Ekki í lagi að ferðaglaðir Íslendingar séu að græta erlent starfsfólk Snorri Másson skrifar 18. maí 2021 16:51 Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í ferðaþjónustu. Vísir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í ferðaþjónustu, segir að reynsla erlends starfsfólks í ferðaþjónustu í samskiptum við íslenska viðskiptavini hafi verið bitur í mörgum tilvikum síðasta sumar. „Við skulum segja að Íslendingar hafi verið nokkuð kröfuharðir viðskiptavinir, sem í sjálfu sér er ekki neitt slæmt. Við viljum auðvitað að viðskiptavinir láti vita hvað þeir vilja og reynum að þjónusta það eins og mögulegt er. En það eru þessir hlutir varðandi til dæmis framkomu við erlent starfsfólk sem komu okkur óskemmtilega á óvart,“ sagði Jóhannes Þór í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Að sögn Jóhannesar voru þess dæmi að starfsfólk í móttöku mætti mikilli ókurteisi fyrir það eitt að tala ekki fullkomna íslensku og þurfa því að beita fyrir sig enskunni. Grein Húsvíkingsins Egils Páls Egilssonar um slæma mannasiði Íslendinga á ferðum sínum um landið vakti mikla athygli og vakti umræðu um þessa „martröð sem ekki er talað um.“ Þar skrifaði Egill Páll: „Yfirmenn hótela og veitingastaða þurftu ítrekað að veita grátandi starfsfólki sínu áfallahjálp eftir vaktir, sérstaklega um helgar. Verst var framkoman í garð erlends starfsfólks.“ Íslendingar geti bætt sig í framkomu Í viðtali við Bylgjuna í gær sagðist Jóhannes kannast við ýmis þau umkvörtunarefni sem fram koma í greininni. Reynsla sumra starfsmanna hafi oft einfaldlega verið „afar neikvæð og leiðinleg.“ „Sumar sögurnar sem ég heyrði síðastliðið sumar sneru að fólki með langa ferðamálamenntun erlendis frá, jafnvel reynslu frá fimm stjörnu hótelum erlendis og búið að vera lengi í faginu, en fékk, skulum við segja, afar vond viðbrögð frá íslenskum viðskiptavinum fyrir það eitt að tala ekki fullkomna íslensku,“ sagði Jóhannes. Jóhannes telur að svona samskipti séu of algeng, ekki síst í ljósi þess að erlent starfsfólk leggi sig margt mjög fram við að læra íslenskuna, þótt vissulega sé ekki alltaf hlaupið að því að verða fullnuma í málinu. „Ég held að þetta sumar hafi sýnt okkur í ferðaþjónustunni að við Íslendingar sem samfélag getum bætt okkur í framkomu okkar við samborgara okkar sem eru af erlendu bergi brotnir sem kunna ekki tungumál okkar fullkomlega.“ Aðrir þættir hafi einnig verið til ama fyrir starfsfólk í ferðaþjónustu, eins og sú tilhneiging Íslendinga að koma með sitt eigið áfengi inn á veitinga- eða afþreyingarstaði. „Þetta er eitthvað sem við gerum almennt ekki á veitingastöðum í útlöndum og þetta er óvirðing við staðinn og þjónustuna sem þar er seld,“ sagði Jóhannes Þór. Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Innflytjendamál Tengdar fréttir Adolf Ingi leiðir fyrsta hóp erlendra ferðamanna um landið Ferðaþjónustan er komin í fyrsta gír. Adolf Ingi Erlingsson fararstjóri með meiru er nú á ferðalagi með hóp Bandaríkjamanna, hringinn í kringum landið. 18. maí 2021 16:17 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Sjá meira
„Við skulum segja að Íslendingar hafi verið nokkuð kröfuharðir viðskiptavinir, sem í sjálfu sér er ekki neitt slæmt. Við viljum auðvitað að viðskiptavinir láti vita hvað þeir vilja og reynum að þjónusta það eins og mögulegt er. En það eru þessir hlutir varðandi til dæmis framkomu við erlent starfsfólk sem komu okkur óskemmtilega á óvart,“ sagði Jóhannes Þór í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Að sögn Jóhannesar voru þess dæmi að starfsfólk í móttöku mætti mikilli ókurteisi fyrir það eitt að tala ekki fullkomna íslensku og þurfa því að beita fyrir sig enskunni. Grein Húsvíkingsins Egils Páls Egilssonar um slæma mannasiði Íslendinga á ferðum sínum um landið vakti mikla athygli og vakti umræðu um þessa „martröð sem ekki er talað um.“ Þar skrifaði Egill Páll: „Yfirmenn hótela og veitingastaða þurftu ítrekað að veita grátandi starfsfólki sínu áfallahjálp eftir vaktir, sérstaklega um helgar. Verst var framkoman í garð erlends starfsfólks.“ Íslendingar geti bætt sig í framkomu Í viðtali við Bylgjuna í gær sagðist Jóhannes kannast við ýmis þau umkvörtunarefni sem fram koma í greininni. Reynsla sumra starfsmanna hafi oft einfaldlega verið „afar neikvæð og leiðinleg.“ „Sumar sögurnar sem ég heyrði síðastliðið sumar sneru að fólki með langa ferðamálamenntun erlendis frá, jafnvel reynslu frá fimm stjörnu hótelum erlendis og búið að vera lengi í faginu, en fékk, skulum við segja, afar vond viðbrögð frá íslenskum viðskiptavinum fyrir það eitt að tala ekki fullkomna íslensku,“ sagði Jóhannes. Jóhannes telur að svona samskipti séu of algeng, ekki síst í ljósi þess að erlent starfsfólk leggi sig margt mjög fram við að læra íslenskuna, þótt vissulega sé ekki alltaf hlaupið að því að verða fullnuma í málinu. „Ég held að þetta sumar hafi sýnt okkur í ferðaþjónustunni að við Íslendingar sem samfélag getum bætt okkur í framkomu okkar við samborgara okkar sem eru af erlendu bergi brotnir sem kunna ekki tungumál okkar fullkomlega.“ Aðrir þættir hafi einnig verið til ama fyrir starfsfólk í ferðaþjónustu, eins og sú tilhneiging Íslendinga að koma með sitt eigið áfengi inn á veitinga- eða afþreyingarstaði. „Þetta er eitthvað sem við gerum almennt ekki á veitingastöðum í útlöndum og þetta er óvirðing við staðinn og þjónustuna sem þar er seld,“ sagði Jóhannes Þór.
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Innflytjendamál Tengdar fréttir Adolf Ingi leiðir fyrsta hóp erlendra ferðamanna um landið Ferðaþjónustan er komin í fyrsta gír. Adolf Ingi Erlingsson fararstjóri með meiru er nú á ferðalagi með hóp Bandaríkjamanna, hringinn í kringum landið. 18. maí 2021 16:17 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Sjá meira
Adolf Ingi leiðir fyrsta hóp erlendra ferðamanna um landið Ferðaþjónustan er komin í fyrsta gír. Adolf Ingi Erlingsson fararstjóri með meiru er nú á ferðalagi með hóp Bandaríkjamanna, hringinn í kringum landið. 18. maí 2021 16:17
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?