Afganski herinn sagður í slæmu ástandi og óundirbúinn fyrir væntanleg átök Samúel Karl Ólason skrifar 27. maí 2021 09:59 Afganskir hermenn á ferð nærri Kabúl, höfuðborg Afganistans. AP/Rahmat Gul Afganski herinn er illa búinn fyrir væntanleg átök við Talibana. Sérfræðingar segja erfiða bardaga í vændum fyrir hermennina sem eru bæði illa þjálfaðir og útbúnir og þykja álíka líklegir til að sýna ríkisstjórninni hollustu og ganga til liðs við einhverja af fjölmörgum stríðsherrum Afganistans. Á undanförnum vikum síðan Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti brotthvarf bandarískra hermanna frá Afganistan og forsvarsmenn Atlantshafsbandalagsins tóku sömu ákvörðun, hefur Talibönum vaxið ásmegin og hafa þeir aukið yfirráðasvæði sitt í landinu. Stjórnarherinn heldur borgum og bæjum en Talibanar dreifðari byggð, heilt yfir. Stjórnarherinn hefur þó ekki sýnt mikla getu til að herja á Talibana og reka þá frá yfirráðasvæðum þeirra. Undanfarin tvö ár hafa um hundrað til 110 hermenn fallið eða særst á segi hverjum í átökum við Talibana. Það er samkvæmt heimildum AP fréttaveitunnar en ríkisstjórn Afganistans hætti fyrir þó nokkru síðan að birta upplýsingar um mannfall meðal hermanna. AP fréttaveitan hefur eftir sérfræðingi að án stuðnings Bandaríkjanna við stjórnarherinn sé það einungis tímaspursmál hvenær Talibanar munu bæta stöðu sína verulega í Afganistan. Þeir muni taka höfuðborgir þeirra héraða sem þeir stjórna nú þegar að mestu og halda þeim. Hermenn hafa kvartað undan slæmum og úr sér gengnum búnaði. Þeir segja vopn virka illa og klæðnað sem þeir fái endast stutt. Þá er spilling talin mjög mikil innan hersins og hermenn fá lítið og sjaldan greitt fyrir störf sín. Í frétt AP segir að formlega séu um þrjú hundruð þúsund hermenn í Afganistan en margir þeirra séu þó í raun ekki í hernum lengur eða hafi jafnvel aldrei verið það. Eins og áður segir eru þeir margir illa búnir og hafa þeir þar að auki margir hlotið litla sem enga þjálfun. Ríkisstjórn Afganistans staðhæfir þó að stjórnarherinn geti staðið í hárinu á Talibönum og muni gera það. Afganistan Bandaríkin NATO Hernaður Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Fleiri fréttir Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Sjá meira
Á undanförnum vikum síðan Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti brotthvarf bandarískra hermanna frá Afganistan og forsvarsmenn Atlantshafsbandalagsins tóku sömu ákvörðun, hefur Talibönum vaxið ásmegin og hafa þeir aukið yfirráðasvæði sitt í landinu. Stjórnarherinn heldur borgum og bæjum en Talibanar dreifðari byggð, heilt yfir. Stjórnarherinn hefur þó ekki sýnt mikla getu til að herja á Talibana og reka þá frá yfirráðasvæðum þeirra. Undanfarin tvö ár hafa um hundrað til 110 hermenn fallið eða særst á segi hverjum í átökum við Talibana. Það er samkvæmt heimildum AP fréttaveitunnar en ríkisstjórn Afganistans hætti fyrir þó nokkru síðan að birta upplýsingar um mannfall meðal hermanna. AP fréttaveitan hefur eftir sérfræðingi að án stuðnings Bandaríkjanna við stjórnarherinn sé það einungis tímaspursmál hvenær Talibanar munu bæta stöðu sína verulega í Afganistan. Þeir muni taka höfuðborgir þeirra héraða sem þeir stjórna nú þegar að mestu og halda þeim. Hermenn hafa kvartað undan slæmum og úr sér gengnum búnaði. Þeir segja vopn virka illa og klæðnað sem þeir fái endast stutt. Þá er spilling talin mjög mikil innan hersins og hermenn fá lítið og sjaldan greitt fyrir störf sín. Í frétt AP segir að formlega séu um þrjú hundruð þúsund hermenn í Afganistan en margir þeirra séu þó í raun ekki í hernum lengur eða hafi jafnvel aldrei verið það. Eins og áður segir eru þeir margir illa búnir og hafa þeir þar að auki margir hlotið litla sem enga þjálfun. Ríkisstjórn Afganistans staðhæfir þó að stjórnarherinn geti staðið í hárinu á Talibönum og muni gera það.
Afganistan Bandaríkin NATO Hernaður Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Fleiri fréttir Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Sjá meira