Kalla bjórinn heim frá Afganistan Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. júní 2021 23:18 Þjóðverjar hafa þegar hafist handa við að draga herlið sitt, og fleira, frá Afganistan. Jan Woitas/Getty Stjórnvöld í Þýskalandi hafa ákveðið að ráða verktaka í að flytja tæplega 23 þúsund lítra af bjór frá Afganistan aftur til Þýskalands, nú þegar Atlantshafsbandalagið (NATO) undirbýr að draga hermenn sína út úr Afganistan. Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu og segir hluta ástæðunnar vera að yfirmenn hafi lagt blátt bann við áfengisneyslu hermanna sökum aukins ofbeldis sem gætt hefur í Afganistan í aðdraganda þess að herlið hverfi þaðan á brott. Ekki var hægt að koma veigunum í verð af trúarlegum og menningarlegum ástæðum, en neysla áfengis er flestum íbúum landsins óheimil samkvæmt lögum. BBC hefur eftir talskonu þýska varnarmálaráðuneytisins að búið sé að finna verktaka til þess að fara með bjórinn til Þýskalands. Þýski miðillinn Der Spiegel greindi fyrst frá því á föstudag að þýskir hermenn ættu mikið af umframbirgðum af áfengi í búðum sínum. Almennt leyfist þeim að drekka tvo bjóra á dag, eða annað sem nemur því áfengismagni. Í Marmal-herbúðum í norðurhluta Afganistan er þannig að finna yfir 60 þúsund bjórdósir og hundruð vínflaska, sem ekki hafa nýst hermönnum sökum hinna nýju reglna. Sem stendur eru rúmlega 1.100 þýskir hermenn í Afganistan. NATO á útleið Joe Biden Bandaríkjaforseti tilkynnti í apríl síðastliðnum að hann myndi draga allt bandarískt herlið út úr Afganistan fyrir 11. september 2021 en þá verða 20 ár liðin upp á dag frá árásunum á Tvíburaturnana í New York. Árásirnar voru kveikjan að innrás Bandaríkjanna í Afganistan haustið 2001. Skömmu eftir að Biden tilkynnti um þessi áform tóku leiðtogar bandalagsþjóða í NATO við að greina frá sams konar fyrirætlunum. Þeir ætli að draga herlið sitt frá Afganistan. Í kjölfarið hefur orðið aukning í ofbeldi og átökum víðs vegar um landið. Bandarísk stjórnvöld og aðrar NATO-þjóðir hafa kennt Talíbönum, ofstækisþjóðernishreyfingunni sem átt hefur í skæruhernaði við stjórnvöld í Afganistan og erlent herlið í landinu, um ástandið. Talíbanar hafa sjálfir hafnað því að eiga hlut að máli. Bandaríkin NATO Þýskaland Afganistan Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Fleiri fréttir Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Sjá meira
Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu og segir hluta ástæðunnar vera að yfirmenn hafi lagt blátt bann við áfengisneyslu hermanna sökum aukins ofbeldis sem gætt hefur í Afganistan í aðdraganda þess að herlið hverfi þaðan á brott. Ekki var hægt að koma veigunum í verð af trúarlegum og menningarlegum ástæðum, en neysla áfengis er flestum íbúum landsins óheimil samkvæmt lögum. BBC hefur eftir talskonu þýska varnarmálaráðuneytisins að búið sé að finna verktaka til þess að fara með bjórinn til Þýskalands. Þýski miðillinn Der Spiegel greindi fyrst frá því á föstudag að þýskir hermenn ættu mikið af umframbirgðum af áfengi í búðum sínum. Almennt leyfist þeim að drekka tvo bjóra á dag, eða annað sem nemur því áfengismagni. Í Marmal-herbúðum í norðurhluta Afganistan er þannig að finna yfir 60 þúsund bjórdósir og hundruð vínflaska, sem ekki hafa nýst hermönnum sökum hinna nýju reglna. Sem stendur eru rúmlega 1.100 þýskir hermenn í Afganistan. NATO á útleið Joe Biden Bandaríkjaforseti tilkynnti í apríl síðastliðnum að hann myndi draga allt bandarískt herlið út úr Afganistan fyrir 11. september 2021 en þá verða 20 ár liðin upp á dag frá árásunum á Tvíburaturnana í New York. Árásirnar voru kveikjan að innrás Bandaríkjanna í Afganistan haustið 2001. Skömmu eftir að Biden tilkynnti um þessi áform tóku leiðtogar bandalagsþjóða í NATO við að greina frá sams konar fyrirætlunum. Þeir ætli að draga herlið sitt frá Afganistan. Í kjölfarið hefur orðið aukning í ofbeldi og átökum víðs vegar um landið. Bandarísk stjórnvöld og aðrar NATO-þjóðir hafa kennt Talíbönum, ofstækisþjóðernishreyfingunni sem átt hefur í skæruhernaði við stjórnvöld í Afganistan og erlent herlið í landinu, um ástandið. Talíbanar hafa sjálfir hafnað því að eiga hlut að máli.
Bandaríkin NATO Þýskaland Afganistan Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Fleiri fréttir Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Sjá meira