Færri eftirlegukindur skiluðu sér en vonir stóðu til Birgir Olgeirsson og Kjartan Kjartansson skrifa 22. júní 2021 19:10 Dræm mæting var í bólusetningar í dag. vísir/vilhelm Aðeins 8.500 af 14.000 skömmtum af bóluefni Janssen gegn Covid-19 gengu út í Reykjavík í dag. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslunni segir að búist hefði verið við fleiri eftirlegukindum í dag. Ungt fólk á aldrinum 24 til 33 ára mætir síst af öllum í bólusetningu hér á landi. „Við vorum að búast við að fleiri kæmu, svona eftirlegukindur, á þennan Janssen-dag í dag. Það voru í heildina 1.600 sem komu sem voru ekki boðaðir, 1.600 eftirlegukindur, þetta var ekki dagur nema upp á svona 8.500 skammta,“ sagði Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Ekki stendur til að halda svo stóran bólusetningardag með Janssen-bóluefninu aftur. Ragnheiður Ósk sagði að stefnt væri að því að safna saman fólki sem hefur ekki komist til að láta bólusetja sig til þessa í litlum hópum. Næsta vika verður upphafið að endasprettinum í bólusetningunum. Þá stendur til að koma út 35.000 skömmtum í endurbólusetningu. Tvær vikurnar þar á eftir fram að 13. júlí verða einnig teknar undir endurbólusetningar. Dræmari mæting yngra fólks Mæting 17 ára til 21 árs í bólusetningu gegn Covid-19 er um 76 til 80 prósent. Mætingin fer svo skarpt niður við 24 ára aldur og til 33 ára aldurs. Þar er mætingin um 69 prósent til 72 prósent. Mæting fer hratt upp á við eftir því sem árin færast yfir. 79 prósent til 85 prósent frá 38 ára aldri og til 49 ára aldurs. Í aldurshópunum sem koma á eftir er mætingin yfir 90 prósentum. Tölur frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. „Tölurnar eru kannski að sýna okkur að það er kannski heldur dræmari mæting í kringum 80 prósent á meðan eldri árgangarnir komnir upp í 90 prósent. Eldri árgangarnir eru líka búnir að hafa lengri tíma til að koma til okkar, þannig að vonandi náum við yngri árgöngunum líka upp í 90 prósent,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Mögulega gæti það útskýrt dræma mætingu hjá yngra fólki að mörg í þeim hópi eru í barneignum. „Við sjáum smá lægð þarna hjá fólki milli tvítugs og þrítugs. Þar er fólk á barneignaraldri. Þessi kynslóð er líka þeir sem koma kannski erlendis frá og eru ekki lengur hér á landi. Við vitum ekki hvað það er stórt hlutfall af þýðinu sem við erum að vinna með frá þjóðskrá,“ segir Ragnheiður. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Sjá meira
„Við vorum að búast við að fleiri kæmu, svona eftirlegukindur, á þennan Janssen-dag í dag. Það voru í heildina 1.600 sem komu sem voru ekki boðaðir, 1.600 eftirlegukindur, þetta var ekki dagur nema upp á svona 8.500 skammta,“ sagði Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Ekki stendur til að halda svo stóran bólusetningardag með Janssen-bóluefninu aftur. Ragnheiður Ósk sagði að stefnt væri að því að safna saman fólki sem hefur ekki komist til að láta bólusetja sig til þessa í litlum hópum. Næsta vika verður upphafið að endasprettinum í bólusetningunum. Þá stendur til að koma út 35.000 skömmtum í endurbólusetningu. Tvær vikurnar þar á eftir fram að 13. júlí verða einnig teknar undir endurbólusetningar. Dræmari mæting yngra fólks Mæting 17 ára til 21 árs í bólusetningu gegn Covid-19 er um 76 til 80 prósent. Mætingin fer svo skarpt niður við 24 ára aldur og til 33 ára aldurs. Þar er mætingin um 69 prósent til 72 prósent. Mæting fer hratt upp á við eftir því sem árin færast yfir. 79 prósent til 85 prósent frá 38 ára aldri og til 49 ára aldurs. Í aldurshópunum sem koma á eftir er mætingin yfir 90 prósentum. Tölur frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. „Tölurnar eru kannski að sýna okkur að það er kannski heldur dræmari mæting í kringum 80 prósent á meðan eldri árgangarnir komnir upp í 90 prósent. Eldri árgangarnir eru líka búnir að hafa lengri tíma til að koma til okkar, þannig að vonandi náum við yngri árgöngunum líka upp í 90 prósent,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Mögulega gæti það útskýrt dræma mætingu hjá yngra fólki að mörg í þeim hópi eru í barneignum. „Við sjáum smá lægð þarna hjá fólki milli tvítugs og þrítugs. Þar er fólk á barneignaraldri. Þessi kynslóð er líka þeir sem koma kannski erlendis frá og eru ekki lengur hér á landi. Við vitum ekki hvað það er stórt hlutfall af þýðinu sem við erum að vinna með frá þjóðskrá,“ segir Ragnheiður.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Sjá meira