„Ekki einn maður haldið því fram að þetta sé sanngjarnt“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. maí 2021 16:21 Þórir Skarphéðinsson hugsar til þúsunda landsmanna sem tóku lán hjá Íbúðalánasjóði fyrir árið 2013 með 16% uppgreiðslugjaldi. Vísir/SigurjónÓ Lögmaður hjóna sem fögnuðu sigri í deilu við Íbúðalánasjóð vegna uppgreiðslugjalds sem metið var ólögmætt í héraðsdómi í desember segir nýfallinn dóm fullskipaðs Hæstarétts í málinu mikil vonbrigði. Dómurinn féll Íbúðalánasjóði í vil. Hjónin tóku fjörutíu ára lán hjá Íbúðalánasjóði árið 2008. Árið 2019 ætluðu þau að greiða inn á lánið sitt en komust að því að til þess að gera það þyrftu þau að greiða 16% uppgreiðsluþóknun af eftirstöðvum lánsins. 3,7 milljónir í krónum talið í tilfelli þessara hjóna. Hámarksuppgreiðslugjald á Íslandi hefur verið 1% frá árinu 2013. Þórir Skarphéðinsson, lögmaður hjónanna, segir dóminn mikinn vonbrigði fyrir hjónin en ekki síður allan þann fjölda fólks sem sé fast í viðjum þessara hávaxtalána Íbúðalánasjóðs sem það tók fyrir árið 2013. Fólkið geti ekki endurfjármagnað á sama tíma og margfalt betri kjör standi til boða. „Þetta er algjör viðsnúningur. Við vorum náttúrulega full bjartsýni og vonar eftir dóminn frá því í desember þar sem fjölskipaður héraðsdómur kemst að því að þessar uppreiðsluþóknanir væru ólögmætar. Sá dómur var mjög afgerandi og vel rökstuddur,“ segir Þórir. „Hæstiréttur þurfti að leggjast í ansi mikla vinnu til að snúa sig út úr þeim dómi - sem eru auðvitað vonbrigði.“ Allajafna dæmir einn dómari í málum í héraði. Stundum þrír þegar aðstæður kalla á það. Til dæmis þegar svo mikið er í húfi. Mörg þúsund manns og fleiri milljarðar króna. Þórir segist hafa talið að svo vel rökstuddur dómur yrði staðfestur í Hæstarétti en svo hafi ekki verið. „Það er ansi langt seilst í lagatúlkunum að mínu mati. Það er í raun þannig að allur vafi er túlkaður sjóðnum í hag,“ segir Þórir. Hann vísar til þess að tekið sé fram í dómi Hæstaréttar að heimild fyrir uppgreiðslugjaldi og reglugerð þess efnis hefði mátt vera skýrari. En það hafi ekki nægt til að staðfesta niðurstöðu í héraði. „Þarna er ákveðinn vafi í túlkun á ákvæðum en það er ekki túlkað umbjóðendum mínum í hag.“ Þórir segist enn vera að glöggva sig á niðurstöðunni. Hann sé ekki tilbúinn að úttala sig á þessu stigi hvort dómurinn hafi fordæmisgildi í öllum öðrum uppgreiðslumálum. Hann hugsar til fólks sem sé fast í klóm þessa láns. Alveg sama við hvern þú talar „Það hefur hellingur af fólki haft samband, sem stendur frammi fyrri því að endurfjármagna sig en þurfa að greiða 3-4 milljónir í þóknun.“ Upphæð sem í mörgum tilfellum er hærri en sú upphæð sem til stendur að greiða inn á lánið. „Það er skelfilegt að vera fastur í þessu á meðan verið er að bjóða önnur lán á miklu lægri vöxtum - en geta sig hvergi hreyft. Það hefur ekki einn maður haldið því fram að þetta sé sanngjarnt. Það er alveg sama við hvern þú talar.“ Dómsmál Húsnæðismál Tengdar fréttir Viðsnúningur í Hæstarétti vegna uppgreiðsluþóknunar Íbúðalánasjóðs Hæstiréttur sýknaði í dag Íbúðalánasjóð í einu máli er varðaði uppgreiðsluþóknun sjóðsins og ómerkti dóm í öðru og vísaði til meðferðar í héraði á nýjan leik. Héraðsdómur hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að uppgreiðsluþóknun Íbúðalánasjóðs hefði verið ólögmæt. 27. maí 2021 14:38 Áfrýjar dómi sem gæti kostað ríkið milljarða Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að áfrýja dómi í máli hjóna sem höfðu betur í dómsmáli gegn Íbúðarlánasjóði. Ríkið segir að þetta sé gert í ljósi þeirra verulegu hagsmuna sem undir séu. 8. desember 2020 14:15 Ólögmætt uppgreiðslugjald Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt uppgreiðslugjald lánþega á lánum sem tekin voru hjá Íbúðalánasjóði (ÍLS) á árunum 2005-13 ólögleg. ÍLS var óheimilt að krefja lánþega um greiðslu uppgreiðslugjalda þegar þeir greiddu lán sín upp. 6. desember 2020 10:01 Fögnuðu óvæntum sigri í máli sem gæti kostað ríkið milljarða Kona sem lagði Íbúðalánasjóð í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær segist ekki hafa átt von á niðurstöðunni, en dómurinn er sagður marka tímamót og gæti kostað ríkissjóð á annan tug milljarða. Dómurinn sé sigur fyrir lántakendur. 5. desember 2020 12:42 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira
Hjónin tóku fjörutíu ára lán hjá Íbúðalánasjóði árið 2008. Árið 2019 ætluðu þau að greiða inn á lánið sitt en komust að því að til þess að gera það þyrftu þau að greiða 16% uppgreiðsluþóknun af eftirstöðvum lánsins. 3,7 milljónir í krónum talið í tilfelli þessara hjóna. Hámarksuppgreiðslugjald á Íslandi hefur verið 1% frá árinu 2013. Þórir Skarphéðinsson, lögmaður hjónanna, segir dóminn mikinn vonbrigði fyrir hjónin en ekki síður allan þann fjölda fólks sem sé fast í viðjum þessara hávaxtalána Íbúðalánasjóðs sem það tók fyrir árið 2013. Fólkið geti ekki endurfjármagnað á sama tíma og margfalt betri kjör standi til boða. „Þetta er algjör viðsnúningur. Við vorum náttúrulega full bjartsýni og vonar eftir dóminn frá því í desember þar sem fjölskipaður héraðsdómur kemst að því að þessar uppreiðsluþóknanir væru ólögmætar. Sá dómur var mjög afgerandi og vel rökstuddur,“ segir Þórir. „Hæstiréttur þurfti að leggjast í ansi mikla vinnu til að snúa sig út úr þeim dómi - sem eru auðvitað vonbrigði.“ Allajafna dæmir einn dómari í málum í héraði. Stundum þrír þegar aðstæður kalla á það. Til dæmis þegar svo mikið er í húfi. Mörg þúsund manns og fleiri milljarðar króna. Þórir segist hafa talið að svo vel rökstuddur dómur yrði staðfestur í Hæstarétti en svo hafi ekki verið. „Það er ansi langt seilst í lagatúlkunum að mínu mati. Það er í raun þannig að allur vafi er túlkaður sjóðnum í hag,“ segir Þórir. Hann vísar til þess að tekið sé fram í dómi Hæstaréttar að heimild fyrir uppgreiðslugjaldi og reglugerð þess efnis hefði mátt vera skýrari. En það hafi ekki nægt til að staðfesta niðurstöðu í héraði. „Þarna er ákveðinn vafi í túlkun á ákvæðum en það er ekki túlkað umbjóðendum mínum í hag.“ Þórir segist enn vera að glöggva sig á niðurstöðunni. Hann sé ekki tilbúinn að úttala sig á þessu stigi hvort dómurinn hafi fordæmisgildi í öllum öðrum uppgreiðslumálum. Hann hugsar til fólks sem sé fast í klóm þessa láns. Alveg sama við hvern þú talar „Það hefur hellingur af fólki haft samband, sem stendur frammi fyrri því að endurfjármagna sig en þurfa að greiða 3-4 milljónir í þóknun.“ Upphæð sem í mörgum tilfellum er hærri en sú upphæð sem til stendur að greiða inn á lánið. „Það er skelfilegt að vera fastur í þessu á meðan verið er að bjóða önnur lán á miklu lægri vöxtum - en geta sig hvergi hreyft. Það hefur ekki einn maður haldið því fram að þetta sé sanngjarnt. Það er alveg sama við hvern þú talar.“
Dómsmál Húsnæðismál Tengdar fréttir Viðsnúningur í Hæstarétti vegna uppgreiðsluþóknunar Íbúðalánasjóðs Hæstiréttur sýknaði í dag Íbúðalánasjóð í einu máli er varðaði uppgreiðsluþóknun sjóðsins og ómerkti dóm í öðru og vísaði til meðferðar í héraði á nýjan leik. Héraðsdómur hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að uppgreiðsluþóknun Íbúðalánasjóðs hefði verið ólögmæt. 27. maí 2021 14:38 Áfrýjar dómi sem gæti kostað ríkið milljarða Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að áfrýja dómi í máli hjóna sem höfðu betur í dómsmáli gegn Íbúðarlánasjóði. Ríkið segir að þetta sé gert í ljósi þeirra verulegu hagsmuna sem undir séu. 8. desember 2020 14:15 Ólögmætt uppgreiðslugjald Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt uppgreiðslugjald lánþega á lánum sem tekin voru hjá Íbúðalánasjóði (ÍLS) á árunum 2005-13 ólögleg. ÍLS var óheimilt að krefja lánþega um greiðslu uppgreiðslugjalda þegar þeir greiddu lán sín upp. 6. desember 2020 10:01 Fögnuðu óvæntum sigri í máli sem gæti kostað ríkið milljarða Kona sem lagði Íbúðalánasjóð í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær segist ekki hafa átt von á niðurstöðunni, en dómurinn er sagður marka tímamót og gæti kostað ríkissjóð á annan tug milljarða. Dómurinn sé sigur fyrir lántakendur. 5. desember 2020 12:42 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira
Viðsnúningur í Hæstarétti vegna uppgreiðsluþóknunar Íbúðalánasjóðs Hæstiréttur sýknaði í dag Íbúðalánasjóð í einu máli er varðaði uppgreiðsluþóknun sjóðsins og ómerkti dóm í öðru og vísaði til meðferðar í héraði á nýjan leik. Héraðsdómur hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að uppgreiðsluþóknun Íbúðalánasjóðs hefði verið ólögmæt. 27. maí 2021 14:38
Áfrýjar dómi sem gæti kostað ríkið milljarða Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að áfrýja dómi í máli hjóna sem höfðu betur í dómsmáli gegn Íbúðarlánasjóði. Ríkið segir að þetta sé gert í ljósi þeirra verulegu hagsmuna sem undir séu. 8. desember 2020 14:15
Ólögmætt uppgreiðslugjald Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt uppgreiðslugjald lánþega á lánum sem tekin voru hjá Íbúðalánasjóði (ÍLS) á árunum 2005-13 ólögleg. ÍLS var óheimilt að krefja lánþega um greiðslu uppgreiðslugjalda þegar þeir greiddu lán sín upp. 6. desember 2020 10:01
Fögnuðu óvæntum sigri í máli sem gæti kostað ríkið milljarða Kona sem lagði Íbúðalánasjóð í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær segist ekki hafa átt von á niðurstöðunni, en dómurinn er sagður marka tímamót og gæti kostað ríkissjóð á annan tug milljarða. Dómurinn sé sigur fyrir lántakendur. 5. desember 2020 12:42