viðtali við Kompás. Karl Gauti Hjaltason þingmaður Miðflokksins. Vísir/Vilhelm Karl Gauti sagði að svo virtist vera sem þetta hefði verið einhverskonar uppgjör glæpahópa. Þjóðin hafi vaknað upp við nýjan veruleika sunnudagsmorguninn 14. febrúar en Karl Gauti vildi meina að þetta hefði ekki átt að koma fólki svo mikið á óvart. Hann sagði greiningardeild Ríkislögreglustjóra hafa bent á þessa hættu í skýrslu eftir skýrslu. Karl Gauti sagði þætti Kompáss um málefnið hafa verið afar fróðlega þar sem kom fram að aukin harka hefði færst í undirheimana á Íslandi. Tug milljarða viðskipti væru stunduð með fíkniefni og að tryggingasvik væri orðin þaulskipulögð. Hann sagði viðbrögð hafa skellt við skolleyrum þegar varað hefði verið þessari hættu undanfarin ár. Hægt er að sjá seinni hluta Kompás um skipulagða glæpastarfsemi hér þar sem rætt er við Þórönnu Helgu: Fjöldi aðgerða Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sagði mjög skýra forgangsröðun hjá henni, ráðuneytinu og lögreglunni í baráttunni gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Hún sagði ríkisstjórnina hafa aukið fjármuni til lögreglunnar á nokkrum árum úr 14 milljörðum í 17 milljarða. Áslaug benti á að embætti Ríkislögreglustjóra hefði komið með ábendingar um að breyta reglugerð um rannsókn sakamála þannig að unnt verður að beita aðferðum á fyrri stigum rannsókna sem geti verið afar mikilvægt í rannsóknum sem varða skipulagða brotastarfsemi. Hún nefndi einnig fjölda frumvarpa sem samþykkt hafa verið á Alþingi og nefndi þar lög sem varða peningaþvætti, mansal og framsal sakamanna. Áslaug sagði kapp lagt á að bæta stöðu lögreglunnar svo hún hafi áfram þá burði og þann búnað sem þarf til að sinna þessum málum.
Kompás Alþingi Lögreglumál Morð í Rauðagerði Tengdar fréttir „Þetta var bara aftaka“ Þóranna Helga Gunnarsdóttir, ekkja Armando Beqirai, telur yfirvöld hafa brugðist. Hún er gagnrýnin á að lögregla hafi haft upplýsingar um að sá sem gengist hefur við morðinu hafi verið vopnaður skammbyssu þremur vikum áður og verið á Íslandi þrátt fyrir að vera eftirlýstur í heimalandi. 4. maí 2021 08:00 Óttast að lenda undir gegn þaulskipulögðum glæpahópum Aukin harka, þaulskipulögð tryggingasvik og tugmilljarða fíkniefnaviðskipti einkenna nú undirheima Íslands. 3. maí 2021 08:01 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Sjá meira
„Þetta var bara aftaka“ Þóranna Helga Gunnarsdóttir, ekkja Armando Beqirai, telur yfirvöld hafa brugðist. Hún er gagnrýnin á að lögregla hafi haft upplýsingar um að sá sem gengist hefur við morðinu hafi verið vopnaður skammbyssu þremur vikum áður og verið á Íslandi þrátt fyrir að vera eftirlýstur í heimalandi. 4. maí 2021 08:00
Óttast að lenda undir gegn þaulskipulögðum glæpahópum Aukin harka, þaulskipulögð tryggingasvik og tugmilljarða fíkniefnaviðskipti einkenna nú undirheima Íslands. 3. maí 2021 08:01