Snowden telur frétt Stundarinnar drepa málið gegn Assange Kjartan Kjartansson skrifar 26. júní 2021 22:24 Sigurður Ingi Þórðarson, eða „Siggi hakkari“ með Julian Assange, stofnanda Wikileaks. Stundin segir að Sigurður Ingi hafi starfað sem sjálfboðaliði fyrir Wikileaks en að hann hafi ýkt aðild sína að starfsemi uppljóstranavefsins og dregið sér fé frá samtökunum. Bandaríski uppljóstrarinn Edward Snowden telur að frétt Stundarinnar um lygar íslensks vitnis bindi enda á mál bandarískra yfirvalda gegn Julian Assange, stofnanda Wikileaks. Kjarni ákærunnar gegn Assange tengist þó ekki framburði íslenska vitnisins. Íslenska dagblaðið Stundin birti frétt sína um að Sigurður Ingi Þórðarson, betur þekktur sem „Siggi hakkari“ í fjölmiðlum, viðurkenni að hafa búið til ásakanir sem voru notaðar í bandarískri ákæru á hendur Assange á ensku í dag. Snowden, sem er varð heimsþekktur þegar hann lak leynilegum skjölum sem sýndu fram á stórfelldar njósnir bandarísku þjóðaröryggisstofnunarinnar (NSA) árið 2013, tísti hlekk á frétt Stundarinnar í dag með þeim orðum að hún væri „endalok málsins gegn Julian Assange“. This is the end of the case against Julian Assange. https://t.co/bhFCfVBuq0— Edward Snowden (@Snowden) June 26, 2021 Stundin lýsir Sigurði Inga, sem hefur verið dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn börnum og ýmis konar fjársvik hér á landi, sem „lykilvitni“ í máli bandaríska dómsmálaráðuneytisins gegn Assange. Hann viðurkenni nú að hafa logið ásökunum sem koma fram í ákæru þess á hendur stofnanda Wikileaks, þar á meðal að Assange hafi skipað Sigurði Inga að fremja tölvuinnbrot og glæpi á Íslandi. Ákæran tengist ekki ásökunum Sigurðar Inga Fullyrðing Snowden um að uppljóstranir Stundarinnar um að Sigurður Ingi segist hafa borið ljúgvitni bindi enda á mál bandarískra yfirvalda gegn Assange er þó hæpin. Kjarninn í ákærunni er að Assange hafi átt þátt í tölvuinnbroti ásamt Chelsea Manning, uppljóstrara innan bandaríska hersins, sem lak gífurlegu magni leynilegra sendiráðsskjala sem Wikileaks birti árið 2010 og 2011, að hluta til í samstarfi við fjölmiðla í nokkrum löndum. Ekkert hefur komið fram um að framburður Sigurðar Inga liggi til grundvallar meginefnis ákærunnar gegn Assange sem er í átján liðum. Ásakanir Sigurðar Inga komu fram í uppfærðri ákæru bandaríska dómsmálaráðuneytisins í júní í fyrra. Ekki var bætt við ákæruliðina frá upphaflegri útgáfu ákærunnar. Þess í stað voru ásakanirnar sagðar renna frekari stoðum undir ásakanir um að Assange hafi gerst sekur um samsæri um tölvuinnbrot. Í frétt Stundarinnar segir enda að svo virðist sem að tilgangurinn með því að bæta ásökunum Sigurðar Inga við ákæruna hafi verið að styrkja grundvöll fyrir þeim liðum ákærunnar sem sneru að meintu samsæri Assange og Manning um tölvuinnbrot. Þegar Washington Post sagði frá uppfærðu ákærunni í fyrra kom fram að nýju ásakanirnar væru fyrndar en að þær ættu að styðja fullyrðingar Bandaríkjastjórnar um að líta ætti á Assange sem tölvuþrjót en ekki blaðamann eða útgefanda. Herréttur sakfelldi Manning fyrir njósnir gegn bandaríska ríkinu árið 2013 og hlaut hún 35 ára fangelsisrefsingu. Barack Obama, þáverandi Bandaríkjaforseti, mildaði refsingu hennar rétt áður en hann yfirgaf embættið í janúar árið 2017. Manning var hins vegar fangelsuð aftur árið 2019 fyrir óhlýðni við dómstól þegar hún neitað að vitna gegn Assange í málinu gegn honum. Sakaður um að stefna heimildarmönnum Bandaríkjastjórnar í hættu Assange situr nú í fangelsi í Bretlandi en dómari þar í landi hafnaði kröfu Bandaríkjastjórnar um að hann yrði framseldur í janúar. Hann var handtekinn eftir að ekvadorsk stjórnvöld drógu til baka vernd sem hann hafði notið í sendiráði landsins í London í apríl árið 2019. Þá hafði Asssange hafst við í sendiráðinu í sjö ár. Upphaflega leitaði Assange á náðir sendiráðs Ekvadors til að koma sér undan framsalskröfu sænskra yfirvalda vegna nauðgunarmáls þar í landi. Assange hélt því fram að það mál væri yfirskyn til þess að koma honum í hendur Bandaríkjastjórnar vegna lekans á sendiráðsskjölunum árið 2010. Sama dag og Assange var handtekinn þegar hann yfirgaf sendiráðið var ákæra bandaríska dómsmálaráðuneytisins gegn honum gerð opinber. Hann er ákærður fyrir samsæri um tölvuinnbrot í slagtogi við Manning en einnig fyrir brot gegn njósnalögum. Honum var þannig gefið að sök að hafa stefnt lífi heimildarmanna bandarískra stjórnvalda, meðal annars í Afganistan og Írak, í hættu með því að birta nöfn þeirra opinberlega. Málið gegn Assange hefur verið umdeilt þar sem margir telja það stríða gegn tjáningar- og fjölmiðlafrelsi. Fjöldi fjölmiðla, þar á meðal bandarískra, birtu þannig fréttir upp úr sömu gögnum og Assange er ákærður fyrir að birta. Þeir afmáðu hins vegar nöfn fólks sem þeir töldu að gætu verið í hættu ef nafn þess væri birt. Washington Post sagði að dómsmálaráðuneytið í tíð Obama veigrað sér við að ákæra Assange vegna álitamála um fjölmiðlafrelsi. Stjórn Donalds Trump tók málið hins vegar upp aftur og ákærði Assange. WikiLeaks Bandaríkin Mál Julians Assange Mál Sigga hakkara Tengdar fréttir Assange ekki sleppt gegn tryggingu Julian Assange, stofnanda Wikileaks, verður ekki sleppt úr fangelsi gegn tryggingu að svo stöddu. Þetta var ákvörðun dómara í London eftir að verjendur Assange höfðu krafist þess að honum yrði sleppt. 6. janúar 2021 11:42 Kristinn um úrskurðinn í máli Assange: „Ákvörðunin var rétt en á röngum forsendum“ Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, segist finna fyrir miklum stuðningi við málstað Julians Assange, stofnanda Wikileaks. Í dag úrskurðaði dómari í dómsmáli gegn þeim síðarnefnda, um að hann skyldi ekki framseldur frá Bretlandi til Bandaríkjanna. 4. janúar 2021 23:25 Assange sakaður um að hafa sett líf fólks í hættu Tekist er á um hvort framselja beri stofnanda Wikileaks til Bandaríkjanna fyrir dómi í Bretlandi í morgun. 24. febrúar 2020 13:42 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Fleiri fréttir Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Sjá meira
Íslenska dagblaðið Stundin birti frétt sína um að Sigurður Ingi Þórðarson, betur þekktur sem „Siggi hakkari“ í fjölmiðlum, viðurkenni að hafa búið til ásakanir sem voru notaðar í bandarískri ákæru á hendur Assange á ensku í dag. Snowden, sem er varð heimsþekktur þegar hann lak leynilegum skjölum sem sýndu fram á stórfelldar njósnir bandarísku þjóðaröryggisstofnunarinnar (NSA) árið 2013, tísti hlekk á frétt Stundarinnar í dag með þeim orðum að hún væri „endalok málsins gegn Julian Assange“. This is the end of the case against Julian Assange. https://t.co/bhFCfVBuq0— Edward Snowden (@Snowden) June 26, 2021 Stundin lýsir Sigurði Inga, sem hefur verið dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn börnum og ýmis konar fjársvik hér á landi, sem „lykilvitni“ í máli bandaríska dómsmálaráðuneytisins gegn Assange. Hann viðurkenni nú að hafa logið ásökunum sem koma fram í ákæru þess á hendur stofnanda Wikileaks, þar á meðal að Assange hafi skipað Sigurði Inga að fremja tölvuinnbrot og glæpi á Íslandi. Ákæran tengist ekki ásökunum Sigurðar Inga Fullyrðing Snowden um að uppljóstranir Stundarinnar um að Sigurður Ingi segist hafa borið ljúgvitni bindi enda á mál bandarískra yfirvalda gegn Assange er þó hæpin. Kjarninn í ákærunni er að Assange hafi átt þátt í tölvuinnbroti ásamt Chelsea Manning, uppljóstrara innan bandaríska hersins, sem lak gífurlegu magni leynilegra sendiráðsskjala sem Wikileaks birti árið 2010 og 2011, að hluta til í samstarfi við fjölmiðla í nokkrum löndum. Ekkert hefur komið fram um að framburður Sigurðar Inga liggi til grundvallar meginefnis ákærunnar gegn Assange sem er í átján liðum. Ásakanir Sigurðar Inga komu fram í uppfærðri ákæru bandaríska dómsmálaráðuneytisins í júní í fyrra. Ekki var bætt við ákæruliðina frá upphaflegri útgáfu ákærunnar. Þess í stað voru ásakanirnar sagðar renna frekari stoðum undir ásakanir um að Assange hafi gerst sekur um samsæri um tölvuinnbrot. Í frétt Stundarinnar segir enda að svo virðist sem að tilgangurinn með því að bæta ásökunum Sigurðar Inga við ákæruna hafi verið að styrkja grundvöll fyrir þeim liðum ákærunnar sem sneru að meintu samsæri Assange og Manning um tölvuinnbrot. Þegar Washington Post sagði frá uppfærðu ákærunni í fyrra kom fram að nýju ásakanirnar væru fyrndar en að þær ættu að styðja fullyrðingar Bandaríkjastjórnar um að líta ætti á Assange sem tölvuþrjót en ekki blaðamann eða útgefanda. Herréttur sakfelldi Manning fyrir njósnir gegn bandaríska ríkinu árið 2013 og hlaut hún 35 ára fangelsisrefsingu. Barack Obama, þáverandi Bandaríkjaforseti, mildaði refsingu hennar rétt áður en hann yfirgaf embættið í janúar árið 2017. Manning var hins vegar fangelsuð aftur árið 2019 fyrir óhlýðni við dómstól þegar hún neitað að vitna gegn Assange í málinu gegn honum. Sakaður um að stefna heimildarmönnum Bandaríkjastjórnar í hættu Assange situr nú í fangelsi í Bretlandi en dómari þar í landi hafnaði kröfu Bandaríkjastjórnar um að hann yrði framseldur í janúar. Hann var handtekinn eftir að ekvadorsk stjórnvöld drógu til baka vernd sem hann hafði notið í sendiráði landsins í London í apríl árið 2019. Þá hafði Asssange hafst við í sendiráðinu í sjö ár. Upphaflega leitaði Assange á náðir sendiráðs Ekvadors til að koma sér undan framsalskröfu sænskra yfirvalda vegna nauðgunarmáls þar í landi. Assange hélt því fram að það mál væri yfirskyn til þess að koma honum í hendur Bandaríkjastjórnar vegna lekans á sendiráðsskjölunum árið 2010. Sama dag og Assange var handtekinn þegar hann yfirgaf sendiráðið var ákæra bandaríska dómsmálaráðuneytisins gegn honum gerð opinber. Hann er ákærður fyrir samsæri um tölvuinnbrot í slagtogi við Manning en einnig fyrir brot gegn njósnalögum. Honum var þannig gefið að sök að hafa stefnt lífi heimildarmanna bandarískra stjórnvalda, meðal annars í Afganistan og Írak, í hættu með því að birta nöfn þeirra opinberlega. Málið gegn Assange hefur verið umdeilt þar sem margir telja það stríða gegn tjáningar- og fjölmiðlafrelsi. Fjöldi fjölmiðla, þar á meðal bandarískra, birtu þannig fréttir upp úr sömu gögnum og Assange er ákærður fyrir að birta. Þeir afmáðu hins vegar nöfn fólks sem þeir töldu að gætu verið í hættu ef nafn þess væri birt. Washington Post sagði að dómsmálaráðuneytið í tíð Obama veigrað sér við að ákæra Assange vegna álitamála um fjölmiðlafrelsi. Stjórn Donalds Trump tók málið hins vegar upp aftur og ákærði Assange.
WikiLeaks Bandaríkin Mál Julians Assange Mál Sigga hakkara Tengdar fréttir Assange ekki sleppt gegn tryggingu Julian Assange, stofnanda Wikileaks, verður ekki sleppt úr fangelsi gegn tryggingu að svo stöddu. Þetta var ákvörðun dómara í London eftir að verjendur Assange höfðu krafist þess að honum yrði sleppt. 6. janúar 2021 11:42 Kristinn um úrskurðinn í máli Assange: „Ákvörðunin var rétt en á röngum forsendum“ Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, segist finna fyrir miklum stuðningi við málstað Julians Assange, stofnanda Wikileaks. Í dag úrskurðaði dómari í dómsmáli gegn þeim síðarnefnda, um að hann skyldi ekki framseldur frá Bretlandi til Bandaríkjanna. 4. janúar 2021 23:25 Assange sakaður um að hafa sett líf fólks í hættu Tekist er á um hvort framselja beri stofnanda Wikileaks til Bandaríkjanna fyrir dómi í Bretlandi í morgun. 24. febrúar 2020 13:42 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Fleiri fréttir Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Sjá meira
Assange ekki sleppt gegn tryggingu Julian Assange, stofnanda Wikileaks, verður ekki sleppt úr fangelsi gegn tryggingu að svo stöddu. Þetta var ákvörðun dómara í London eftir að verjendur Assange höfðu krafist þess að honum yrði sleppt. 6. janúar 2021 11:42
Kristinn um úrskurðinn í máli Assange: „Ákvörðunin var rétt en á röngum forsendum“ Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, segist finna fyrir miklum stuðningi við málstað Julians Assange, stofnanda Wikileaks. Í dag úrskurðaði dómari í dómsmáli gegn þeim síðarnefnda, um að hann skyldi ekki framseldur frá Bretlandi til Bandaríkjanna. 4. janúar 2021 23:25
Assange sakaður um að hafa sett líf fólks í hættu Tekist er á um hvort framselja beri stofnanda Wikileaks til Bandaríkjanna fyrir dómi í Bretlandi í morgun. 24. febrúar 2020 13:42
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“