Ekki kennt í Fossvogsskóla næsta vetur Kjartan Kjartansson og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 26. maí 2021 21:58 Mygluskemmdir hafa verið í húsnæði Fosssvogsskóla og voru nemendur þaðan sendir í Korpuskóla í vetur. Vísir/Egill Frekari viðgerða er þörf á húsnæðis Fossvogsskóla og verður skólastarfsemi í Korpuskóla næsta vetur af þeim sökum. Foreldrum barna við skólann var tilkynnt þetta eftir fund skólaráðs Fossvogsskóla í kvöld. Asbest fannst meðal annars í gluggakistum í skólabyggingum. Miklar framkvæmdir hafa þegar farið fram til að ráða bót á mygluskemmdum í Fossvogsskóla sem hafa haft áhrif á skólastarfið þar. Foreldar hafa kvartað undan því að skemmdirnar hafi haft áhrif á heilsu barna þeirra. Skólastarfið var flutt í Korpuskóla í Grafarvogi í mars en ekki vildi betur til en svo að rakaskemmdir og mygla fundust einnig þar. Í pósti sem Ingibjörg Ýr Pálmadóttir, skólastjóri Fossvogsskóla, sendi foreldrum í kvöld kom fram að viðgerðirnar á byggingunum í Fossvogi væru umfangsmeiri en reiknað var með og að enduruppbygging húsnæðisins taki lengri tíma en áætlað var. Í fréttatilkynningu sem Reykjavíkurborg sendi frá sér segir að Fossvogsskóli verði „uppfærður miðað við nútímakröfur“ og að borgin hafi ákveðið að taka allar þrjár byggingar skólans í gegn. Rakaskemmdir séu enn til staðar í hluta bygginga sem ráðast þurfi í lagfæringar á. Fyrri endurbætur hafi skilað árangri og nýtist í nýjum framkvæmdum. „Reykjavíkurborg hefur nú tekið þá ákvörðun að flýta þeim framkvæmdum við skólann sem voru fyrirhugaðar á næstu árum og uppfæra hann samkvæmt nútíma kröfum um byggingar og kennslufræði til þess að lágmarka eins og kostur er frekara rask á skólastarfi og tryggja hagkvæmni. Það þýðir að engin skólastarfsemi mun fara fram þar næsta skólaári,“ segir í tilkynningunni. Asbest fannst í gluggakistum í byggingum sem kallaðar eru Vesturland og Meginland, að því er kemur fram í minnisblaði frá verkfræðistofunni Eflu sem fylgdi tölvupósti skólastjórans í kvöld. Byggingarefni með asbesti er þar segt ekki hafa áhrif á innivist eða loftgæði séu þau óhreyfð. Við þær framkvæmdir sem nú standa fyrir dyrum á gluggum þarf hins vegar að hreyfa við efninu. Efla mælir því með að asbestið verði fjarlægt. Í samtali við Vísi segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, að asbest hafi verið algengt byggingarefni á sínum tíma. „Ef það er látið í friði þá er það hættulaust en þegar það er fjarlægt þá þarf að beita varkárni. Þeir tiltaka sérstakar reglur þegar það á að fara að hrófla við því,“ sagði Helgi og vísaði til Vinnueftirlitsins. Fréttin hefur verið uppfærð. Mygla í Fossvogsskóla Skóla - og menntamál Reykjavík Grunnskólar Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Miklar framkvæmdir hafa þegar farið fram til að ráða bót á mygluskemmdum í Fossvogsskóla sem hafa haft áhrif á skólastarfið þar. Foreldar hafa kvartað undan því að skemmdirnar hafi haft áhrif á heilsu barna þeirra. Skólastarfið var flutt í Korpuskóla í Grafarvogi í mars en ekki vildi betur til en svo að rakaskemmdir og mygla fundust einnig þar. Í pósti sem Ingibjörg Ýr Pálmadóttir, skólastjóri Fossvogsskóla, sendi foreldrum í kvöld kom fram að viðgerðirnar á byggingunum í Fossvogi væru umfangsmeiri en reiknað var með og að enduruppbygging húsnæðisins taki lengri tíma en áætlað var. Í fréttatilkynningu sem Reykjavíkurborg sendi frá sér segir að Fossvogsskóli verði „uppfærður miðað við nútímakröfur“ og að borgin hafi ákveðið að taka allar þrjár byggingar skólans í gegn. Rakaskemmdir séu enn til staðar í hluta bygginga sem ráðast þurfi í lagfæringar á. Fyrri endurbætur hafi skilað árangri og nýtist í nýjum framkvæmdum. „Reykjavíkurborg hefur nú tekið þá ákvörðun að flýta þeim framkvæmdum við skólann sem voru fyrirhugaðar á næstu árum og uppfæra hann samkvæmt nútíma kröfum um byggingar og kennslufræði til þess að lágmarka eins og kostur er frekara rask á skólastarfi og tryggja hagkvæmni. Það þýðir að engin skólastarfsemi mun fara fram þar næsta skólaári,“ segir í tilkynningunni. Asbest fannst í gluggakistum í byggingum sem kallaðar eru Vesturland og Meginland, að því er kemur fram í minnisblaði frá verkfræðistofunni Eflu sem fylgdi tölvupósti skólastjórans í kvöld. Byggingarefni með asbesti er þar segt ekki hafa áhrif á innivist eða loftgæði séu þau óhreyfð. Við þær framkvæmdir sem nú standa fyrir dyrum á gluggum þarf hins vegar að hreyfa við efninu. Efla mælir því með að asbestið verði fjarlægt. Í samtali við Vísi segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, að asbest hafi verið algengt byggingarefni á sínum tíma. „Ef það er látið í friði þá er það hættulaust en þegar það er fjarlægt þá þarf að beita varkárni. Þeir tiltaka sérstakar reglur þegar það á að fara að hrófla við því,“ sagði Helgi og vísaði til Vinnueftirlitsins. Fréttin hefur verið uppfærð.
Mygla í Fossvogsskóla Skóla - og menntamál Reykjavík Grunnskólar Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira