„Þyrfti að henda ansi mörgum bolum og derhúfum“ Sindri Sverrisson skrifar 25. júní 2021 09:31 Það er allt undir í Þorlákshöfn í kvöld fyrir Keflvíkinga en ef þeir landa sigri mætast liðin í oddaleik á sunnudagskvöld. vísir/Bára Dröfn Brynjar Þór Björnsson, sem unnið hefur átta Íslandsmeistaratitla með KR, hefur trú á því að Þór Þorlákshöfn verði Íslandsmeistari í körfubolta í fyrsta sinn í kvöld. Brynjar segir gríðarlega pressu vera á Keflvíkingum. Þór komst í 2-0 í einvíginu en Keflavík náði að minnka muninn með öruggum sigri á þriðjudagskvöld. Liðin mætast í Þorlákshöfn í kvöld og þar geta Þórsarar gert aðra tilraun til að landa Íslandsmeistaratitlinum: „Ég held að þeir séu fyrst og fremst gríðarlega spenntir. Ég held að það sé ekkert stress í þeim. Þeir verða á heimavelli og vita að það verður pakkað hús og tryllt stemning. Maður tengir dálítið við þessa stöðu sem þeir eru í eftir 2007-einvígið með KR þegar við mættum Njarðvíkurliði sem var gríðarlega sterkt og mikið líklegra til að vinna. Það er eiginlega mun skemmtilegra að vera svona „underdog“ – að hitt liðið „eigi“ að vinna,“ segir Brynjar sem Vísir fékk til að spá í spilin fyrir kvöldið. „Gríðarleg pressa á Keflvíkingum“ Brynjar bendir á að hörðustu stuðningsmenn Keflavíkur séu, eftir mikla yfirburði í Dominos-deildinni í vetur, búnir undir það að Íslandsmeistarabikarinn endi í Keflavík. Sigurhátíðarfatnaðurinn sé klár: „Það er gríðarleg pressa á Keflvíkingum. Bolirnir eru tilbúnir og derhúfurnar klárar. Þeir vita það alveg að það þyrfti að henda ansi mörgum bolum og derhúfum ef að þeir tapa þessum leik,“ segir Brynjar sem telur hins vegar Þórsara líklegri til að landa titlinum: „Þeir hafa sýnt að þeir eru frábært lið og eftir að hafa spilað við þá í vetur veit maður að það er mjög erfitt að eiga við þá. Ef að Styrmir [Snær Þrastarson] hefði ekki komið inn í þennan hóp held ég að þeir hefðu ekki verið neitt líklegir en hann hefur gjörbreytt þessu liði, frá því að vera í svona 4.-5. sæti í að vera mjög líklega að fara að vinna titilinn. Ég held að Þórsararnir klári þetta í kvöld en auðvitað væri geggjað fyrir okkur unnendur körfuboltans að fá oddaleik,“ segir Brynjar. Stuðningsmenn Keflavíkur þurfa að treysta á sína menn til að fá að mæta einu sinni í viðbót í Blue-höllina á þessari löngu leiktíð.vísir/Bára Dröfn Eins og fyrr segir urðu talsverð umskipti á liðunum á milli leiks tvö og þrjú, og kannski erfitt að segja til um hvað gerist í kvöld: „Ég býst við Þórsurum mun grimmari en þeir voru í leik þrjú. Ekki svona afslöppuðum. Maður sá alveg að Drungilas og fleiri voru ekki eins beittir og í leik tvö. Ég held að þeir verði klárari frá byrjun núna og leyfi Keflvíkingum ekki að komast í svona forystu eins og gerðist í þriðja leiknum. Það getur oft verið erfitt að koma í þriðja leik 2-0 yfir, og eiga einn leik til að „gefa“. Þá er hættara við því að menn séu á hælunum. En það á bara að vera ennþá meira gaman að spila þegar bikarinn er í húsinu og maður veit að ef maður stendur sig vel þá geti maður fengið að lyfta honum,“ segir Brynjar. Græni drekinn mun eflaust spúa frá sér í kvöld.vísir/Bára Dröfn Drungilas sýnt að hann getur haldið haus Brynjar kveðst afar hrifinn af Þórsliðinu þó það hafi ekki náð að láta ljós sitt skína í þriðja leik einvígisins: „Keflvíkingar komu klárari og náðu að ýta Þórsurunum út úr sínum aðgerðum. Þeir voru bara fastari fyrir en áður og hættu að einbeita sér að því að reyna að bögga Drungilas til að reyna að koma honum út úr leiknum. Hann hefur alveg sýnt að hann getur haldið haus þó að það sé verið að láta hann finna fyrir því. Hann getur bara ekki leyft sér að láta reka sig út úr húsinu því þá veikjast Þórsarar svo gríðarlega. Ég held að þetta hafi verið aðalmálið fyrir Keflvíkinga – að einbeita sér að sínum leik og gera það sem þeir eru bestir í. Í fyrstu tveimur leikjunum fannst mér Þórsararnir fá að gera það sem þeir vildu en það má heldur ekki taka það af þeim að þeir eru gríðarlega óeigingjarnir. Það er ótrúlega gaman að fylgjast með þeim spila því þeir eru alltaf tilbúnir að fórna góðu skoti fyrir enn betra skot. Það er því ofboðslega erfitt að eiga við þá, sérstaklega þegar þeir eru að hitta. Þá þarftu að eiga algjöran dúndursóknarleik á móti þeim. Þetta verður mjög spennandi í kvöld enda eru tveir mjög ólíkir leikstílar að mætast. Keflvíkingar vilja hægja á leiknum og Hörður Axel mun reyna allt til að halda leiknum hægum, á meðan að Þórsararnir vilja keyra hraðann upp og þreyta Milka, Hörð og þessa aðalmenn eins og þeir geta,“ segir Brynjar. Leikur Þórs og Keflavíkur hefst kl. 20.15 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Upphitun Dominos Körfuboltakvölds hefst kl. 19.30, í beinni útsendingu frá Þorlákshöfn. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla Þór Þorlákshöfn Keflavík ÍF Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Fleiri fréttir Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Sjá meira
Þór komst í 2-0 í einvíginu en Keflavík náði að minnka muninn með öruggum sigri á þriðjudagskvöld. Liðin mætast í Þorlákshöfn í kvöld og þar geta Þórsarar gert aðra tilraun til að landa Íslandsmeistaratitlinum: „Ég held að þeir séu fyrst og fremst gríðarlega spenntir. Ég held að það sé ekkert stress í þeim. Þeir verða á heimavelli og vita að það verður pakkað hús og tryllt stemning. Maður tengir dálítið við þessa stöðu sem þeir eru í eftir 2007-einvígið með KR þegar við mættum Njarðvíkurliði sem var gríðarlega sterkt og mikið líklegra til að vinna. Það er eiginlega mun skemmtilegra að vera svona „underdog“ – að hitt liðið „eigi“ að vinna,“ segir Brynjar sem Vísir fékk til að spá í spilin fyrir kvöldið. „Gríðarleg pressa á Keflvíkingum“ Brynjar bendir á að hörðustu stuðningsmenn Keflavíkur séu, eftir mikla yfirburði í Dominos-deildinni í vetur, búnir undir það að Íslandsmeistarabikarinn endi í Keflavík. Sigurhátíðarfatnaðurinn sé klár: „Það er gríðarleg pressa á Keflvíkingum. Bolirnir eru tilbúnir og derhúfurnar klárar. Þeir vita það alveg að það þyrfti að henda ansi mörgum bolum og derhúfum ef að þeir tapa þessum leik,“ segir Brynjar sem telur hins vegar Þórsara líklegri til að landa titlinum: „Þeir hafa sýnt að þeir eru frábært lið og eftir að hafa spilað við þá í vetur veit maður að það er mjög erfitt að eiga við þá. Ef að Styrmir [Snær Þrastarson] hefði ekki komið inn í þennan hóp held ég að þeir hefðu ekki verið neitt líklegir en hann hefur gjörbreytt þessu liði, frá því að vera í svona 4.-5. sæti í að vera mjög líklega að fara að vinna titilinn. Ég held að Þórsararnir klári þetta í kvöld en auðvitað væri geggjað fyrir okkur unnendur körfuboltans að fá oddaleik,“ segir Brynjar. Stuðningsmenn Keflavíkur þurfa að treysta á sína menn til að fá að mæta einu sinni í viðbót í Blue-höllina á þessari löngu leiktíð.vísir/Bára Dröfn Eins og fyrr segir urðu talsverð umskipti á liðunum á milli leiks tvö og þrjú, og kannski erfitt að segja til um hvað gerist í kvöld: „Ég býst við Þórsurum mun grimmari en þeir voru í leik þrjú. Ekki svona afslöppuðum. Maður sá alveg að Drungilas og fleiri voru ekki eins beittir og í leik tvö. Ég held að þeir verði klárari frá byrjun núna og leyfi Keflvíkingum ekki að komast í svona forystu eins og gerðist í þriðja leiknum. Það getur oft verið erfitt að koma í þriðja leik 2-0 yfir, og eiga einn leik til að „gefa“. Þá er hættara við því að menn séu á hælunum. En það á bara að vera ennþá meira gaman að spila þegar bikarinn er í húsinu og maður veit að ef maður stendur sig vel þá geti maður fengið að lyfta honum,“ segir Brynjar. Græni drekinn mun eflaust spúa frá sér í kvöld.vísir/Bára Dröfn Drungilas sýnt að hann getur haldið haus Brynjar kveðst afar hrifinn af Þórsliðinu þó það hafi ekki náð að láta ljós sitt skína í þriðja leik einvígisins: „Keflvíkingar komu klárari og náðu að ýta Þórsurunum út úr sínum aðgerðum. Þeir voru bara fastari fyrir en áður og hættu að einbeita sér að því að reyna að bögga Drungilas til að reyna að koma honum út úr leiknum. Hann hefur alveg sýnt að hann getur haldið haus þó að það sé verið að láta hann finna fyrir því. Hann getur bara ekki leyft sér að láta reka sig út úr húsinu því þá veikjast Þórsarar svo gríðarlega. Ég held að þetta hafi verið aðalmálið fyrir Keflvíkinga – að einbeita sér að sínum leik og gera það sem þeir eru bestir í. Í fyrstu tveimur leikjunum fannst mér Þórsararnir fá að gera það sem þeir vildu en það má heldur ekki taka það af þeim að þeir eru gríðarlega óeigingjarnir. Það er ótrúlega gaman að fylgjast með þeim spila því þeir eru alltaf tilbúnir að fórna góðu skoti fyrir enn betra skot. Það er því ofboðslega erfitt að eiga við þá, sérstaklega þegar þeir eru að hitta. Þá þarftu að eiga algjöran dúndursóknarleik á móti þeim. Þetta verður mjög spennandi í kvöld enda eru tveir mjög ólíkir leikstílar að mætast. Keflvíkingar vilja hægja á leiknum og Hörður Axel mun reyna allt til að halda leiknum hægum, á meðan að Þórsararnir vilja keyra hraðann upp og þreyta Milka, Hörð og þessa aðalmenn eins og þeir geta,“ segir Brynjar. Leikur Þórs og Keflavíkur hefst kl. 20.15 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Upphitun Dominos Körfuboltakvölds hefst kl. 19.30, í beinni útsendingu frá Þorlákshöfn. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild karla Þór Þorlákshöfn Keflavík ÍF Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Fleiri fréttir Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Sjá meira