Missti fingur þegar hann klemmdi sig á glussatjakki Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. júní 2021 13:59 Lögreglan á Suðurlandi hafði í ýmsu að snúast í liðinni viku. Vísir/Vilhelm Maður missti fingur þegar hann klemmdi sig á glussatjakki við að ferma vörubifreið í Þorlákshöfn síðastliðinn miðvikudag. Þetta er meðal þess sem bar hæst í verkefnum lögreglunnar á Suðurlandi í liðinni viku og fjallað er um í færslu á vef embættisins. Maðurinn var fluttur á sjúkrahús og fingurinn með, en ekki fylgir sögunni hvort unnt hafi verið að græða fingurinn aftur á manninn. Karlmaður slasaðist þá á fæti þegar stigi rann undan honum þar sem hann var við vinnu í stiga við hús sitt í Árnessýslu á miðvikudag. Fallið var um tveir metrar og maðurinn mögulega fótbrotinn. Rannsaka þrjú heimilisofbeldismál Þá eru til rannsóknar þrjú mál er varða heimilisofbeldi í umdæminu, að því er fram kemur í yfirferð lögreglu um verkefni vikunnar. Eldur kom upp í þaki íbúðarhúss í Rangárvallasýslu í gær. Brunavarnir Rangárvallasýslu komu á vettvang, rufu þakið og slökktu í glæðunum. Grunur er um að eldsupptök megi rekja til bágs frágangs við reykrör frá kamínu og er málið til rannsóknar. Á þriðjudag slasaðist stúlka þegar hún féll af rafknúnu hlaupahjóli á Selfossi. Hún var flutt með sjúkrabíl og komið undir læknishendur. Meiðsli hennar eru þó ekki talin alvarleg. Maður skarst þá á hendi þegar hann var að vinna við járningar í Rangárvallasýslu sama dag. Hann var fluttur til móts við sjúkrabifreið sem flutti hann svo á heilsugæsluna á Selfossi til aðhlynningar. Sektir upp á 3,7 milljónir í vikunni Í síðustu viku voru 54 ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæminu. Af þeim voru 40 með íslenska kennitölu en 14 voru erlendir ferðamenn. Samanlagt nema álagðar sektir á ökumennina 3,7 milljónum króna. Þá sæta fjórir ökumenn rannsókn vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Mál þeirra bíða niðurstöðu blóðsýnarannsóknar. Einn umræddra ökumanna hafi ekið utan í staur í Þingvallasveit og valdið tjóni á bíl sínum. Lögregla segir þá tvö andlát utan sjúkrastofnunar til rannsóknar. Krufningar er beðið í báðum málum en lögskipað er að lögregla rannsaki andlát utan sjúkrastofnana. Í svörum til fréttastofu kom þó fram að í hvorugu tilfelli væri grunur um að nokkuð saknæmt hefði átt sér stað. Lögreglumál Vinnuslys Ölfus Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Þetta er meðal þess sem bar hæst í verkefnum lögreglunnar á Suðurlandi í liðinni viku og fjallað er um í færslu á vef embættisins. Maðurinn var fluttur á sjúkrahús og fingurinn með, en ekki fylgir sögunni hvort unnt hafi verið að græða fingurinn aftur á manninn. Karlmaður slasaðist þá á fæti þegar stigi rann undan honum þar sem hann var við vinnu í stiga við hús sitt í Árnessýslu á miðvikudag. Fallið var um tveir metrar og maðurinn mögulega fótbrotinn. Rannsaka þrjú heimilisofbeldismál Þá eru til rannsóknar þrjú mál er varða heimilisofbeldi í umdæminu, að því er fram kemur í yfirferð lögreglu um verkefni vikunnar. Eldur kom upp í þaki íbúðarhúss í Rangárvallasýslu í gær. Brunavarnir Rangárvallasýslu komu á vettvang, rufu þakið og slökktu í glæðunum. Grunur er um að eldsupptök megi rekja til bágs frágangs við reykrör frá kamínu og er málið til rannsóknar. Á þriðjudag slasaðist stúlka þegar hún féll af rafknúnu hlaupahjóli á Selfossi. Hún var flutt með sjúkrabíl og komið undir læknishendur. Meiðsli hennar eru þó ekki talin alvarleg. Maður skarst þá á hendi þegar hann var að vinna við járningar í Rangárvallasýslu sama dag. Hann var fluttur til móts við sjúkrabifreið sem flutti hann svo á heilsugæsluna á Selfossi til aðhlynningar. Sektir upp á 3,7 milljónir í vikunni Í síðustu viku voru 54 ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæminu. Af þeim voru 40 með íslenska kennitölu en 14 voru erlendir ferðamenn. Samanlagt nema álagðar sektir á ökumennina 3,7 milljónum króna. Þá sæta fjórir ökumenn rannsókn vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Mál þeirra bíða niðurstöðu blóðsýnarannsóknar. Einn umræddra ökumanna hafi ekið utan í staur í Þingvallasveit og valdið tjóni á bíl sínum. Lögregla segir þá tvö andlát utan sjúkrastofnunar til rannsóknar. Krufningar er beðið í báðum málum en lögskipað er að lögregla rannsaki andlát utan sjúkrastofnana. Í svörum til fréttastofu kom þó fram að í hvorugu tilfelli væri grunur um að nokkuð saknæmt hefði átt sér stað.
Lögreglumál Vinnuslys Ölfus Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira