Furðuleg froða í læk við Vog Árni Sæberg skrifar 3. júní 2021 15:11 Froðan rennur úr frárennsli við Stórhöfða. Vísir/Vilhelm Mikil froða gaus upp við frárennsli í læk við Vog, sjúkrahús SÁÁ við Stórhöfða í Reykjavík, í dag. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hafði ekki fengið tilkynningu um froðuna þegar fréttastofa grennslaðist fyrir um orsakir froðunnar. Þó vissi starfsmaður eftirlitsins strax um hvaða læk var að ræða. Undanfarið hefur mikið borið á að lækurinn freyði. Eftirlitinu hefur ekki enn tekist að finna upptök froðunnar þrátt fyrir miklar rannsóknir. Froðan er forkunnarfögur, þó hún sé ekki æskileg.Vísir/Vilhelm Orsakast líklega af aðskotaefnum í niðurföllum Rannsóknir heilbrigðiseftirlitsins benda til þess að hreinsiefni berist í niðurföll utandyra sem eru ekki í stakk búin að taka við slíkum efnum. Þó nefnir starfsmaður eftirlitsins þann möguleika að rangar tengingar niðurfalla innandyra séu rót vandans. Heilbrigðiseftirlitið biðlar til fólks að gæta vel að því hvað fer í niðurföll utandyra. Sér í lagi sé mikilvægt að fyrirtæki sem stunda bílaþvott láti affallsvatn renna í niðurföll búin sérhæfðum skiljum. Erfitt sé að rekja upptökin Starfsmaður eftirlitsins segir nær ómögulegt að rekja upptök froðunnar þar sem ekki sé hægt að setja upp gildrur líkt og gert er þegar um skólp er að ræða. Þá er froðan oftar en ekki runnin til sjávar þegar eftirlitið ber að garði. Yfirborðsvatn af ógnarstóru svæði rennur um lækinn og ekki auðveldar það eftirlitinu rannsóknir. Lækurinn tekur við vatni frá hluta Höfðahverfis og alls Hálsahverfis. Gróður við lækinn er nú tandurhreinn.Vísir/Vilhelm Heilbrigðiseftirlitið telur ekki hættu á ferð Froðan í læknum stafar líklega af hreinsiefnum sem flokkast ekki sem eiturefni og því telur eftirlitið enga hættu á ferð. Þó geta slík efni verið ertandi fyrir þau með viðkvæma húð. Heilbrigðiseftirlitið rannsakar þó öll óeðlileg tilvik og eru starfsmenn þess því við rannsóknir á læknum. Ef rannsóknir eftirlitsins benda til hættu verður send út tilkynning þess efnis. Spilliefni geta hæglega borist með yfirborðsvatni og er fólk því beðið að fara með gát þegar vatn er öðruvísi en það á til með að vera. Til dæmis barst olía í Elliðaárnar síðast í febrúar. Froðan dró forvitna að læknum.Vísir/Vilhelm Umhverfismál Reykjavík Skólp Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hafði ekki fengið tilkynningu um froðuna þegar fréttastofa grennslaðist fyrir um orsakir froðunnar. Þó vissi starfsmaður eftirlitsins strax um hvaða læk var að ræða. Undanfarið hefur mikið borið á að lækurinn freyði. Eftirlitinu hefur ekki enn tekist að finna upptök froðunnar þrátt fyrir miklar rannsóknir. Froðan er forkunnarfögur, þó hún sé ekki æskileg.Vísir/Vilhelm Orsakast líklega af aðskotaefnum í niðurföllum Rannsóknir heilbrigðiseftirlitsins benda til þess að hreinsiefni berist í niðurföll utandyra sem eru ekki í stakk búin að taka við slíkum efnum. Þó nefnir starfsmaður eftirlitsins þann möguleika að rangar tengingar niðurfalla innandyra séu rót vandans. Heilbrigðiseftirlitið biðlar til fólks að gæta vel að því hvað fer í niðurföll utandyra. Sér í lagi sé mikilvægt að fyrirtæki sem stunda bílaþvott láti affallsvatn renna í niðurföll búin sérhæfðum skiljum. Erfitt sé að rekja upptökin Starfsmaður eftirlitsins segir nær ómögulegt að rekja upptök froðunnar þar sem ekki sé hægt að setja upp gildrur líkt og gert er þegar um skólp er að ræða. Þá er froðan oftar en ekki runnin til sjávar þegar eftirlitið ber að garði. Yfirborðsvatn af ógnarstóru svæði rennur um lækinn og ekki auðveldar það eftirlitinu rannsóknir. Lækurinn tekur við vatni frá hluta Höfðahverfis og alls Hálsahverfis. Gróður við lækinn er nú tandurhreinn.Vísir/Vilhelm Heilbrigðiseftirlitið telur ekki hættu á ferð Froðan í læknum stafar líklega af hreinsiefnum sem flokkast ekki sem eiturefni og því telur eftirlitið enga hættu á ferð. Þó geta slík efni verið ertandi fyrir þau með viðkvæma húð. Heilbrigðiseftirlitið rannsakar þó öll óeðlileg tilvik og eru starfsmenn þess því við rannsóknir á læknum. Ef rannsóknir eftirlitsins benda til hættu verður send út tilkynning þess efnis. Spilliefni geta hæglega borist með yfirborðsvatni og er fólk því beðið að fara með gát þegar vatn er öðruvísi en það á til með að vera. Til dæmis barst olía í Elliðaárnar síðast í febrúar. Froðan dró forvitna að læknum.Vísir/Vilhelm
Umhverfismál Reykjavík Skólp Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira