Anníe Mist inn á heimsleikana í CrossFit tíu mánuðum eftir að hún átti barn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júní 2021 09:31 Anníe Mist Þórisdóttir eignaðist Freyju Mist í ágúst síðastliðnum en í gær tryggði hún sér sæti á heimsleikunum í CrossFit seinna í sumar. Instagram/@anniethorisdottir Anníe Mist Þórisdóttir tryggði sér í gær sæti á heimsleikunum í gær aðeins tíu mánuðum eftir að hún eignaðist dóttur sína Feyju Mist. Ísland verður með fjóra keppendur á heimsleikunum í CrossFit sem fara fram um mánaðamótin júlí og ágúst en þetta varð ljóst eftir að keppni lauk í undanúrslitamótunum tveimur sem voru í boði fyrir besta íslenska CrossFit fólkið. Ísland átti sjö keppendur í undanúrslitamótunum og allir nema þrír þeirra unnu sér inn farseðilinn á heimsmeistaramótið. Enginn náði að tryggja sér sæti á aukamótinu og því fjölgar ekki í þessum hópi Íslendinga á leikunum í ár. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Björgvin Karl Guðmundsson stóð sig best af öllum Íslendingunum með því að vinna Lowlands Throwdown mótið í Hollandi en vinkonurnar Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir urðu báðar í þriðja sæti á sínum mótum, Anníe Mist á Lowlands Throwdown en Katrín Tanja á German Throwdown. Þuríður Erla Helgadóttir náði síðan fimmta og síðasta sætinu á Lowlands Throwdown. Björgvin Karl var með 484 stig eða átta fleiri en Svisslendingurinn Adrian Mundwiler sem varð annar. Björgvin vann eina grein og varð í öðru sæti í tveimur. Anníe Mist fékk 528 stig og deildi þriðja sætinu með Gabriela Migala frá Póllandi. Írinn Emma McQuaid vann mótið með 552 stig og Ungverjinn Laura Horváth varð önnur með 544 stig. Þuríður Erla náði 460 stigum en hún varð í öðru sæti í tveimur greinanna. Anníe Mist vann eina og varð í öðru sæti í tveimur. Anníe Mist eignaðist dóttur sína Freyju Mist í ágúst síðastliðnum og verður því búin að keppa á heimsleikunum áður en Freyja heldur upp á eins árs afmælið sitt. Þetta verða elleftu heimsleikar Anníe en hún hefur tvisvar orðið heimsmeistari og fimm sinnum komist á verðlaunapall. Anníe Mist gerði reyndar keppnina enn erfiðari fyrir sig með því að gera eina æfinguna tvisvar eftir að hún uppgötvaði að upptakan var ekki nógu góð. Hún náði næstum því sama tíma og vann þá grein. Þetta aukaálag stoppaði hana samt ekki því hún endaði aðeins 24 stigum frá fyrsta sætinu. „Ég vil sýna dóttur minni að þótt að ég hafi eignast hana þá get ég samt haldið áfram á mínum ferli ef ég vil. Ég vil sýna Freyju hvað það þýðir að vera sterkur, ekki bara líkamlega, og ég trúi því að ég sé betri móðir með því að hugsa vel um sjálfa mig og verða ég sjálf á ný. Þá get ég gefið henni enn meira,“ sagði Anníe Mist í viðtali við Morning Chalk Up fyrir mótið. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) Katrín Tanja fékk 468 stig en þær norsku Kristin Holte (572 stig) og Jacqueline Dahlström (552) voru með nokkra yfirburði. Katrín náði að vinna eina grein eins og Anníe Mist. Haraldur Holgersson stóð sig best af íslensku strákunum á German Throwdown en hann varð í níunda sætinu þar. Haraldur rétt missti því að fá annað tækifæri. Fimm fyrstu sæti gáfu sæti á heimsleikunum en næstu þrjú sæti gáfu síðan sæti í sérstöku aukamóti þar sem fólkið sem var næst því að tryggja sig inn á undanúrslitamótinu fær annað tækifæri. Þröstur Ólafson varð í 22. sæti á German Throwdown og Sólveig Sigurðardóttir varð í þrettánda sætinu á Lowlands Throwdown. View this post on Instagram A post shared by CrossFit® Lowlands Throwdown (@crossfitlowlandsthrowdown) CrossFit Mest lesið Leik lokið: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Íslenski boltinn Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Íslenski boltinn Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Tottenham einu skrefi nær titli eftir sigur í norður Noregi Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Leik lokið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Alfons mættur til norður Noregs til að styðja gömlu félagana á móti Tottenham Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Frá Eyjum til Ísraels „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Sjá meira
Ísland verður með fjóra keppendur á heimsleikunum í CrossFit sem fara fram um mánaðamótin júlí og ágúst en þetta varð ljóst eftir að keppni lauk í undanúrslitamótunum tveimur sem voru í boði fyrir besta íslenska CrossFit fólkið. Ísland átti sjö keppendur í undanúrslitamótunum og allir nema þrír þeirra unnu sér inn farseðilinn á heimsmeistaramótið. Enginn náði að tryggja sér sæti á aukamótinu og því fjölgar ekki í þessum hópi Íslendinga á leikunum í ár. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Björgvin Karl Guðmundsson stóð sig best af öllum Íslendingunum með því að vinna Lowlands Throwdown mótið í Hollandi en vinkonurnar Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir urðu báðar í þriðja sæti á sínum mótum, Anníe Mist á Lowlands Throwdown en Katrín Tanja á German Throwdown. Þuríður Erla Helgadóttir náði síðan fimmta og síðasta sætinu á Lowlands Throwdown. Björgvin Karl var með 484 stig eða átta fleiri en Svisslendingurinn Adrian Mundwiler sem varð annar. Björgvin vann eina grein og varð í öðru sæti í tveimur. Anníe Mist fékk 528 stig og deildi þriðja sætinu með Gabriela Migala frá Póllandi. Írinn Emma McQuaid vann mótið með 552 stig og Ungverjinn Laura Horváth varð önnur með 544 stig. Þuríður Erla náði 460 stigum en hún varð í öðru sæti í tveimur greinanna. Anníe Mist vann eina og varð í öðru sæti í tveimur. Anníe Mist eignaðist dóttur sína Freyju Mist í ágúst síðastliðnum og verður því búin að keppa á heimsleikunum áður en Freyja heldur upp á eins árs afmælið sitt. Þetta verða elleftu heimsleikar Anníe en hún hefur tvisvar orðið heimsmeistari og fimm sinnum komist á verðlaunapall. Anníe Mist gerði reyndar keppnina enn erfiðari fyrir sig með því að gera eina æfinguna tvisvar eftir að hún uppgötvaði að upptakan var ekki nógu góð. Hún náði næstum því sama tíma og vann þá grein. Þetta aukaálag stoppaði hana samt ekki því hún endaði aðeins 24 stigum frá fyrsta sætinu. „Ég vil sýna dóttur minni að þótt að ég hafi eignast hana þá get ég samt haldið áfram á mínum ferli ef ég vil. Ég vil sýna Freyju hvað það þýðir að vera sterkur, ekki bara líkamlega, og ég trúi því að ég sé betri móðir með því að hugsa vel um sjálfa mig og verða ég sjálf á ný. Þá get ég gefið henni enn meira,“ sagði Anníe Mist í viðtali við Morning Chalk Up fyrir mótið. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) Katrín Tanja fékk 468 stig en þær norsku Kristin Holte (572 stig) og Jacqueline Dahlström (552) voru með nokkra yfirburði. Katrín náði að vinna eina grein eins og Anníe Mist. Haraldur Holgersson stóð sig best af íslensku strákunum á German Throwdown en hann varð í níunda sætinu þar. Haraldur rétt missti því að fá annað tækifæri. Fimm fyrstu sæti gáfu sæti á heimsleikunum en næstu þrjú sæti gáfu síðan sæti í sérstöku aukamóti þar sem fólkið sem var næst því að tryggja sig inn á undanúrslitamótinu fær annað tækifæri. Þröstur Ólafson varð í 22. sæti á German Throwdown og Sólveig Sigurðardóttir varð í þrettánda sætinu á Lowlands Throwdown. View this post on Instagram A post shared by CrossFit® Lowlands Throwdown (@crossfitlowlandsthrowdown)
CrossFit Mest lesið Leik lokið: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Íslenski boltinn Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Íslenski boltinn Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Tottenham einu skrefi nær titli eftir sigur í norður Noregi Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Leik lokið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Alfons mættur til norður Noregs til að styðja gömlu félagana á móti Tottenham Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Frá Eyjum til Ísraels „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Sjá meira