Áslaug Arna leitar að nýjum upplýsingafulltrúa Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. maí 2021 18:39 Hafliði segir óvíst hvað tekur við hjá sér, en dómsmálaráðuneytið leitar nú eftirmanns hans í starf upplýsingafulltrúa. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er dómsmálaráðherra. Vísir/Samsett Dómsmálaráðuneytið auglýsir nú eftir upplýsingafulltrúa. Umsóknarfrestur vegna starfsins rennur út í lok dags. Hafliði Helgason hefur gegnt starfinu frá því í ágúst 2018. Í svari við fyrirspurn fréttastofu segir Hafliði ekkert ákveðið um framhaldið hjá sér, en þrjú ár séu ágætur tími í ráðuneytinu og hann vilji prófa ýmislegt annað. „Ég er með leiðsögumannspróf og meirapróf og er m.a. til í að nýta það áður en það verður of gamalt. Annars opinn fyrir öllu sem er skemmtilegt og spennandi. Starfsævin styttist í annan endann og maður á enn eftir að prófa margt,“ segir Hafliði. Reynsla af blaðamennsku og háskólapróf Í auglýsingu á vef Stjórnarráðsins kemur fram að upplýsingafulltrúi beri ábyrgð á fjölmiðlatengslum ráðuneytisins og ritstýri vefjum þess. „Viðkomandi fylgist með fréttaflutningi sem tengist starfsemi ráðuneytisins og ráðherra og veitir fjölmiðlum og almenningi upplýsingar. Leitað er að einstaklingi með áhuga á að móta starfið með starfsmönnum ráðuneytisins. Um fullt starf er að ræða.“ Meðal hæfniskrafna eru háskólanám sem nýtist í starfinu, og er meistaragráða sögð æskileg. Þá er reynsla af blaða/fréttamennsku talin vera kostur í starfinu, sem og þekking á málefnasviðum ráðuneytisins. Auglýstu starfið tvisvar Áður en Haflið var ráðinn í starfið sumarið 2018 hafði ráðuneytið auglýst eftir umsækjendum í mars sama ár. Hópur umsækjenda sótti þá um starfið, sem var auglýst aftur í apríl, þá með útvíkkuðum hæfnisskilyrðum. Þá var Sigríður Andersen dómsmálaráðherra. Þá bar ráðuneytið því við að það teldi rétt að víkka út skilyrðin og gera ítarlega grein fyrir því hvað felst í starfinu og freista þess þannig að hafa úr stærri hóp að velja. Í upphafi sóttu 25 um starfið en svo var starfið auglýst aftur. Tveir drógu umsókn sína til baka og stóðu því eftir 23 umsækjendur. 23 bættust við hópinn eftir síðari auglýsingu og voru því umsækjendur um starfið 46. Hafliði var á meðal þeirra sem sóttu um starfið eftir seinni auglýsinguna. Vinnumarkaður Vistaskipti Stjórnsýsla Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira
Hafliði Helgason hefur gegnt starfinu frá því í ágúst 2018. Í svari við fyrirspurn fréttastofu segir Hafliði ekkert ákveðið um framhaldið hjá sér, en þrjú ár séu ágætur tími í ráðuneytinu og hann vilji prófa ýmislegt annað. „Ég er með leiðsögumannspróf og meirapróf og er m.a. til í að nýta það áður en það verður of gamalt. Annars opinn fyrir öllu sem er skemmtilegt og spennandi. Starfsævin styttist í annan endann og maður á enn eftir að prófa margt,“ segir Hafliði. Reynsla af blaðamennsku og háskólapróf Í auglýsingu á vef Stjórnarráðsins kemur fram að upplýsingafulltrúi beri ábyrgð á fjölmiðlatengslum ráðuneytisins og ritstýri vefjum þess. „Viðkomandi fylgist með fréttaflutningi sem tengist starfsemi ráðuneytisins og ráðherra og veitir fjölmiðlum og almenningi upplýsingar. Leitað er að einstaklingi með áhuga á að móta starfið með starfsmönnum ráðuneytisins. Um fullt starf er að ræða.“ Meðal hæfniskrafna eru háskólanám sem nýtist í starfinu, og er meistaragráða sögð æskileg. Þá er reynsla af blaða/fréttamennsku talin vera kostur í starfinu, sem og þekking á málefnasviðum ráðuneytisins. Auglýstu starfið tvisvar Áður en Haflið var ráðinn í starfið sumarið 2018 hafði ráðuneytið auglýst eftir umsækjendum í mars sama ár. Hópur umsækjenda sótti þá um starfið, sem var auglýst aftur í apríl, þá með útvíkkuðum hæfnisskilyrðum. Þá var Sigríður Andersen dómsmálaráðherra. Þá bar ráðuneytið því við að það teldi rétt að víkka út skilyrðin og gera ítarlega grein fyrir því hvað felst í starfinu og freista þess þannig að hafa úr stærri hóp að velja. Í upphafi sóttu 25 um starfið en svo var starfið auglýst aftur. Tveir drógu umsókn sína til baka og stóðu því eftir 23 umsækjendur. 23 bættust við hópinn eftir síðari auglýsingu og voru því umsækjendur um starfið 46. Hafliði var á meðal þeirra sem sóttu um starfið eftir seinni auglýsinguna.
Vinnumarkaður Vistaskipti Stjórnsýsla Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira