Segir Marek sitja heilan heilsu inni á geðdeild Nadine Guðrún Yaghi skrifar 29. júní 2021 19:00 Lögmaður mannsins sem dæmdur var til að sæta öryggisvistun vegna brunans á Bræðraborgarstíg síðasta sumar segir hann sæta ómannúðlegri meðferð á réttargeðdeild. Sótt hefur verið um leyfi til að áfrýja dómi héraðsdóms til Landsréttar. Þann 3. júní kvað Héraðsdómur Reykjavíkur upp dóm þar sem Marek Moszczynski, pólskur maður á sjötugsaldri, var sýknaður af kröfu um refsingu fyrir að hafa orðið þremur að bana í bruna á Bræðraborgarstíg í júní í fyrra. Marek var metinn ósakhæfur og gert að sæta öryggisvistun. „Við höfum sótt um leyfi til að áfrýja málinu til Landsréttar. Þar sem hann var ekki dæmdur til refsingar heldur á öryggisgeðdeild þá þarf að sækja um formlegt leyfi til að áfrýja málinu,“ segir Stefán Karl Kristjánsson, lögmaður Marek. Þeir hafi ekki verið sáttir með niðurstöðu héraðsdóms. „Það eru atriði þarna í þessu sem við teljum að hafi ekki verið fullrannsökuð og rétt að fá frekara álit á og skoðun þeirra sem betur til þekkja, sérfræðinga.“ Stefán Karl Kristjánsson lögmaður hefur sótt um leyfi til að áfrýja málinu til Landsréttar.VÍSIR/SIGURJÓN Nokkrum dögum fyrir daginn örlagaríka hafi Marek verið á spítala með magasár og tekið ákveðin lyf. Stefán segir að geðtruflanir séu meðal hugsanlegra aukaverkana af lyfjunum sem Marek hafði tekið á spítalanum. Þetta hafi ekki verið rannsakað sérstaklega undir rekstri málsins. „Ef þetta var manía af völdum lyfja þá hefði það væntanlega þýtt að ástandið sem slíkt var ekki varanlegt heldur tímabundið og þá hefði hann ekki þurft að vistast á geðdeild,“ segir Stefán Karl. Marek fái hvorki meðferð né lyf Marek dvaldi í fangelsinu á Hólmsheiði í um eitt ár þar til dómur féll og hefur verið á Kleppi síðan. „Og staðan er einfaldlega sú í dag að hann er ekki í neinni lyfjameðferð, hann er ekki í neinni meðferð, hann situr í rauninni bara heill heilsu inni á geðdeild og þetta er í mínum huga ekki neitt annað en ómannúðleg meðferð og bara fangelsisrefsing,“ segir Stefán Karl. „Það er algjörlega ljóst í mínum huga að þarna er maður sem var alvarlega veikur, veikindaástæðan sem hrjáði hann er ekki fyrir hendi lengur, hann er vistaður inni á sjúkrastofnun fyrir alvarlega veika einstaklinga án þess að honum sé veitt nein meðferð. Bara með því að segja þetta upphátt áttar maður sig á því hversu vitlaust þetta er,“ segir Stefán Karl. Bruni á Bræðraborgarstíg Slökkvilið Lögreglumál Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Sjá meira
Þann 3. júní kvað Héraðsdómur Reykjavíkur upp dóm þar sem Marek Moszczynski, pólskur maður á sjötugsaldri, var sýknaður af kröfu um refsingu fyrir að hafa orðið þremur að bana í bruna á Bræðraborgarstíg í júní í fyrra. Marek var metinn ósakhæfur og gert að sæta öryggisvistun. „Við höfum sótt um leyfi til að áfrýja málinu til Landsréttar. Þar sem hann var ekki dæmdur til refsingar heldur á öryggisgeðdeild þá þarf að sækja um formlegt leyfi til að áfrýja málinu,“ segir Stefán Karl Kristjánsson, lögmaður Marek. Þeir hafi ekki verið sáttir með niðurstöðu héraðsdóms. „Það eru atriði þarna í þessu sem við teljum að hafi ekki verið fullrannsökuð og rétt að fá frekara álit á og skoðun þeirra sem betur til þekkja, sérfræðinga.“ Stefán Karl Kristjánsson lögmaður hefur sótt um leyfi til að áfrýja málinu til Landsréttar.VÍSIR/SIGURJÓN Nokkrum dögum fyrir daginn örlagaríka hafi Marek verið á spítala með magasár og tekið ákveðin lyf. Stefán segir að geðtruflanir séu meðal hugsanlegra aukaverkana af lyfjunum sem Marek hafði tekið á spítalanum. Þetta hafi ekki verið rannsakað sérstaklega undir rekstri málsins. „Ef þetta var manía af völdum lyfja þá hefði það væntanlega þýtt að ástandið sem slíkt var ekki varanlegt heldur tímabundið og þá hefði hann ekki þurft að vistast á geðdeild,“ segir Stefán Karl. Marek fái hvorki meðferð né lyf Marek dvaldi í fangelsinu á Hólmsheiði í um eitt ár þar til dómur féll og hefur verið á Kleppi síðan. „Og staðan er einfaldlega sú í dag að hann er ekki í neinni lyfjameðferð, hann er ekki í neinni meðferð, hann situr í rauninni bara heill heilsu inni á geðdeild og þetta er í mínum huga ekki neitt annað en ómannúðleg meðferð og bara fangelsisrefsing,“ segir Stefán Karl. „Það er algjörlega ljóst í mínum huga að þarna er maður sem var alvarlega veikur, veikindaástæðan sem hrjáði hann er ekki fyrir hendi lengur, hann er vistaður inni á sjúkrastofnun fyrir alvarlega veika einstaklinga án þess að honum sé veitt nein meðferð. Bara með því að segja þetta upphátt áttar maður sig á því hversu vitlaust þetta er,“ segir Stefán Karl.
Bruni á Bræðraborgarstíg Slökkvilið Lögreglumál Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Sjá meira