„Ég held að við eigum eftir að sjá meira af þessu“ Atli Ísleifsson og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 28. júní 2021 11:36 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir rannsóknir benda til að bólusettir smiti frá sér í minna mæli en aðrir. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að smitin fimm sem greindust innanlands um helgina séu ekki þessi hefðbundnu innanlandssmit sem við höfum verið að sjá. „Þetta eru ferðamenn sem koma hér inn og eru að fá vottorð á leiðinni út úr landinu og greinast þá jákvæð.“ Þórólfur telur að við munum sjá meira af innanlandssmitum sem þessum á næstu misserum. „Sérstaklega núna þegar við ætlum að hætta að taka vottorð af þessum… Margt af þessu fólki er bólusett og var neikvætt við komuna hingað og hefur tekið í sig veiruna á leiðinni hingað. Við vitum að bólusettir geta tekið veiruna. Þetta er fólk með lítil eða engin einkenni og er þar með að greinast í þessum rútínuprófum áður en þau fara úr landi. Þau komast þar af leiðandi ekki úr landi, af því að þau eru jákvæð og þurfa þá að dúsa hér í einangrun.“ Smita minna úr frá sér en aðrir Þórólfur segist ekki hafa miklar áhyggjur, en auðvitað viti maður ekki almennilega hvernig bólusettir dreifi veirunni. „Það eru rannsóknir erlendis frá sem sýna að bólusettir sem taka veiruna smita miklu minna út frá sér en aðrir. En það verður eiginlega bara að koma í ljós. Það mun því reyna á þetta ónæmi í samfélaginu hér hvernig það verður. Þess vegna þurfum við áfram að hvetja fólk með einkenni að fara í sýnatökur. Það er mjög mikilvægt.“ Minnir á rakningaappið Þórólfur segir erfitt að fastsetja hverja þessir fimm einstaklingar útsettu á ferðalagi sínu á Íslandi. „Einmitt á þeim grunni verðum við að hvetja alla til að nota rakningarappið þannig að hægt sé að nýta það. Það er mikilvægara nú en nokkru sinni áður að fólk sé með rakningarappið í gangi þannig að hægt sé að leggja mat á það hverja fólk hefur útsett og hverjir hafa verið nálægt þannig að hægt sé að rekja það betur, sérstaklega þegar fólk fer að koma saman í meira mæli en áður. Annars gætum við þurft að setja mjög marga í sóttkví og það gerir rakninguna erfiðari.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Fleiri fréttir Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Sjá meira
Þórólfur telur að við munum sjá meira af innanlandssmitum sem þessum á næstu misserum. „Sérstaklega núna þegar við ætlum að hætta að taka vottorð af þessum… Margt af þessu fólki er bólusett og var neikvætt við komuna hingað og hefur tekið í sig veiruna á leiðinni hingað. Við vitum að bólusettir geta tekið veiruna. Þetta er fólk með lítil eða engin einkenni og er þar með að greinast í þessum rútínuprófum áður en þau fara úr landi. Þau komast þar af leiðandi ekki úr landi, af því að þau eru jákvæð og þurfa þá að dúsa hér í einangrun.“ Smita minna úr frá sér en aðrir Þórólfur segist ekki hafa miklar áhyggjur, en auðvitað viti maður ekki almennilega hvernig bólusettir dreifi veirunni. „Það eru rannsóknir erlendis frá sem sýna að bólusettir sem taka veiruna smita miklu minna út frá sér en aðrir. En það verður eiginlega bara að koma í ljós. Það mun því reyna á þetta ónæmi í samfélaginu hér hvernig það verður. Þess vegna þurfum við áfram að hvetja fólk með einkenni að fara í sýnatökur. Það er mjög mikilvægt.“ Minnir á rakningaappið Þórólfur segir erfitt að fastsetja hverja þessir fimm einstaklingar útsettu á ferðalagi sínu á Íslandi. „Einmitt á þeim grunni verðum við að hvetja alla til að nota rakningarappið þannig að hægt sé að nýta það. Það er mikilvægara nú en nokkru sinni áður að fólk sé með rakningarappið í gangi þannig að hægt sé að leggja mat á það hverja fólk hefur útsett og hverjir hafa verið nálægt þannig að hægt sé að rekja það betur, sérstaklega þegar fólk fer að koma saman í meira mæli en áður. Annars gætum við þurft að setja mjög marga í sóttkví og það gerir rakninguna erfiðari.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Fleiri fréttir Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Sjá meira