Bandarísk C-5 herþota þveraði fluglegg Lavrovs yfir Hornafirði Kristján Már Unnarsson skrifar 19. maí 2021 19:19 Þota Sergeis Lavrovs yfir Hornafirði síðdegis, táknuð sem gul, nýfarin yfir ratsjárstöð NATO á Stokksnesi. Bandaríska herflutningaþotan, táknuð sem rauð, var í sömu andrá yfir austanverðum Vatnajökli en hafði 2-3 mínútum áður þverað fluglegg Lavrovs yfir Hornafirði. Flightradar24 Herflutningaþota bandaríska flughersins af gerðinni Lockheed C-5 Galaxy flaug inn yfir Ísland og þvert fyrir fluglegg Ilyushin-þotu Sergeis Lavrovs nú síðdegis aðeins um 2-3 mínútum áður en þota utanríkisráðherra Rússlands kom að Íslandsströndum. Atvikið mátti sjá á flugratsjársíðunni Flightradar 24 en það gerðist yfir Hornafirði um hálffimmleytið, þegar þota Lavrovs átti eftir um hálftíma flug til Keflavíkur. Nægilegur hæðaraðskilnaður tryggði að engin hætta var á ferðum. Bandaríska herflutningaþotan var í 34 þúsund feta hæð en þota Lavrovs í 36 þúsund feta hæð þegar þær flugu yfir Hornafjörð. Lockheed C-5 Galaxy er stærsta herflutningaþota Bandaríkjahers.U.S. Air Force/Brad Fallin Samkvæmt upplýsingum sem sjá má á Flightradar 24 var Galaxy-þotan að koma frá Zweibrücken-flugvellinum í Þýskalandi sem þjónaði áður sem herstöð Bandaríkjamanna og NATO. Ekki kemur fram hver áfangastaður bandarísku herþotunnar er en hún stefndi til norðvesturs í átt til Grænlands. Þota Lavrovs var hins vegar að koma frá Dúsjanbe, höfuðborg Tadsikistan. Þota Sergeis Lavrovs er af gerðinni Ilyushin IL-96-300.Wikimedia Hvort tilviljun hafi ráðið þessu atviki eða hvort það hafi verið liður í einhverskonar kaldastríðsögrun skal ósagt látið. Þess má þó til gamans geta að Ilyushin IL-96-300 breiðþota Lavrovs er mun stærri en Boeing 757-þotan sem bandaríski utanríkisráðherrann Antony Blinken mætti á til Íslands. Lockheed C-5 Galaxy-risaþotan trompar hins vegar Ilyushin-þotuna enda stærsta þota bandaríska flughersins. Fundur Norðurskautsráðsins í Reykjavík Hornafjörður Keflavíkurflugvöllur NATO Rússland Bandaríkin Tengdar fréttir Sergei Lavrov mættur í Hörpu: Rússneski ráðherrann slær á létta strengi við fréttamenn Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands hittast á tvíhliða fundi í Hörpu núna innan stundar. Það verður fyrsti fundur háttsettra ráðamanna ríkjanna frá því Joe Biden tók við forsetaembættinu í Bandaríkjunum í janúar. 19. maí 2021 18:48 Katrín: Mikil valdabarátta í aðdraganda fundarins Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist merkja mikla valdabaráttu í aðdraganda fundar Norðurskautsráðsins á morgun. Þjóðirnar séu að marka sér stöðu. Þetta sagði Katrín í viðtali við fréttastofu að loknum fundi hennar með Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna. 18. maí 2021 14:44 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Atvikið mátti sjá á flugratsjársíðunni Flightradar 24 en það gerðist yfir Hornafirði um hálffimmleytið, þegar þota Lavrovs átti eftir um hálftíma flug til Keflavíkur. Nægilegur hæðaraðskilnaður tryggði að engin hætta var á ferðum. Bandaríska herflutningaþotan var í 34 þúsund feta hæð en þota Lavrovs í 36 þúsund feta hæð þegar þær flugu yfir Hornafjörð. Lockheed C-5 Galaxy er stærsta herflutningaþota Bandaríkjahers.U.S. Air Force/Brad Fallin Samkvæmt upplýsingum sem sjá má á Flightradar 24 var Galaxy-þotan að koma frá Zweibrücken-flugvellinum í Þýskalandi sem þjónaði áður sem herstöð Bandaríkjamanna og NATO. Ekki kemur fram hver áfangastaður bandarísku herþotunnar er en hún stefndi til norðvesturs í átt til Grænlands. Þota Lavrovs var hins vegar að koma frá Dúsjanbe, höfuðborg Tadsikistan. Þota Sergeis Lavrovs er af gerðinni Ilyushin IL-96-300.Wikimedia Hvort tilviljun hafi ráðið þessu atviki eða hvort það hafi verið liður í einhverskonar kaldastríðsögrun skal ósagt látið. Þess má þó til gamans geta að Ilyushin IL-96-300 breiðþota Lavrovs er mun stærri en Boeing 757-þotan sem bandaríski utanríkisráðherrann Antony Blinken mætti á til Íslands. Lockheed C-5 Galaxy-risaþotan trompar hins vegar Ilyushin-þotuna enda stærsta þota bandaríska flughersins.
Fundur Norðurskautsráðsins í Reykjavík Hornafjörður Keflavíkurflugvöllur NATO Rússland Bandaríkin Tengdar fréttir Sergei Lavrov mættur í Hörpu: Rússneski ráðherrann slær á létta strengi við fréttamenn Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands hittast á tvíhliða fundi í Hörpu núna innan stundar. Það verður fyrsti fundur háttsettra ráðamanna ríkjanna frá því Joe Biden tók við forsetaembættinu í Bandaríkjunum í janúar. 19. maí 2021 18:48 Katrín: Mikil valdabarátta í aðdraganda fundarins Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist merkja mikla valdabaráttu í aðdraganda fundar Norðurskautsráðsins á morgun. Þjóðirnar séu að marka sér stöðu. Þetta sagði Katrín í viðtali við fréttastofu að loknum fundi hennar með Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna. 18. maí 2021 14:44 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Sergei Lavrov mættur í Hörpu: Rússneski ráðherrann slær á létta strengi við fréttamenn Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands hittast á tvíhliða fundi í Hörpu núna innan stundar. Það verður fyrsti fundur háttsettra ráðamanna ríkjanna frá því Joe Biden tók við forsetaembættinu í Bandaríkjunum í janúar. 19. maí 2021 18:48
Katrín: Mikil valdabarátta í aðdraganda fundarins Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist merkja mikla valdabaráttu í aðdraganda fundar Norðurskautsráðsins á morgun. Þjóðirnar séu að marka sér stöðu. Þetta sagði Katrín í viðtali við fréttastofu að loknum fundi hennar með Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna. 18. maí 2021 14:44