Bjarni um Guðlaug: „Orð sögð í hita leiksins“ Snorri Másson skrifar 8. júní 2021 13:44 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur ekki áhyggjur af samstöðu innan Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hefur skilning á að mönnum hlaupi kapp í kinn í prófkjörsbaráttu, eins og raunin varð með Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra á sigurfögnuði um helgina. „Vettvangur stjórnmálanna er um margt ólíkur öðrum sviðum samfélagsins. Þar hleypur mönnum oft kapp í kinn og það er ýmislegt sagt. En niðurstaðan í þessu, sama hvað þú vilt fara í miklar bollaleggingar um framtíðina, er einfaldlega mjög ánægjuleg fyrir okkur Sjálfstæðismenn,“ segir Bjarni. Harkan í átökum Guðlaugs Þórs og Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur varð ljós í sigurræðu Guðlaugs á kosningavöku um helgina, þar sem hann sagði að einhverjir ónefndir aðilar hafi lagt gríðarlega áherslu á að hann yrði ekki oddviti flokksins í kjördæminu. „Þið sáuð til þess að allir þeir sem unnu gegn því, að þeir töpuðu,“ sagði Guðlaugur við stuðningsmenn sína í ræðunni. Í viðtali við fréttastofu fer Bjarni yfir málið og segist þar ekki vita nákvæmlega til hvers Guðlaugur er að vísa. „Síðast þegar við héldum prófkjör í Reykjavík nutum við þess að hafa Ólöfu Nordal með okkur. Við höfum gengið til kosninga í millitíðinni og við höfum stillt upp listum þannig að við erum með tvö kjördæmi í Reykjavík og það hafa verið tveir oddvitar. En Guðlaugur var samt sem áður á eftir Ólöfu í síðasta prófkjöri. Kannski er verið að vísa til þess að hann hafi verið efstur í goggunarröðinni ef svo mætti að orði komast. En þetta eru orð sögð í hita leiksins og ég finn ekki annað en að í þingliðinu okkar ætli menn að snúa bökum saman og sækja fram sem ein öflug heild.“ Bjarni segist aðspurður ekki hafa viljað sérstaklega að Áslaug Arna tæki oddvitasætið í stað Guðlaugs, heldur eigi vilji flokksmanna í Reykjavík að ráða því. Hann tekur ekki afstöðu til þess. Rætt hefur verið um að niðurstaðan í prófkjörinu geti haft nokkuð um það að segja hver tekur við sem formaður flokksins á eftir Bjarna. Vill halda Sigríði og Brynjari í flokknum Bjarni vonast enn til að fá Sigríði Andersen og Brynjar Níelsson á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Hann vill fjölga þingmönnum Reykvíkinga. Brynjar og Sigríður sóttust bæði eftir öðru sæti í prófkjöri Reykvíkinga en báru hvort tveggja nokkuð skarðan hlut frá borði. Brynjar hafnaði í 5. sæti og segist hafa kvatt stjórnmálin en Sigríður var ekki einu sinni á meðal efstu átta í prófkjörinu. Hún segist ekki fara fram á sæti á listanum. „Þetta sýnir að pólitíkin er harður heimur, jafnvel þingmenn sem eru með langan þingferil og mikla reynslu, geta átt undir högg að sækja gagnvart nýjum frambjóðendum. Það er í sjálfu sér ekkert nýtt í því en persónulega er ég nú að vonast til þess að við njótum áfram krafta þeirra og förum inn í kosningarnar í haust með þann metnað að fjölga þingmönnum Reykvíkinga fyrir Sjálfstæðisflokkinn,“ segir Bjarni. Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavíkurkjördæmi norður Tengdar fréttir Segir missi að Brynjari og vill að hann endurskoði ákvörðun sína Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, sem sigraði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í gær, vonast til að þingmaðurinn Brynjar Níelsson endurhugsi stöðu sína og taki þriðja sæti á öðrum lista flokksins í Reykjavík. Brynjar sóttist eftir öðru sæti í prófkjörinu en hafnaði í því fimmta. 6. júní 2021 23:27 Baráttan bara rétt að byrja Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, sem sigraði í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík, er gríðaránægður með niðurstöðuna. Hann segir kosningu Diljár Mistar Einarsdóttur aðstoðarmanns síns eftirtektarverða - og þá sé spenna milli framboðs hans og Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra að baki. 6. júní 2021 13:30 Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Fleiri fréttir Óttast að stóru verkfræðistofunnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Sjá meira
„Vettvangur stjórnmálanna er um margt ólíkur öðrum sviðum samfélagsins. Þar hleypur mönnum oft kapp í kinn og það er ýmislegt sagt. En niðurstaðan í þessu, sama hvað þú vilt fara í miklar bollaleggingar um framtíðina, er einfaldlega mjög ánægjuleg fyrir okkur Sjálfstæðismenn,“ segir Bjarni. Harkan í átökum Guðlaugs Þórs og Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur varð ljós í sigurræðu Guðlaugs á kosningavöku um helgina, þar sem hann sagði að einhverjir ónefndir aðilar hafi lagt gríðarlega áherslu á að hann yrði ekki oddviti flokksins í kjördæminu. „Þið sáuð til þess að allir þeir sem unnu gegn því, að þeir töpuðu,“ sagði Guðlaugur við stuðningsmenn sína í ræðunni. Í viðtali við fréttastofu fer Bjarni yfir málið og segist þar ekki vita nákvæmlega til hvers Guðlaugur er að vísa. „Síðast þegar við héldum prófkjör í Reykjavík nutum við þess að hafa Ólöfu Nordal með okkur. Við höfum gengið til kosninga í millitíðinni og við höfum stillt upp listum þannig að við erum með tvö kjördæmi í Reykjavík og það hafa verið tveir oddvitar. En Guðlaugur var samt sem áður á eftir Ólöfu í síðasta prófkjöri. Kannski er verið að vísa til þess að hann hafi verið efstur í goggunarröðinni ef svo mætti að orði komast. En þetta eru orð sögð í hita leiksins og ég finn ekki annað en að í þingliðinu okkar ætli menn að snúa bökum saman og sækja fram sem ein öflug heild.“ Bjarni segist aðspurður ekki hafa viljað sérstaklega að Áslaug Arna tæki oddvitasætið í stað Guðlaugs, heldur eigi vilji flokksmanna í Reykjavík að ráða því. Hann tekur ekki afstöðu til þess. Rætt hefur verið um að niðurstaðan í prófkjörinu geti haft nokkuð um það að segja hver tekur við sem formaður flokksins á eftir Bjarna. Vill halda Sigríði og Brynjari í flokknum Bjarni vonast enn til að fá Sigríði Andersen og Brynjar Níelsson á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Hann vill fjölga þingmönnum Reykvíkinga. Brynjar og Sigríður sóttust bæði eftir öðru sæti í prófkjöri Reykvíkinga en báru hvort tveggja nokkuð skarðan hlut frá borði. Brynjar hafnaði í 5. sæti og segist hafa kvatt stjórnmálin en Sigríður var ekki einu sinni á meðal efstu átta í prófkjörinu. Hún segist ekki fara fram á sæti á listanum. „Þetta sýnir að pólitíkin er harður heimur, jafnvel þingmenn sem eru með langan þingferil og mikla reynslu, geta átt undir högg að sækja gagnvart nýjum frambjóðendum. Það er í sjálfu sér ekkert nýtt í því en persónulega er ég nú að vonast til þess að við njótum áfram krafta þeirra og förum inn í kosningarnar í haust með þann metnað að fjölga þingmönnum Reykvíkinga fyrir Sjálfstæðisflokkinn,“ segir Bjarni.
Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavíkurkjördæmi norður Tengdar fréttir Segir missi að Brynjari og vill að hann endurskoði ákvörðun sína Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, sem sigraði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í gær, vonast til að þingmaðurinn Brynjar Níelsson endurhugsi stöðu sína og taki þriðja sæti á öðrum lista flokksins í Reykjavík. Brynjar sóttist eftir öðru sæti í prófkjörinu en hafnaði í því fimmta. 6. júní 2021 23:27 Baráttan bara rétt að byrja Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, sem sigraði í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík, er gríðaránægður með niðurstöðuna. Hann segir kosningu Diljár Mistar Einarsdóttur aðstoðarmanns síns eftirtektarverða - og þá sé spenna milli framboðs hans og Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra að baki. 6. júní 2021 13:30 Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Fleiri fréttir Óttast að stóru verkfræðistofunnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Sjá meira
Segir missi að Brynjari og vill að hann endurskoði ákvörðun sína Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, sem sigraði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í gær, vonast til að þingmaðurinn Brynjar Níelsson endurhugsi stöðu sína og taki þriðja sæti á öðrum lista flokksins í Reykjavík. Brynjar sóttist eftir öðru sæti í prófkjörinu en hafnaði í því fimmta. 6. júní 2021 23:27
Baráttan bara rétt að byrja Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, sem sigraði í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík, er gríðaránægður með niðurstöðuna. Hann segir kosningu Diljár Mistar Einarsdóttur aðstoðarmanns síns eftirtektarverða - og þá sé spenna milli framboðs hans og Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra að baki. 6. júní 2021 13:30
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent