Ný einhverfudeild í Reykjavík Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar 21. maí 2021 13:30 Í menntastefnu Reykjavíkurborgar, Látum draumana rætast segir að það sé mikilvægt verkefni að tryggja jöfn tækifæri og aðgang barna að fjölbreyttu námi og starfi sem er í samræmi við áhuga þeirra og hæfileika. Það verkefni þarf að eiga við öll börn, líka börn með einhverfu eða börn með fötlun. Við þurfum að búa til rými í samfélaginu fyrir öll börn og mæta þeim þar sem þau eru hverju sinni. Í Reykjavík eru nú reknar sex einhverfudeildir í grunnskólum borgarinnar, þar sem hver deild hefur 7-13 nemendur. Á fundi borgarráðs í gær var svo samþykkt að fjármagna eina sérdeild til viðbótar fyrir nemendur með einhverfu á unglingastigi. Þessi einhverfudeild verður í Réttarholtsskóla og á að taka til starfa með nýju skólaári í haust. Meginstefnan í íslensku menntakerfi er nám án aðgreiningar. Við þurfum skólakerfi sem hugsar um hagsmuni barnanna. Skólakerfi sem býr til rými fyrir öll börn, einkennist af skilningi og virðingu fyrir fjölbreytileika mannlífs. En líka skólakerfi sem veitir þann stuðning sem þarf þegar þannig ber undir. Ekkert barn er eins og það á líka við börn með einhverfu. Við sem berum ábyrgð á því að móta skólakerfið þurfum að laga það að þörfum barnanna en ekki ætlast til þess að þau lagi sig að kerfinu. Við sem samfélag höfum alla burði til þess að móta slíkt kerfi og þar með mynda farveg fyrir ólíka einstaklinga með fjölbreytta færni til að vaxa og dafna. Höfundur er fulltrúi Viðreisnar í skóla- og frístundaráði í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Ámundadóttir Zoëga Börn og uppeldi Reykjavík Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Í menntastefnu Reykjavíkurborgar, Látum draumana rætast segir að það sé mikilvægt verkefni að tryggja jöfn tækifæri og aðgang barna að fjölbreyttu námi og starfi sem er í samræmi við áhuga þeirra og hæfileika. Það verkefni þarf að eiga við öll börn, líka börn með einhverfu eða börn með fötlun. Við þurfum að búa til rými í samfélaginu fyrir öll börn og mæta þeim þar sem þau eru hverju sinni. Í Reykjavík eru nú reknar sex einhverfudeildir í grunnskólum borgarinnar, þar sem hver deild hefur 7-13 nemendur. Á fundi borgarráðs í gær var svo samþykkt að fjármagna eina sérdeild til viðbótar fyrir nemendur með einhverfu á unglingastigi. Þessi einhverfudeild verður í Réttarholtsskóla og á að taka til starfa með nýju skólaári í haust. Meginstefnan í íslensku menntakerfi er nám án aðgreiningar. Við þurfum skólakerfi sem hugsar um hagsmuni barnanna. Skólakerfi sem býr til rými fyrir öll börn, einkennist af skilningi og virðingu fyrir fjölbreytileika mannlífs. En líka skólakerfi sem veitir þann stuðning sem þarf þegar þannig ber undir. Ekkert barn er eins og það á líka við börn með einhverfu. Við sem berum ábyrgð á því að móta skólakerfið þurfum að laga það að þörfum barnanna en ekki ætlast til þess að þau lagi sig að kerfinu. Við sem samfélag höfum alla burði til þess að móta slíkt kerfi og þar með mynda farveg fyrir ólíka einstaklinga með fjölbreytta færni til að vaxa og dafna. Höfundur er fulltrúi Viðreisnar í skóla- og frístundaráði í Reykjavík
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar