Kristján Einar sýknaður af ákæru um líkamsárás Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 21. maí 2021 20:41 instagram Kristján Einar Sigurbjörnsson, unnusti söngkonunnar Svölu Björgvinsdóttur, var í dag sýknaður af ákæru um líkamsárás í Landsrétti. Dómi héraðsdóms í málinu var þannig snúið við en Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Kristján Einar fyrir líkamsárásina í desember 2019. Málið er gamalt, frá árinu 2016, en lögmaður Kristjáns segir í samtal við Vísi að það sé „fáránlegt þegar fólk þarf að bíða eftir niðurstöðu í fjögur ár“ í máli sem þessu. Kristján játaði á sig fíkniefnalagabrot og vopnalagabrot fyrir héraðsdómi. Þau mál eru frá 2016 og 2017. Kristján neitaði þó sök í líkamsárásarmálinu en hann var sakfelldur í héraðsdómi fyrir að hafa ýtt konu þannig hún féll í jörðina og handleggsbrotnaði. Málinu var áfrýjað til Landsréttar sem kvað upp dóm sinn í dag. Að mati Landsréttar hafði ákæruvaldinu ekki tekist að færa sönnur á að Kristján Einar hafði haft ásetning til líkamsárásarinnar. Hann var því sýknaður af málinu. Bæði konunni og vitnum af málinu bar saman um að hún hafi stigið í veg fyrir Kristján þegar hann var á hlaupum umrædda nótt í október 2016. Konan sagði einnig í vitnisburði sínum að hann hefði sveigt frá henni um leið og hann ýtti henni. „Ekki er fullt samræmi í framburði brotaþola og vitnanna tveggja um það hvernig ákærði á að hafa ýtt henni en jafnvel þótt framburður þeirra fyrir héraðsdómi yrði lagður til grundvallar um það atriði, gegn neitun ákærða, verður ekki litið fram hjá því sem fyrr greinir að brotaþoli fór í veg fyrir ákærða sem þá var á hlaupum og að hann sveigði frá henni,“ segir í dómi Landsréttar. Hann var því sýknaður af ákærunni um líkamsárás. Óboðlegt að bíða í fjögur ár Lögmaður Kristjáns Einars, Ómar R. Valdimarsson, segir niðurstöðuna miklar gleðifréttir: „Þetta mál er búið að vera í kerfinu í meira en fjögur ár. Það er fráleitt þegar fólk þarf að bíða eftir niðurstöðu í fjögur ár sérstaklega í svona máli og þegar það hangir yfir því svona röng sakfelling úr héraði,“ segir hann. Kristján Einar og Svala Björgvins tjáðu sig um dómsmálið í desember í fyrra eftir að DV hafði greint frá því. Kristján sagðist þá eiga sína fortíð sem væri að hluta óuppgerð: „Ég hef markvisst unnið í sjálfum mér og náð árangri. Ég er ekki kominn á leiðarenda, tek aðeins einn dag í einu. Ég hlaut á síðasta ári dóm. Ég undi ekki niðurstöðu þess dóms og hef áfrýjað niðurstöðu hans til Landsréttar. Þeirrar niðurstöðu bíð ég.“ Hann sagði málið engar fréttir fyrir kærustu sinni eða fjölskyldu hennar. Svala tjáði sig einnig um málið á sínum tíma: „Mér var kennt í æsku að trúa á það góða í fólki og dæma ekki. Og þegar fólk hefur verið á mjög slæmum stað í lífinu þá gerir fólk mistök sem ekki er hægt að taka til baka. En þegar fólk snýr blaðinu við og gerir allt í sínu valdi til að bæta upp fyrir fortíðina og verða besta útgáfan af sjálfum sér þá á það hrós skilið.“ Dómsmál Tengdar fréttir „Láttu eins unglega og þér líður“ „Láttu eins unglega og þér líður. Þú ert ekki að eldast, þú ert að öðlast réttinn til að vera stórkostlega útgáfan af sjálfri þér,“ skrifar Svala Björgvinsdóttir við afmælismyndirnar sem hún birti á Instagram í gær. 9. febrúar 2021 10:30 Svala og Kristján trúlofuð Tónlistarkonan Svala Björgvinsdóttir og Kristján Einar Sigurbjörnsson eru trúlofuð. Svala tilkynnti þetta í færslu á Instagram nú fyrir stuttu. 17. desember 2020 17:11 Svala yngir upp Söngkonan Svala Björgvinsdóttir er byrjuð að hitta Kristján Einar Sigurbjörnsson. Kristján Einar er fæddur árið 1998 svo 21 árs aldursmunur er á þeim. 17. ágúst 2020 14:02 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Sjá meira
Málið er gamalt, frá árinu 2016, en lögmaður Kristjáns segir í samtal við Vísi að það sé „fáránlegt þegar fólk þarf að bíða eftir niðurstöðu í fjögur ár“ í máli sem þessu. Kristján játaði á sig fíkniefnalagabrot og vopnalagabrot fyrir héraðsdómi. Þau mál eru frá 2016 og 2017. Kristján neitaði þó sök í líkamsárásarmálinu en hann var sakfelldur í héraðsdómi fyrir að hafa ýtt konu þannig hún féll í jörðina og handleggsbrotnaði. Málinu var áfrýjað til Landsréttar sem kvað upp dóm sinn í dag. Að mati Landsréttar hafði ákæruvaldinu ekki tekist að færa sönnur á að Kristján Einar hafði haft ásetning til líkamsárásarinnar. Hann var því sýknaður af málinu. Bæði konunni og vitnum af málinu bar saman um að hún hafi stigið í veg fyrir Kristján þegar hann var á hlaupum umrædda nótt í október 2016. Konan sagði einnig í vitnisburði sínum að hann hefði sveigt frá henni um leið og hann ýtti henni. „Ekki er fullt samræmi í framburði brotaþola og vitnanna tveggja um það hvernig ákærði á að hafa ýtt henni en jafnvel þótt framburður þeirra fyrir héraðsdómi yrði lagður til grundvallar um það atriði, gegn neitun ákærða, verður ekki litið fram hjá því sem fyrr greinir að brotaþoli fór í veg fyrir ákærða sem þá var á hlaupum og að hann sveigði frá henni,“ segir í dómi Landsréttar. Hann var því sýknaður af ákærunni um líkamsárás. Óboðlegt að bíða í fjögur ár Lögmaður Kristjáns Einars, Ómar R. Valdimarsson, segir niðurstöðuna miklar gleðifréttir: „Þetta mál er búið að vera í kerfinu í meira en fjögur ár. Það er fráleitt þegar fólk þarf að bíða eftir niðurstöðu í fjögur ár sérstaklega í svona máli og þegar það hangir yfir því svona röng sakfelling úr héraði,“ segir hann. Kristján Einar og Svala Björgvins tjáðu sig um dómsmálið í desember í fyrra eftir að DV hafði greint frá því. Kristján sagðist þá eiga sína fortíð sem væri að hluta óuppgerð: „Ég hef markvisst unnið í sjálfum mér og náð árangri. Ég er ekki kominn á leiðarenda, tek aðeins einn dag í einu. Ég hlaut á síðasta ári dóm. Ég undi ekki niðurstöðu þess dóms og hef áfrýjað niðurstöðu hans til Landsréttar. Þeirrar niðurstöðu bíð ég.“ Hann sagði málið engar fréttir fyrir kærustu sinni eða fjölskyldu hennar. Svala tjáði sig einnig um málið á sínum tíma: „Mér var kennt í æsku að trúa á það góða í fólki og dæma ekki. Og þegar fólk hefur verið á mjög slæmum stað í lífinu þá gerir fólk mistök sem ekki er hægt að taka til baka. En þegar fólk snýr blaðinu við og gerir allt í sínu valdi til að bæta upp fyrir fortíðina og verða besta útgáfan af sjálfum sér þá á það hrós skilið.“
Dómsmál Tengdar fréttir „Láttu eins unglega og þér líður“ „Láttu eins unglega og þér líður. Þú ert ekki að eldast, þú ert að öðlast réttinn til að vera stórkostlega útgáfan af sjálfri þér,“ skrifar Svala Björgvinsdóttir við afmælismyndirnar sem hún birti á Instagram í gær. 9. febrúar 2021 10:30 Svala og Kristján trúlofuð Tónlistarkonan Svala Björgvinsdóttir og Kristján Einar Sigurbjörnsson eru trúlofuð. Svala tilkynnti þetta í færslu á Instagram nú fyrir stuttu. 17. desember 2020 17:11 Svala yngir upp Söngkonan Svala Björgvinsdóttir er byrjuð að hitta Kristján Einar Sigurbjörnsson. Kristján Einar er fæddur árið 1998 svo 21 árs aldursmunur er á þeim. 17. ágúst 2020 14:02 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Sjá meira
„Láttu eins unglega og þér líður“ „Láttu eins unglega og þér líður. Þú ert ekki að eldast, þú ert að öðlast réttinn til að vera stórkostlega útgáfan af sjálfri þér,“ skrifar Svala Björgvinsdóttir við afmælismyndirnar sem hún birti á Instagram í gær. 9. febrúar 2021 10:30
Svala og Kristján trúlofuð Tónlistarkonan Svala Björgvinsdóttir og Kristján Einar Sigurbjörnsson eru trúlofuð. Svala tilkynnti þetta í færslu á Instagram nú fyrir stuttu. 17. desember 2020 17:11
Svala yngir upp Söngkonan Svala Björgvinsdóttir er byrjuð að hitta Kristján Einar Sigurbjörnsson. Kristján Einar er fæddur árið 1998 svo 21 árs aldursmunur er á þeim. 17. ágúst 2020 14:02