Rauðglóandi símalínur vegna bólusetningar barna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. júní 2021 11:54 Börn fædd eftir 2005 munu þurfa að bíða bólusetningar í bili. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir gríðarlegan áhuga meðal foreldra á að láta bólusetja börnin sín við kórónuveirunni. Börn fædd síðar en 2005 verða ekki bólusett fyrr en í fyrsta lagi eftir að skólahald hefst í haust. Í samtali við Vísi segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, að allar símalínur séu rauðglóandi og mikil umferð um netspjall heilsugæslunnar. Um sé að ræða fyrirspurnir foreldra sem eru áhugasamir um að fá bólusetningu fyrir börn sín fædd eftir árið 2005. Ragnheiður segir þó að þessi hópur, og nefnir sérstaklega börn á aldrinum 12 til 15 ára, þurfi að bíða bólusetningar um sinn og þessi hópur verði ekki boðaður í bólusetningu fyrr en eftir sumarfrí hjá heilsugæslunni. „Það er töluverð ásókn frá foreldrum en sóttvarnalæknir hefur sagt að hann vilji bíða eftir frekari rannsóknarniðurstöðum fyrir þennan hóp,“ segir Ragnheiður. Hún bætir við að bólusetning hópsins verði líklega útfærð í skólum landsins, líkt og aðrar bólusetningar sem börn fá. Í síðasta mánuði lagði Lyfjastofnun Evrópu blessun sína yfir bólusetningu barna á aldrinum 12 til 15 ára með bóluefni Pfizer. Það hefur Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna einnig gert. Bíða boða sóttvarnalæknis Börnin verða að öllum líkindum bólusett með bóluefni Pfizer, en nú býður heilusgæslan upp á bókun í bólusetningu með bóluefni Janssen inni á heilsuveru.is. Ragnheiður segir þó að aldurshópurinn sem hér er til umfjöllunar sé ekki gjaldgengur í bólusetningu með Janssen-efninu. „Við ætlum ekki að taka þennan hóp nema það komi boð frá sóttvaranlækni um það. Það er ástæða fyrir því að þessi hópur er ekki boðaður,“ segir Ragnheiður og bendir á að allir aðrir hópar sem hlotið hafi bólusetningu hafi þegar verið boðaðir af heilsugæslunni. Hún segir það skýr tilmæli frá sóttvarnalækni að bíða eigi um sinn með bólusetningu barna 12 til 15 ára, og að heilsugæslan fylgi honum að málum. „Við viljum reyna að róa þessa foreldra og leyfa börnunum að njóta vafans, bíðum átekta og sjáum hvað sóttvarnalæknir vill gera með þennan hóp,“ segir Ragnheiður. Níu þúsund Pfizer-skammtar Í dag verður bólusett með um níu þúsund skömmtum af bóluefni Pfizer. Um er að ræða bólusetningu með seinni skammti og því ólíklegt að opnað verði fyrir bólusetningu annarra en þeirra sem þegar hafa verið boðuð í bólusetningu í dag. Á vef heilsugæslunnar kemur fram að nú sé hægt að óska eftir bólusetningu með bóluefni Janssen á heilsuveru.is. Eins og áður sagði geta börn ekki pantað slíkan tíma. „Safnað verður saman í hóp og boðað þegar hæfilega margir eru komnir á skrá. Ekki eru komnar dagssetningar á þessar bólusetningar,“ segir á vefnum. Á morgun og á fimmtudag verður þá bólusett með efni AstraZeneca, en þar er einnig um að ræða seinni bólusetningu. Bólusetningar Heilsugæsla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Í samtali við Vísi segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, að allar símalínur séu rauðglóandi og mikil umferð um netspjall heilsugæslunnar. Um sé að ræða fyrirspurnir foreldra sem eru áhugasamir um að fá bólusetningu fyrir börn sín fædd eftir árið 2005. Ragnheiður segir þó að þessi hópur, og nefnir sérstaklega börn á aldrinum 12 til 15 ára, þurfi að bíða bólusetningar um sinn og þessi hópur verði ekki boðaður í bólusetningu fyrr en eftir sumarfrí hjá heilsugæslunni. „Það er töluverð ásókn frá foreldrum en sóttvarnalæknir hefur sagt að hann vilji bíða eftir frekari rannsóknarniðurstöðum fyrir þennan hóp,“ segir Ragnheiður. Hún bætir við að bólusetning hópsins verði líklega útfærð í skólum landsins, líkt og aðrar bólusetningar sem börn fá. Í síðasta mánuði lagði Lyfjastofnun Evrópu blessun sína yfir bólusetningu barna á aldrinum 12 til 15 ára með bóluefni Pfizer. Það hefur Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna einnig gert. Bíða boða sóttvarnalæknis Börnin verða að öllum líkindum bólusett með bóluefni Pfizer, en nú býður heilusgæslan upp á bókun í bólusetningu með bóluefni Janssen inni á heilsuveru.is. Ragnheiður segir þó að aldurshópurinn sem hér er til umfjöllunar sé ekki gjaldgengur í bólusetningu með Janssen-efninu. „Við ætlum ekki að taka þennan hóp nema það komi boð frá sóttvaranlækni um það. Það er ástæða fyrir því að þessi hópur er ekki boðaður,“ segir Ragnheiður og bendir á að allir aðrir hópar sem hlotið hafi bólusetningu hafi þegar verið boðaðir af heilsugæslunni. Hún segir það skýr tilmæli frá sóttvarnalækni að bíða eigi um sinn með bólusetningu barna 12 til 15 ára, og að heilsugæslan fylgi honum að málum. „Við viljum reyna að róa þessa foreldra og leyfa börnunum að njóta vafans, bíðum átekta og sjáum hvað sóttvarnalæknir vill gera með þennan hóp,“ segir Ragnheiður. Níu þúsund Pfizer-skammtar Í dag verður bólusett með um níu þúsund skömmtum af bóluefni Pfizer. Um er að ræða bólusetningu með seinni skammti og því ólíklegt að opnað verði fyrir bólusetningu annarra en þeirra sem þegar hafa verið boðuð í bólusetningu í dag. Á vef heilsugæslunnar kemur fram að nú sé hægt að óska eftir bólusetningu með bóluefni Janssen á heilsuveru.is. Eins og áður sagði geta börn ekki pantað slíkan tíma. „Safnað verður saman í hóp og boðað þegar hæfilega margir eru komnir á skrá. Ekki eru komnar dagssetningar á þessar bólusetningar,“ segir á vefnum. Á morgun og á fimmtudag verður þá bólusett með efni AstraZeneca, en þar er einnig um að ræða seinni bólusetningu.
Bólusetningar Heilsugæsla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira