Bongóblíða í kortunum um helgina Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. júní 2021 13:55 Það gæti farið svo að hægt verði að sitja úti í Reykjavík án þess að eiga von á því að blotna inn að beini eða veikjast. Vísir/Vilhelm Það er sól í kortunum á svo til öllu landinu á laugardag, en veðurfræðingur sem fréttastofa ræddi við segir að ferðalangar sem hyggjast elta góða veðrið um næstkomandi helgi eigi mestan séns á því að detta í sólríkan lukkupottinn ef haldið er austur á land, þar sem hiti gæti farið yfir 20 gráður. „Það eru að koma núna nokkrir góðir dagar fyrir austan. Það er að koma mjög hlýtt loft, með ríkjandi vestlægum og suðvestlægum áttum. Það gerir það að verkum að það verður ansi bjart fyrir austan, á norðausturhorninu og Austurlandi. Hiti þar verður kannski upp undir 20 stig í einhverri góðri sól, jafnvel eitthvað aðeins yfir það á föstudaginn,“ segir Páll Ágúst Þórarinsson veðurfræðingur í samtali við Vísi. Hann segir að um sé að ræða mynstur sem fari að sjást á næstu dögum á Austurlandi. Á laugardag muni leikurinn endurtaka sig og búast megi við hita upp undir 20 gráðum á austurhluta landsins. Það sem ber þó til frekari tíðinda er að útlit er fyrir að íbúar höfuðborgarsvæðisins og vesturhluta landsins gætu séð til sólar á laugardag, líkt og restin af landinu. „Við sjáum smá pásu vestanlands á föstudaginn. Þá verður kannski fjórtán til sextán stiga hiti og skýjað með köflum akkúrat í Faxaflóanum. En á öllu norðanverðu landinu, öllu Suðurlandi og áfram á Austurlandi ætti bara að sjást til sólar. Hitakortið er orðið rautt og fínt á laugardaginn.“ Stutt gaman á vesturhluta landsins Páll Ágúst segir að veðurgleðin taki þó fljótt enda fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins og strax á sunnudag megi búast við því að veðrið verði farið í sama horf og í dag og síðustu daga: Hiti í kringum tíu gráður, ský og mögulega einhverja súld. Þó er einnig útlit fyrir að sólin láti sjá sig á höfuðborgarsvæðinu á morgun, miðvikudag. „En á Norðaustur- og Austurlandi erum við að tala um hita um og yfir fimmtán stigum í innsveitum þar, í björtu veðri í eftirmiðdaginn.“ Páll Ágúst segist því telja það heillavænlegast fyrir þá ferðalanga sem leggja það í vana sinn að elta sólina hér innanlands að setja stefnuna á Austurland. „Fólk gæti þess vegna keyrt alla leiðina á Fljótsdalshérað og flakkað milli Mývatns og Skaftafells, eftir því hvar því þykir hitinn bestur og sólin mest. Það er þessi austurhelmingur sem verður betri helmingur landsins, að minnsta kosti fram yfir helgi.“ Veðurhorfur á landinu síðdegis á laugardag samkvæmt vef Veðurstofu Íslands.Veðurstofa Íslands Veður Múlaþing Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Fleiri fréttir Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Sjá meira
„Það eru að koma núna nokkrir góðir dagar fyrir austan. Það er að koma mjög hlýtt loft, með ríkjandi vestlægum og suðvestlægum áttum. Það gerir það að verkum að það verður ansi bjart fyrir austan, á norðausturhorninu og Austurlandi. Hiti þar verður kannski upp undir 20 stig í einhverri góðri sól, jafnvel eitthvað aðeins yfir það á föstudaginn,“ segir Páll Ágúst Þórarinsson veðurfræðingur í samtali við Vísi. Hann segir að um sé að ræða mynstur sem fari að sjást á næstu dögum á Austurlandi. Á laugardag muni leikurinn endurtaka sig og búast megi við hita upp undir 20 gráðum á austurhluta landsins. Það sem ber þó til frekari tíðinda er að útlit er fyrir að íbúar höfuðborgarsvæðisins og vesturhluta landsins gætu séð til sólar á laugardag, líkt og restin af landinu. „Við sjáum smá pásu vestanlands á föstudaginn. Þá verður kannski fjórtán til sextán stiga hiti og skýjað með köflum akkúrat í Faxaflóanum. En á öllu norðanverðu landinu, öllu Suðurlandi og áfram á Austurlandi ætti bara að sjást til sólar. Hitakortið er orðið rautt og fínt á laugardaginn.“ Stutt gaman á vesturhluta landsins Páll Ágúst segir að veðurgleðin taki þó fljótt enda fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins og strax á sunnudag megi búast við því að veðrið verði farið í sama horf og í dag og síðustu daga: Hiti í kringum tíu gráður, ský og mögulega einhverja súld. Þó er einnig útlit fyrir að sólin láti sjá sig á höfuðborgarsvæðinu á morgun, miðvikudag. „En á Norðaustur- og Austurlandi erum við að tala um hita um og yfir fimmtán stigum í innsveitum þar, í björtu veðri í eftirmiðdaginn.“ Páll Ágúst segist því telja það heillavænlegast fyrir þá ferðalanga sem leggja það í vana sinn að elta sólina hér innanlands að setja stefnuna á Austurland. „Fólk gæti þess vegna keyrt alla leiðina á Fljótsdalshérað og flakkað milli Mývatns og Skaftafells, eftir því hvar því þykir hitinn bestur og sólin mest. Það er þessi austurhelmingur sem verður betri helmingur landsins, að minnsta kosti fram yfir helgi.“ Veðurhorfur á landinu síðdegis á laugardag samkvæmt vef Veðurstofu Íslands.Veðurstofa Íslands
Veður Múlaþing Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Fleiri fréttir Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Sjá meira