Eyjakonur geta í kvöld komist í lokaúrslitin í fyrsta sinn í sextán ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. maí 2021 15:30 Lina Cardell og félagar í ÍBV-liðinu geta endað sextán ára bið í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Valskonur og Eyjakonur geta í kvöld tryggt sér sæti í úrslitaeinvígi Íslandsmóts Olís deildar kvenna í handbolta en bæði liðin eru 1-0 yfir í undanúrslitaeinvígum sínum. ÍBV og Valur eru bæði í dauðafæri eftir útisigra í fyrsta leik um helgina og fá því heimaleik í kvöld. ÍBV vann nauman 27-26 sigur á deildarmeisturum KA/Þór á Akureyri en Valskonur unnu sannfærandi 28-22 sigur á Fram í Safamýrinni. Lið KA/Þór og Fram enduðu í tveimur efstu sætunum í deildarkeppninni en eru nú bæði í þeirri stöðu að þurfa að vinna í kvöld því annars eru liðin komin í sumarfrí. KA/Þór og Fram voru að spila sinn sinn fyrsta leik í úrslitakeppni um helgina en þau sátu hjá í fyrstu umferðinni. Valskonur hafa verið fastagestir í lokaúrslitunum undanfarin ár og geta komist þangað í þriðju úrslitakeppninni í röð. Það er aftur á móti langt síðan Eyjakonur komust svo langt. Takist Eyjaliðinu að tryggja sig inn í úrslitaeinvígið í kvöld verður það í fyrsta sinn í sextán ár sem ÍBV spilar um Íslandsmeistaratitil kvenna. ÍBV komst síðast í lokaúrslitin vorið 2005 þar sem liðið tapaði á móti Haukum. Síðasti Íslandsmeistaratitill ÍBV liðsins vannst hins vegar árið 2006 en þá var engin úrslitakeppni. Báðir leikirnir í kvöld verða sýndir beint á Stöð 2 Sport, leikur ÍBV og KA/Þór klukkan 18.00 og leikur Vals og Fram klukkan 19.40. Eftir leikina mun Seinni bylgjan gera upp báða leikina. Félög í lokaúrslitum kvenna 2009-2019: Fram 8 sinnum (2009, 2010, 2011, 2012, 2013, 2017, 2018, 2019) Stjarnan 6 sinnum (2009, 2013, 2014, 2015, 2016, 2017) Valur 6 sinnum (2010, 2011, 2012, 2014, 2018, 2019) Grótta 2 sinnum (2015, 2016) Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild kvenna Valur ÍBV Fram KA Þór Akureyri Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Fótbolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Fleiri fréttir „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Sjá meira
ÍBV og Valur eru bæði í dauðafæri eftir útisigra í fyrsta leik um helgina og fá því heimaleik í kvöld. ÍBV vann nauman 27-26 sigur á deildarmeisturum KA/Þór á Akureyri en Valskonur unnu sannfærandi 28-22 sigur á Fram í Safamýrinni. Lið KA/Þór og Fram enduðu í tveimur efstu sætunum í deildarkeppninni en eru nú bæði í þeirri stöðu að þurfa að vinna í kvöld því annars eru liðin komin í sumarfrí. KA/Þór og Fram voru að spila sinn sinn fyrsta leik í úrslitakeppni um helgina en þau sátu hjá í fyrstu umferðinni. Valskonur hafa verið fastagestir í lokaúrslitunum undanfarin ár og geta komist þangað í þriðju úrslitakeppninni í röð. Það er aftur á móti langt síðan Eyjakonur komust svo langt. Takist Eyjaliðinu að tryggja sig inn í úrslitaeinvígið í kvöld verður það í fyrsta sinn í sextán ár sem ÍBV spilar um Íslandsmeistaratitil kvenna. ÍBV komst síðast í lokaúrslitin vorið 2005 þar sem liðið tapaði á móti Haukum. Síðasti Íslandsmeistaratitill ÍBV liðsins vannst hins vegar árið 2006 en þá var engin úrslitakeppni. Báðir leikirnir í kvöld verða sýndir beint á Stöð 2 Sport, leikur ÍBV og KA/Þór klukkan 18.00 og leikur Vals og Fram klukkan 19.40. Eftir leikina mun Seinni bylgjan gera upp báða leikina. Félög í lokaúrslitum kvenna 2009-2019: Fram 8 sinnum (2009, 2010, 2011, 2012, 2013, 2017, 2018, 2019) Stjarnan 6 sinnum (2009, 2013, 2014, 2015, 2016, 2017) Valur 6 sinnum (2010, 2011, 2012, 2014, 2018, 2019) Grótta 2 sinnum (2015, 2016) Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Félög í lokaúrslitum kvenna 2009-2019: Fram 8 sinnum (2009, 2010, 2011, 2012, 2013, 2017, 2018, 2019) Stjarnan 6 sinnum (2009, 2013, 2014, 2015, 2016, 2017) Valur 6 sinnum (2010, 2011, 2012, 2014, 2018, 2019) Grótta 2 sinnum (2015, 2016)
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild kvenna Valur ÍBV Fram KA Þór Akureyri Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Fótbolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Fleiri fréttir „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Sjá meira