Segir alveg skelfilegt að sjá hraunið stefna á Ísólfsskála Kristján Már Unnarsson skrifar 25. maí 2021 22:44 Guðrún Björk Guðsteinsdóttir, formaður Landeigendafélags Ísólfsskála, í viðtali við Stöð 2 á jörðinni í dag. Arnar Halldórsson Talsmaður landeigenda Ísólfsskála segir alveg skelfilegt að hraun stefni núna á bæjarstæðið og hvetur til þess að reynt verði bægja því frá með rásum. Eftir hratt hraunrennsli niður í Nátthaga um hvítasunnuhelgina virðist sem lítil hreyfing hafi verið þar á hrauntungunni í dag. Til að meta framhaldið er verið að gera nýtt hraunflæðilíkan og er vonast til að það verði tilbúið síðar í vikunni. Að því búnu verða næstu skref ákveðin. Gamla bæjarhúsið á Ísólfsskála.Arnar Halldórsson En það er ekki aðeins að hraunið ógni núna Suðurstrandarvegi og ljósleiðara þar. Jörðin Ísólfsskáli er sömuleiðis í hættu. „Þetta er í raun og veru alveg skelfilegt því að það er líka svo mikið svæði,“ segir Guðrún Björk Guðsteinsdóttir, formaður Landeigendafélags Ísólfsskála, í viðtali við Stöð 2. Það sé ekki aðeins Ísólfsskálabærinn sem virðist geti farið undir hraun heldur einnig strandlengjan til austurs sem og vegurinn, sem öllum sé annt um. Sjá má gamlan traktor í túni með heyvinnuvél.Arnar Halldórsson Hefðbundnum búskap var hætt á Ísólfsskála fyrir um aldarfjórðungi en jörðin er í eigu um þrjátíu afkomenda bændanna og er hún einkum nýtt til orlofsdvalar. Þar hefur þó einnig verið veitingasala og áform hafa verið um menningartengda starfsemi. Guðrún hefur áhyggjur af því að fornar minjar fari undir hraun, minjar um langa búsetusögu. „Einhver hundruð ára og hátt í þúsund allavega sem að jörðin hefur verið nýtt til sjávarróðurs. Hérna fyrir neðan eru til dæmis gömul fiskibyrgi.“ Minjar um forna sjávarhætti er að finna í hrauninu austan við bæinn.Arnar Halldórsson Guðrún hvetur til þess að reynt verði að bægja hrauninu frá. „Ef það væru gerðar rásir og raufir í þá átt sem hentugast væri að fá hraunið.“ Hún telur að það mætti til dæmis reyna að beina því fram af sjávarhömrum vestan við bæinn. „Við myndum bjóða það velkomið að fara í gegnum Ísólfsskálaland og út á haf, ef einhver hefði áhuga á því,“ segir talsmaður landeigenda. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Grindavík Fornminjar Landbúnaður Almannavarnir Tengdar fréttir Telur hraunið geta náð Suðurstrandarvegi á einni til tveimur vikum Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur telur hraunið geta náð Suðurstrandarvegi á einni til tveimur vikum. Hann segir skynsamlegt að ráðist verði í varnir í Nátthaga til að þrengja för hraunsins í átt að veginum og út í sjó svo sem minnst tjón verði. 23. maí 2021 17:17 Svona rann hraun niður í Nátthaga Hraun fór að flæða niður í Nátthaga eftir hádegi í dag. Varnargarðar voru settir upp til að reyna að hindra það að hraun myndi flæða niður í Nátthaga og yfir Suðurstrandarveg. 22. maí 2021 14:19 Segir sóun að ætla að stöðva hraunið með varnargörðum Hafist var handa í dag við að hækka varnargarða á gosstöðvunum upp í átta metra hæð eftir að ríkisstjórnin samþykkti í morgun að verja tuttugu milljónum króna til verksins. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur telur þetta sóun, engin leið sé að stöðva hraunið með varnargörðum. 18. maí 2021 22:44 Varnargarðarnir alls ekki sóun ef Reykjanesið hefur vaknað til lífs Þó að varnargarðarnir á gosstöðvunum reynist gagnslausir í baráttunni við að halda hrauninu frá innviðum á Reykjanesi telur Hörn Hrafnsdóttir, umhverfis- og byggingarverkfræðingur hjá Verkís sem stýrir gerð varnargarðanna, að reynslan af verkefninu verði gífurlega gagnleg í framtíðinni ef eldstöðvar á Reykjanesi hafa vaknað til lífsins. 20. maí 2021 22:31 Landeigandi segir jarðeldana hafa komið upp í haugi Ísólfs Einn af landeigendum Geldingadala segir eldgosið hafa komið upp á haugi Ísólfs landnámsmanns og því sé alveg eins gott að kenna eldstöðina við Ísólf. Verið er að bæta göngu- og akstursleiðir að svæðinu en veðurspá helgarinnar er hins vegar afleit. 25. mars 2021 22:01 Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Eftir hratt hraunrennsli niður í Nátthaga um hvítasunnuhelgina virðist sem lítil hreyfing hafi verið þar á hrauntungunni í dag. Til að meta framhaldið er verið að gera nýtt hraunflæðilíkan og er vonast til að það verði tilbúið síðar í vikunni. Að því búnu verða næstu skref ákveðin. Gamla bæjarhúsið á Ísólfsskála.Arnar Halldórsson En það er ekki aðeins að hraunið ógni núna Suðurstrandarvegi og ljósleiðara þar. Jörðin Ísólfsskáli er sömuleiðis í hættu. „Þetta er í raun og veru alveg skelfilegt því að það er líka svo mikið svæði,“ segir Guðrún Björk Guðsteinsdóttir, formaður Landeigendafélags Ísólfsskála, í viðtali við Stöð 2. Það sé ekki aðeins Ísólfsskálabærinn sem virðist geti farið undir hraun heldur einnig strandlengjan til austurs sem og vegurinn, sem öllum sé annt um. Sjá má gamlan traktor í túni með heyvinnuvél.Arnar Halldórsson Hefðbundnum búskap var hætt á Ísólfsskála fyrir um aldarfjórðungi en jörðin er í eigu um þrjátíu afkomenda bændanna og er hún einkum nýtt til orlofsdvalar. Þar hefur þó einnig verið veitingasala og áform hafa verið um menningartengda starfsemi. Guðrún hefur áhyggjur af því að fornar minjar fari undir hraun, minjar um langa búsetusögu. „Einhver hundruð ára og hátt í þúsund allavega sem að jörðin hefur verið nýtt til sjávarróðurs. Hérna fyrir neðan eru til dæmis gömul fiskibyrgi.“ Minjar um forna sjávarhætti er að finna í hrauninu austan við bæinn.Arnar Halldórsson Guðrún hvetur til þess að reynt verði að bægja hrauninu frá. „Ef það væru gerðar rásir og raufir í þá átt sem hentugast væri að fá hraunið.“ Hún telur að það mætti til dæmis reyna að beina því fram af sjávarhömrum vestan við bæinn. „Við myndum bjóða það velkomið að fara í gegnum Ísólfsskálaland og út á haf, ef einhver hefði áhuga á því,“ segir talsmaður landeigenda. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Grindavík Fornminjar Landbúnaður Almannavarnir Tengdar fréttir Telur hraunið geta náð Suðurstrandarvegi á einni til tveimur vikum Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur telur hraunið geta náð Suðurstrandarvegi á einni til tveimur vikum. Hann segir skynsamlegt að ráðist verði í varnir í Nátthaga til að þrengja för hraunsins í átt að veginum og út í sjó svo sem minnst tjón verði. 23. maí 2021 17:17 Svona rann hraun niður í Nátthaga Hraun fór að flæða niður í Nátthaga eftir hádegi í dag. Varnargarðar voru settir upp til að reyna að hindra það að hraun myndi flæða niður í Nátthaga og yfir Suðurstrandarveg. 22. maí 2021 14:19 Segir sóun að ætla að stöðva hraunið með varnargörðum Hafist var handa í dag við að hækka varnargarða á gosstöðvunum upp í átta metra hæð eftir að ríkisstjórnin samþykkti í morgun að verja tuttugu milljónum króna til verksins. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur telur þetta sóun, engin leið sé að stöðva hraunið með varnargörðum. 18. maí 2021 22:44 Varnargarðarnir alls ekki sóun ef Reykjanesið hefur vaknað til lífs Þó að varnargarðarnir á gosstöðvunum reynist gagnslausir í baráttunni við að halda hrauninu frá innviðum á Reykjanesi telur Hörn Hrafnsdóttir, umhverfis- og byggingarverkfræðingur hjá Verkís sem stýrir gerð varnargarðanna, að reynslan af verkefninu verði gífurlega gagnleg í framtíðinni ef eldstöðvar á Reykjanesi hafa vaknað til lífsins. 20. maí 2021 22:31 Landeigandi segir jarðeldana hafa komið upp í haugi Ísólfs Einn af landeigendum Geldingadala segir eldgosið hafa komið upp á haugi Ísólfs landnámsmanns og því sé alveg eins gott að kenna eldstöðina við Ísólf. Verið er að bæta göngu- og akstursleiðir að svæðinu en veðurspá helgarinnar er hins vegar afleit. 25. mars 2021 22:01 Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Telur hraunið geta náð Suðurstrandarvegi á einni til tveimur vikum Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur telur hraunið geta náð Suðurstrandarvegi á einni til tveimur vikum. Hann segir skynsamlegt að ráðist verði í varnir í Nátthaga til að þrengja för hraunsins í átt að veginum og út í sjó svo sem minnst tjón verði. 23. maí 2021 17:17
Svona rann hraun niður í Nátthaga Hraun fór að flæða niður í Nátthaga eftir hádegi í dag. Varnargarðar voru settir upp til að reyna að hindra það að hraun myndi flæða niður í Nátthaga og yfir Suðurstrandarveg. 22. maí 2021 14:19
Segir sóun að ætla að stöðva hraunið með varnargörðum Hafist var handa í dag við að hækka varnargarða á gosstöðvunum upp í átta metra hæð eftir að ríkisstjórnin samþykkti í morgun að verja tuttugu milljónum króna til verksins. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur telur þetta sóun, engin leið sé að stöðva hraunið með varnargörðum. 18. maí 2021 22:44
Varnargarðarnir alls ekki sóun ef Reykjanesið hefur vaknað til lífs Þó að varnargarðarnir á gosstöðvunum reynist gagnslausir í baráttunni við að halda hrauninu frá innviðum á Reykjanesi telur Hörn Hrafnsdóttir, umhverfis- og byggingarverkfræðingur hjá Verkís sem stýrir gerð varnargarðanna, að reynslan af verkefninu verði gífurlega gagnleg í framtíðinni ef eldstöðvar á Reykjanesi hafa vaknað til lífsins. 20. maí 2021 22:31
Landeigandi segir jarðeldana hafa komið upp í haugi Ísólfs Einn af landeigendum Geldingadala segir eldgosið hafa komið upp á haugi Ísólfs landnámsmanns og því sé alveg eins gott að kenna eldstöðina við Ísólf. Verið er að bæta göngu- og akstursleiðir að svæðinu en veðurspá helgarinnar er hins vegar afleit. 25. mars 2021 22:01