Ómögulegt að segja til um hvað sé að gerast á gosstöðvunum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 29. júní 2021 12:06 Kristín Jónsdóttir, jarðeðlisfræðingur og hópstjóri náttúruvárvöktunar hjá Veðurstofunnar ræddi um stöðuna í Geldingadölum í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Vísir/Vilhelm Jarðskjálftafræðingur segir ómögulegt að segja til um hvað sé að gerast á gosstöðvunum í Geldingadölum en þoka veldur því að sérfræðingar geta ekki farið að svæðinu í dag. Órói féll verulega í gærkvöldi sem gæti verið til marks um byrjunina á endanum á gosinu. Byrjunin á endanum? Páll Einarsson prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands velti því fyrir sér í gærkvöldi hvort óróinn sem féll töluvert á níunda tímanum í gær væri byrjunin á endanum á gosinu í Geldingadölum. Vegna lélegs skyggnis í gærkvöldi, nótt og morgun hefur ekkert sést á vefmyndavélum fjölmiðla sem snúa að gosstöðvunum. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofunni segir erfitt að segja til um hvað sé að gerast á gosstöðvunum. „Um miðjan dag í gær fellur óróinn og í gærkvöldi dettur hann mjög mikið niður. Það er dálítið erfitt fyrir okkur að túlka þessar breytingar í óróanum vegna þess að við hreinlega sjáum ekki svo mikið hvað er að gerast á gosstöðvunum. Það er þokuloft og verður næstu daga þannig að þokuloftið byrgir sýn á vefmyndavélunum og erfitt að sjá. En í nótt sást alveg að það er glóð þarna enn í gangi en það er auðvitað spurning hvað þetta þýðir og dálítið erfitt fyrir okkur að spá í það,“ sagði Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands. Þokulofti er spáð á svæðinu næstu daga og verða jarðvísindamenn að bíða eftir að því létti til þess að geta áttað sig á stöðunni. Kristín segir að mögulega hafi dregið verulega út gosinu. Sérfræðingar þurfa að bíða og sjá „Það er auðvitað ein sviðsmynd sem við erum að skoða. Að hugsanlega hafi dregið verulega úr framleiðslu á hrauni þarna og hugsanlega er eitthvað slíkt að fara að gerast en eins og ég segi þá er erfitt að spá í það. Virknin hefur verið kaflaskipt í þessu gosi og frá og með gærdeginum er greinilega eitthvað sem breytist og við verðum bara að bíða og sjá hvað það þýðir.“ Sérfræðingar Veðurstofunnar munu ekki fara að svæðinu í dag vegna þoku. „Það er orðið mjög erfitt að komast að gígnum því það er hraunbreiða þarna um allt en við munum auðvitað fylgjast vel með og nota fyrsta tækifærið til að fara þangað og skoða aðstæður en það er ekkert skipulagt í dag,“ sagði Kristín Jónsdóttir. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Samfelldur gosórói byrjaði aftur um tvö í nótt Gosóróinn í Fagradalsfjalli er hafinn á ný eftir stutt hlé í gærkvöldi. Ekkert hefur sést á vefmyndavélum síðustu klukkustundirnar vegna lélegs skyggnis. 29. júní 2021 07:18 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Sjá meira
Byrjunin á endanum? Páll Einarsson prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands velti því fyrir sér í gærkvöldi hvort óróinn sem féll töluvert á níunda tímanum í gær væri byrjunin á endanum á gosinu í Geldingadölum. Vegna lélegs skyggnis í gærkvöldi, nótt og morgun hefur ekkert sést á vefmyndavélum fjölmiðla sem snúa að gosstöðvunum. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofunni segir erfitt að segja til um hvað sé að gerast á gosstöðvunum. „Um miðjan dag í gær fellur óróinn og í gærkvöldi dettur hann mjög mikið niður. Það er dálítið erfitt fyrir okkur að túlka þessar breytingar í óróanum vegna þess að við hreinlega sjáum ekki svo mikið hvað er að gerast á gosstöðvunum. Það er þokuloft og verður næstu daga þannig að þokuloftið byrgir sýn á vefmyndavélunum og erfitt að sjá. En í nótt sást alveg að það er glóð þarna enn í gangi en það er auðvitað spurning hvað þetta þýðir og dálítið erfitt fyrir okkur að spá í það,“ sagði Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands. Þokulofti er spáð á svæðinu næstu daga og verða jarðvísindamenn að bíða eftir að því létti til þess að geta áttað sig á stöðunni. Kristín segir að mögulega hafi dregið verulega út gosinu. Sérfræðingar þurfa að bíða og sjá „Það er auðvitað ein sviðsmynd sem við erum að skoða. Að hugsanlega hafi dregið verulega úr framleiðslu á hrauni þarna og hugsanlega er eitthvað slíkt að fara að gerast en eins og ég segi þá er erfitt að spá í það. Virknin hefur verið kaflaskipt í þessu gosi og frá og með gærdeginum er greinilega eitthvað sem breytist og við verðum bara að bíða og sjá hvað það þýðir.“ Sérfræðingar Veðurstofunnar munu ekki fara að svæðinu í dag vegna þoku. „Það er orðið mjög erfitt að komast að gígnum því það er hraunbreiða þarna um allt en við munum auðvitað fylgjast vel með og nota fyrsta tækifærið til að fara þangað og skoða aðstæður en það er ekkert skipulagt í dag,“ sagði Kristín Jónsdóttir.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Samfelldur gosórói byrjaði aftur um tvö í nótt Gosóróinn í Fagradalsfjalli er hafinn á ný eftir stutt hlé í gærkvöldi. Ekkert hefur sést á vefmyndavélum síðustu klukkustundirnar vegna lélegs skyggnis. 29. júní 2021 07:18 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Sjá meira
Samfelldur gosórói byrjaði aftur um tvö í nótt Gosóróinn í Fagradalsfjalli er hafinn á ný eftir stutt hlé í gærkvöldi. Ekkert hefur sést á vefmyndavélum síðustu klukkustundirnar vegna lélegs skyggnis. 29. júní 2021 07:18