Sérfræðingar hafa áhyggjur af vanþekkingu Breta á píkunni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. júní 2021 07:42 „Það er hræðilegt að fólk viti svona lítið um píkuna og kvenlíkamann.“ Meirihluti Breta veit ekki hvað allir hlutar píkunnar heita og þá vita nærri 40 prósent ekki hvar snípurinn er. Þetta eru niðurstöður könnunar sem gerð var meðal einstaklinga á biðstofum heilbrigðisstofnana. Sérfræðingar segja niðurstöðurnar vekja áhyggjur af því að konur þekki líkama sinn ekki nægilega vel til að bera kennsl á þá kvilla sem þær kunna að þjást af né til að geta sannarlega veitt upplýst samþykki fyrir læknsifræðilegum inngripum. Um 170 konur tóku þátt í könnuninni og 20 karlar. Þátttakendurnir voru spurðir að því hversu mörg „göt“ konur hefðu sunnan naflans og voru beðnir um að nefna þau. Aðeins 46 prósent vissu að götin væru þrjú; þvagrásaropið, leggöngin og endaþarmsopið. „Við sjáum að það eru konur sem virðast ekki vita að þær eru með þvagrásarop, leggöng og endaþarmsop. Þær virðast halda að þvagrásaropið og leggöngin séu það sama,“ segir Fiona Reid, sérfræðingur í þvag- og kvensjúkdómalækningum við St. Mary's Hospital í Manchester. Þátttakendur fengu einnig mynd af píkunni og voru beðnir um að merkja inn eins marga hluta hennar og þeir gátu. Næstum helmingur valdi að sleppa þessum hluta könnunarinnar en aðeins 9 prósent gátu nefnt alla hluta píkunnar. Flestir gátu merkt inn leggöngin og endaþarmsopið en aðeins 49 prósent merktu inn skapabarmana og 18 prósent spöngina. Þá ruglaðist fólk á snípnum og þvagrásaropinu. „Það er hræðilegt að fólk viti svona lítið um píkuna og kvenlíkamann,“ segir Lynn Enright, höfundur bókarinnar Vagina: A Re-education. „Það kemur hins vegar ekki á óvart.“ Enright segist telja algengara að fólk kannist við innri æxlunarfæri kvenna en píkuna sjálfa. Könnunin leiddi einnig í ljós að fólk þekkti sjúkdóma sem herja á öll kyn mun betur en sjúkdóma tengda kvenlíffærunum. Þannig könnuðust flestir við sykursýki og heilablóðfall en aðeins um helmingur vissi hvað grindarbotnssig var og þá könnuðust aðeins 23 prósent við vöðvahnúta í legi. Báðir „sjúkdómar“ hrjá um þriðjung kvenna einhvern tímann á lífsleiðinni. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá Guardian. Jafnréttismál Heilbrigðismál Bretland Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Fleiri fréttir Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Sjá meira
Sérfræðingar segja niðurstöðurnar vekja áhyggjur af því að konur þekki líkama sinn ekki nægilega vel til að bera kennsl á þá kvilla sem þær kunna að þjást af né til að geta sannarlega veitt upplýst samþykki fyrir læknsifræðilegum inngripum. Um 170 konur tóku þátt í könnuninni og 20 karlar. Þátttakendurnir voru spurðir að því hversu mörg „göt“ konur hefðu sunnan naflans og voru beðnir um að nefna þau. Aðeins 46 prósent vissu að götin væru þrjú; þvagrásaropið, leggöngin og endaþarmsopið. „Við sjáum að það eru konur sem virðast ekki vita að þær eru með þvagrásarop, leggöng og endaþarmsop. Þær virðast halda að þvagrásaropið og leggöngin séu það sama,“ segir Fiona Reid, sérfræðingur í þvag- og kvensjúkdómalækningum við St. Mary's Hospital í Manchester. Þátttakendur fengu einnig mynd af píkunni og voru beðnir um að merkja inn eins marga hluta hennar og þeir gátu. Næstum helmingur valdi að sleppa þessum hluta könnunarinnar en aðeins 9 prósent gátu nefnt alla hluta píkunnar. Flestir gátu merkt inn leggöngin og endaþarmsopið en aðeins 49 prósent merktu inn skapabarmana og 18 prósent spöngina. Þá ruglaðist fólk á snípnum og þvagrásaropinu. „Það er hræðilegt að fólk viti svona lítið um píkuna og kvenlíkamann,“ segir Lynn Enright, höfundur bókarinnar Vagina: A Re-education. „Það kemur hins vegar ekki á óvart.“ Enright segist telja algengara að fólk kannist við innri æxlunarfæri kvenna en píkuna sjálfa. Könnunin leiddi einnig í ljós að fólk þekkti sjúkdóma sem herja á öll kyn mun betur en sjúkdóma tengda kvenlíffærunum. Þannig könnuðust flestir við sykursýki og heilablóðfall en aðeins um helmingur vissi hvað grindarbotnssig var og þá könnuðust aðeins 23 prósent við vöðvahnúta í legi. Báðir „sjúkdómar“ hrjá um þriðjung kvenna einhvern tímann á lífsleiðinni. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá Guardian.
Jafnréttismál Heilbrigðismál Bretland Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Fleiri fréttir Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Sjá meira