Verður ekki sendur aftur heim þar sem hann var pyntaður Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. maí 2021 16:04 Landsréttur dæmdi í dag úrskurð kærunefndar útlendingamála ógildan. Vísir/Vilhelm Hælisleitandi frá Sri Lanka, sem synjað var um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi í ágúst 2018, mun ekki þurfa að fara úr landi. Þetta dæmdi Landsréttur í dag. Maðurinn er talinn í verulegri hættu í heimalandi sínu en hann tilheyrir þar minnihlutahópi og segist hafa verið pyntaður í haldi yfirvalda. Landsréttur dæmdi í dag í máli mannsins, sem kom hingað til lands í mars 2017, og staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá febrúar 2020. Í ágúst 2017 úrskurðaði kærunefnd útlendingamála að manninum skyldi synjað um alþjóðlega vernd eða dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Nefndin mat svo að frásögn mannsins af því að hafa sætt varðhaldi og pyntingum ótrúverðuga. Maðurinn er af tamílskum uppruna en á Srí Lanka eru Tamílar jafnan taldir tengjast LTTE-samtökunum sem var ein stríðandi fylkinga í borgarastríðinu sem háð var á árunum 1983-2009. Útlendingastofnun taldi manninn ekki vera í hættu sneri hann aftur til landsins, þar sem nefndin taldi aðstæður Tamíla og þeirra sem grunaðir væru um tengsl við LTTE-samtökin hafa verulega batnað á síðustu árum. Var haldið í einangrun og pyntaður Maðurinn hafði í viðtali hjá Útlendingastofnun greint frá því að hann hafi verið handtekinn á Sri Lanka vegna þess að bróðir hans hafi verið í LTTE-samtökunum. Bróðir hans hafi verið settur í pyndingarbúðir í þrjá mánuði eftir stríði á Sri Lanka en hann hafi síðan flúið. Árið 2013 hafi herinn svo komið heim til mannsins og leitað að bróðurnum en þegar fjölskyldan hafi sagst ekki vita um hann hafi elsti bróðir mannsins verið handtekinn. Síðan hafi ekkert til hans spurst. Þá hafi LTTE-samtökin verið með búðir í húsi fjölskyldunnar á meðan á stríðinu stóð og hafi húsið verið jafnað við jörðu. Maðurinn teldi fjölskyldu sína ekki örugga í Sri Lanka. Síðar, í september 2017, fór maðurinn í annað viðtal hjá Útlendingastofnun þar sem hann greindi frá því að herinn á Sri Lanka hefði handtekið hann og haldið honum í þrjá daga. Hann hafi verið settur í myrkan einangrunarklefa og honum verið haldið þar í á annan sólarhring. Hann hafi einnig verið leiddur í kjallaraherbergi þar sem honum hafi verið gert að fara úr fötunum, hendur hans verið bundnar fyrir aftan bak og hann þvingaður niður á hné. Þar hafi hann verið barinn með plaströri á iljarnar. Þá greindi maðurinn frá því að elsti bróðir hans hafi verið pyntaður og handtekinn í návist hans og ekkert hafi spurst til hans síðan. Jafnframt hafi vinur hans verið numinn á brott og lík hans fundist þremur dögum síðar. Faðir hans hafi einnig verið drepinn af hernum á Sri Lanka stuttu eftir að maðurinn fæddist. Dómsmál Hælisleitendur Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Sjá meira
Landsréttur dæmdi í dag í máli mannsins, sem kom hingað til lands í mars 2017, og staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá febrúar 2020. Í ágúst 2017 úrskurðaði kærunefnd útlendingamála að manninum skyldi synjað um alþjóðlega vernd eða dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Nefndin mat svo að frásögn mannsins af því að hafa sætt varðhaldi og pyntingum ótrúverðuga. Maðurinn er af tamílskum uppruna en á Srí Lanka eru Tamílar jafnan taldir tengjast LTTE-samtökunum sem var ein stríðandi fylkinga í borgarastríðinu sem háð var á árunum 1983-2009. Útlendingastofnun taldi manninn ekki vera í hættu sneri hann aftur til landsins, þar sem nefndin taldi aðstæður Tamíla og þeirra sem grunaðir væru um tengsl við LTTE-samtökin hafa verulega batnað á síðustu árum. Var haldið í einangrun og pyntaður Maðurinn hafði í viðtali hjá Útlendingastofnun greint frá því að hann hafi verið handtekinn á Sri Lanka vegna þess að bróðir hans hafi verið í LTTE-samtökunum. Bróðir hans hafi verið settur í pyndingarbúðir í þrjá mánuði eftir stríði á Sri Lanka en hann hafi síðan flúið. Árið 2013 hafi herinn svo komið heim til mannsins og leitað að bróðurnum en þegar fjölskyldan hafi sagst ekki vita um hann hafi elsti bróðir mannsins verið handtekinn. Síðan hafi ekkert til hans spurst. Þá hafi LTTE-samtökin verið með búðir í húsi fjölskyldunnar á meðan á stríðinu stóð og hafi húsið verið jafnað við jörðu. Maðurinn teldi fjölskyldu sína ekki örugga í Sri Lanka. Síðar, í september 2017, fór maðurinn í annað viðtal hjá Útlendingastofnun þar sem hann greindi frá því að herinn á Sri Lanka hefði handtekið hann og haldið honum í þrjá daga. Hann hafi verið settur í myrkan einangrunarklefa og honum verið haldið þar í á annan sólarhring. Hann hafi einnig verið leiddur í kjallaraherbergi þar sem honum hafi verið gert að fara úr fötunum, hendur hans verið bundnar fyrir aftan bak og hann þvingaður niður á hné. Þar hafi hann verið barinn með plaströri á iljarnar. Þá greindi maðurinn frá því að elsti bróðir hans hafi verið pyntaður og handtekinn í návist hans og ekkert hafi spurst til hans síðan. Jafnframt hafi vinur hans verið numinn á brott og lík hans fundist þremur dögum síðar. Faðir hans hafi einnig verið drepinn af hernum á Sri Lanka stuttu eftir að maðurinn fæddist.
Dómsmál Hælisleitendur Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Sjá meira