Ísbjörninn sem reyndist líklega álft Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 23. júní 2021 12:00 Álftir eru í sama lit og ísbirnir og nokkuð stórar í þokkabót. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Ekki er útlit fyrir að ísbjörn hafi í raun komið á land á Hornströndum í nótt eftir að dýralæknir komst að þeirri niðurstöðu við skoðun á sýni að svæðinu að líklegast hafi verið um grasætu að ræða. Lögreglunni á Vestfjörðum barst tilkynning í gærkvöldi frá gönguhóp við Hlöðuvík við Hornstrandir um möguleg ummerki eftir hvítabjörn. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út og eftir eftir nánari skoðun gæslunnar og lögreglu var ekki talið unnt að útiloka að ummerkin væru frá hvítabirni. Leit var hins vegar hætt um fjögurleytið í nótt eftir að enginn björn fannst. Útlit er fyrir að enginn ísbjörn hafi verið á ferðinni í raun og veru, að því er Kristín Ósk Jónasdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun á Ísafirði, segir frá. Miðað við þær upplýsingar sem hún hefur frá lögreglu var sýni tekið á svæðinu sem dýralæknir skoðaði í nótt. „Niðurstöður dýralæknisins voru á þá leið að það væri grasæta sem hefði skilið þennan úrgang eftir. Þannig tilgátan sem unnið er með núna er að þetta hafi verið álft frekar en ísbjörn. Það eru mjög stór spor og stór stykki sem verða eftir þegar álftir fara um þannig það gæti alveg verið að fólk hafi tekið misgripum,“ segir Kristín. Sýnið verði nú sett í frekari rannsókn. Hún segir hafís hafa verið almennt nokkuð langt frá landi fyrir utan tvo staka jaka. Það þýði þó ekki endilega að komur ísbjarna séu ólíklegar. „Við vitum náttúrulega rosalega lítið um komur ísbjarna. Við höfum alltaf tengt þetta við nálægð íss við landið og svo framvegis en á sama tíma vitum við að rannsóknir hafa sýnt að ísbirnir geta synt ótrúlega langt. Þannig það er svolítið erfitt að segja til um þetta. Við þekkjum þetta ekki nógu vel,“ segir Kristín Ósk Jónasdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun á Ísafirði. Dýr Fuglar Lögreglumál Hornstrandir Ísafjarðarbær Ísbirnir Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Lögreglunni á Vestfjörðum barst tilkynning í gærkvöldi frá gönguhóp við Hlöðuvík við Hornstrandir um möguleg ummerki eftir hvítabjörn. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út og eftir eftir nánari skoðun gæslunnar og lögreglu var ekki talið unnt að útiloka að ummerkin væru frá hvítabirni. Leit var hins vegar hætt um fjögurleytið í nótt eftir að enginn björn fannst. Útlit er fyrir að enginn ísbjörn hafi verið á ferðinni í raun og veru, að því er Kristín Ósk Jónasdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun á Ísafirði, segir frá. Miðað við þær upplýsingar sem hún hefur frá lögreglu var sýni tekið á svæðinu sem dýralæknir skoðaði í nótt. „Niðurstöður dýralæknisins voru á þá leið að það væri grasæta sem hefði skilið þennan úrgang eftir. Þannig tilgátan sem unnið er með núna er að þetta hafi verið álft frekar en ísbjörn. Það eru mjög stór spor og stór stykki sem verða eftir þegar álftir fara um þannig það gæti alveg verið að fólk hafi tekið misgripum,“ segir Kristín. Sýnið verði nú sett í frekari rannsókn. Hún segir hafís hafa verið almennt nokkuð langt frá landi fyrir utan tvo staka jaka. Það þýði þó ekki endilega að komur ísbjarna séu ólíklegar. „Við vitum náttúrulega rosalega lítið um komur ísbjarna. Við höfum alltaf tengt þetta við nálægð íss við landið og svo framvegis en á sama tíma vitum við að rannsóknir hafa sýnt að ísbirnir geta synt ótrúlega langt. Þannig það er svolítið erfitt að segja til um þetta. Við þekkjum þetta ekki nógu vel,“ segir Kristín Ósk Jónasdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun á Ísafirði.
Dýr Fuglar Lögreglumál Hornstrandir Ísafjarðarbær Ísbirnir Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira