Tugir repúblikana studdu rannsókn á árásinni Kjartan Kjartansson skrifar 20. maí 2021 10:59 Öryggisgæsla við bandaríska þinghúsið var aukin verulega eftir árásina blóðugu í janúar. AP/Carolyn Kaster Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti frumvarp um stofnun þverpólitískrar rannsóknarnefndar á árásinni á þinghúsið í janúar í gær. Á fjórða tug repúblikana óhlýðnaðist leiðtogum flokksins og greiddi atkvæði með frumvarpinu. Leiðtogar Repúblikanaflokksins í bæði fulltrúa- og öldungadeildinni höfðu lagst gegn rannsóknarnefndinni og héldu því fram að yrði flokkspólitísk jafnvel þó að frumvarpið geri ráð fyrir að flokkarnir fengju jafnmarga fulltrúa. Demókratar hafa krafist þess að nefndin verði stofnuð um mánaðaskeið en þeir telja hana nauðsynlega til þess að gera upp atburðina 6. janúar þegar æstur múgur stuðningsmanna Donalds Trump, þáverandi forseta, réðst á þinghúsið þegar þingmenn voru að staðfesta kjör Joes Biden sem forseta. Þegar til kastanna kom í gær greiddu 35 repúblikanar atkvæði með frumvarpinu þrátt fyrir að Trump hefði varað flokkssystkini sín við því að ganga í „gildru“ demókrata. Sumir þeirra kváðu fast að orði þegar þeir gerðu grein fyrir atkvæði sínu, að sögn AP-fréttastofunnar. „Þetta snýst um staðreyndirnar, þetta er ekki flokkspólitík,“ sagði John Katko, oddviti repúblikana í heimavarnanefnd fulltrúadeildarinnar sem samdi um frumvarpið við demókrata. Bandaríska þjóðin og lögreglan við þinghúsið verðskuldaði svör og aðgerðir til að tryggja að atburðir á borð við þessa gætu ekki endurtekið sig. Árásin á þinghúsið í janúar var sú versta í meira en tvö hundruð ár í Bandaríkjunum. Fjórir uppreisnarmannana létu lífið, þar á meðal kona sem lögreglumenn skutu til bana þegar hún reyndi að brjótast inn í sal fulltrúadeildarinnar. Lögreglumaður lést daginn eftir átökin við uppreisnarmennina og tveir aðrir sviptu sig lífi í kjölfarið. Demókratar voru æfir yfir því að meirihluti Repúblikanaflokksins stæði gegn rannsókn á árás þar sem æstur múgur réðst á lögreglumenn með ofbeldi og að þeir reyndu að halda því fram að eini tilgangur rannsóknarnefndar væri að koma höggi á Trump. „Það var fólk sem fór upp á þinghæðina, barði lögreglumenn með blýröri í höfuðið og við getum ekki náð þverpólitískri samstöðu? Hvað fleira þarf að gerast í þessu landi?“ öskraði Tim Ryan, fulltrúadeildarþingmaður demókrata frá Ohio, úr pontu. Sagði hann afstöðu repúblikana löðrung í andlit lögreglumanna um allt landið. Ólíklegt er að öldungadeild þingsins samþykki frumvarpið en þar þurfa sextíu þingmenn af hundrað að greiða því atkvæði. Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana, hefur lýst sig andsnúinn frumvarpinu sem dregur úr líkunum á því að demókratar fái tíu repúblikana til að greiða atkvæði með sér. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings sakaði Trump um að hafa egnt stuðningsmenn sína til þess að ráðast á þinghúsið og kærði hann fyrir embættisbrot í janúar. Nokkrir repúblikanar greiddu atkvæði með kæru. Trump var sýknaður í öldungadeildinni þar sem repúblikanar höfðu meirihluta en nokkrir þingmenn flokksins greiddu þó atkvæði með sakfellingu. Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Sjá meira
Leiðtogar Repúblikanaflokksins í bæði fulltrúa- og öldungadeildinni höfðu lagst gegn rannsóknarnefndinni og héldu því fram að yrði flokkspólitísk jafnvel þó að frumvarpið geri ráð fyrir að flokkarnir fengju jafnmarga fulltrúa. Demókratar hafa krafist þess að nefndin verði stofnuð um mánaðaskeið en þeir telja hana nauðsynlega til þess að gera upp atburðina 6. janúar þegar æstur múgur stuðningsmanna Donalds Trump, þáverandi forseta, réðst á þinghúsið þegar þingmenn voru að staðfesta kjör Joes Biden sem forseta. Þegar til kastanna kom í gær greiddu 35 repúblikanar atkvæði með frumvarpinu þrátt fyrir að Trump hefði varað flokkssystkini sín við því að ganga í „gildru“ demókrata. Sumir þeirra kváðu fast að orði þegar þeir gerðu grein fyrir atkvæði sínu, að sögn AP-fréttastofunnar. „Þetta snýst um staðreyndirnar, þetta er ekki flokkspólitík,“ sagði John Katko, oddviti repúblikana í heimavarnanefnd fulltrúadeildarinnar sem samdi um frumvarpið við demókrata. Bandaríska þjóðin og lögreglan við þinghúsið verðskuldaði svör og aðgerðir til að tryggja að atburðir á borð við þessa gætu ekki endurtekið sig. Árásin á þinghúsið í janúar var sú versta í meira en tvö hundruð ár í Bandaríkjunum. Fjórir uppreisnarmannana létu lífið, þar á meðal kona sem lögreglumenn skutu til bana þegar hún reyndi að brjótast inn í sal fulltrúadeildarinnar. Lögreglumaður lést daginn eftir átökin við uppreisnarmennina og tveir aðrir sviptu sig lífi í kjölfarið. Demókratar voru æfir yfir því að meirihluti Repúblikanaflokksins stæði gegn rannsókn á árás þar sem æstur múgur réðst á lögreglumenn með ofbeldi og að þeir reyndu að halda því fram að eini tilgangur rannsóknarnefndar væri að koma höggi á Trump. „Það var fólk sem fór upp á þinghæðina, barði lögreglumenn með blýröri í höfuðið og við getum ekki náð þverpólitískri samstöðu? Hvað fleira þarf að gerast í þessu landi?“ öskraði Tim Ryan, fulltrúadeildarþingmaður demókrata frá Ohio, úr pontu. Sagði hann afstöðu repúblikana löðrung í andlit lögreglumanna um allt landið. Ólíklegt er að öldungadeild þingsins samþykki frumvarpið en þar þurfa sextíu þingmenn af hundrað að greiða því atkvæði. Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana, hefur lýst sig andsnúinn frumvarpinu sem dregur úr líkunum á því að demókratar fái tíu repúblikana til að greiða atkvæði með sér. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings sakaði Trump um að hafa egnt stuðningsmenn sína til þess að ráðast á þinghúsið og kærði hann fyrir embættisbrot í janúar. Nokkrir repúblikanar greiddu atkvæði með kæru. Trump var sýknaður í öldungadeildinni þar sem repúblikanar höfðu meirihluta en nokkrir þingmenn flokksins greiddu þó atkvæði með sakfellingu.
Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Sjá meira