Heilsugæslan segist ekki „henda“ sýnum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. júní 2021 10:43 Kristján Oddsson, framkvæmdastjóri Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana, og Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslunnar á höfuborgarsvæðinu. Forsvarsmenn Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu segjast ekki „henda“ sýnum sem berast Samhæfingarstöð krabbameinsskimana. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef heilsugæslunnar. Vísir hefur greint frá því að framkvæmdastjóri Samhæfingarstöðvarinnar, Kristján Oddsson, hafi neitað að rannsaka sýni, bæði í samskiptum við kvensjúkdómalækna og sjúklinga. Í tilkynningunni á síðunni kemur ekkert fram um það hvað verður um þau sýni sem ekki eru rannsökuð en á Íslandi gilda lög um varðveislu lífsýna. Vísir hefur sent Óskari Reykdalssyni, forstjóra Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu, erindi þar sem spurt er hvað verður um þau sýni sem eru ekki send áfram á rannsóknarstofuna í Danmörku. Eru engin einkennasýni rannsökuð? Sum af þeim sýnum sem Kristján hefur neitað að rannsaka eru svokölluð einkennasýni en þau falla ekki undir svokallaða lýðgrundaða skimun sem heyrir undir Samhæfingarmiðstöðina. Enginn annar farvegur er þó til fyrir þau nema um miðstöðina, þar sem ekki hefur verið samið við aðra aðila um frumusýnarannsóknir en rannsóknarstofuna í Danmörku. Vísir birti fyrr í vikunni viðtal við Karen Evu Helgudóttur, sem fékk að vita að sýnið hennar yrði ekki rannsakað þrátt fyrir að hún væri búin að vera með einkenni frá leghálsi. Aðrir miðlar hafa síðan greint frá því að Kristján hafi hringt í Karen og tjáð henni að læknar ættu ekki að taka strok frá leghálsinum þegar um einkenni væri að ræða heldur senda konur í leghálsspeglun. Í tilkynningunni á vef heilsugæslunnar segir: „Skimun fyrir krabbameini í leghálsi er boð fyrir konur án einkenna. Mikilvægt er að konum með einkenni sé vísað í greiningarferli þar sem leitað er að orsök einkenna.“ Ekki er talað um hvað felist í umræddu ferli en ekki er hægt að lesa annað úr þessu en að Samhæfingarstöðin, og þar með heilsugæslan, telji það ekki sitt hlutverk að láta rannsaka einkennasýni. Í fyrirspurn Vísis til heilsugæslunnar er einnig spurt um þetta atriði. Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Heilsugæsla Tengdar fréttir Telur mögulega saknæmt að henda sýnum kvenna með einkenni krabbameins Fæðinga- og kvensjúkdómalæknir segir að Samhæfingarmiðstöð krabbameinsskimana Heilsugæslunnar hafa gert lítið úr konum, sem sýnt hafa einkenni leghálskrabbameins, með því að hafa hent sýnum þeirra. Hún veltir því fyrir sér hvort förgun slíkra sýna sé mögulega saknæm. 29. júní 2021 23:00 Segir kerfið virðast svo stíft að það taki yfir læknisfræðina Fyrrverandi formaður Læknafélags Íslands vill að læknar fái ákveða sjálfir hvort leghálssýni sjúklinga þeirra verði tekin til rannsóknar eða ekki. Hann segir kerfið alltof stíft og farið að taka yfir læknisfræðina. 26. júní 2021 20:47 Heilbrigðisráðuneytið vill engu svara um leghálssýnarannsóknir Heilbrigðisráðuneytið segist ekki getað svarað því hvort breytinga sé að vænta varðandi framtíðarfyrirkomulag rannsókna á leghálssýnum í tengslum við skimun eftir leghálskrabbameini. 16. júní 2021 13:33 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Sjá meira
Vísir hefur greint frá því að framkvæmdastjóri Samhæfingarstöðvarinnar, Kristján Oddsson, hafi neitað að rannsaka sýni, bæði í samskiptum við kvensjúkdómalækna og sjúklinga. Í tilkynningunni á síðunni kemur ekkert fram um það hvað verður um þau sýni sem ekki eru rannsökuð en á Íslandi gilda lög um varðveislu lífsýna. Vísir hefur sent Óskari Reykdalssyni, forstjóra Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu, erindi þar sem spurt er hvað verður um þau sýni sem eru ekki send áfram á rannsóknarstofuna í Danmörku. Eru engin einkennasýni rannsökuð? Sum af þeim sýnum sem Kristján hefur neitað að rannsaka eru svokölluð einkennasýni en þau falla ekki undir svokallaða lýðgrundaða skimun sem heyrir undir Samhæfingarmiðstöðina. Enginn annar farvegur er þó til fyrir þau nema um miðstöðina, þar sem ekki hefur verið samið við aðra aðila um frumusýnarannsóknir en rannsóknarstofuna í Danmörku. Vísir birti fyrr í vikunni viðtal við Karen Evu Helgudóttur, sem fékk að vita að sýnið hennar yrði ekki rannsakað þrátt fyrir að hún væri búin að vera með einkenni frá leghálsi. Aðrir miðlar hafa síðan greint frá því að Kristján hafi hringt í Karen og tjáð henni að læknar ættu ekki að taka strok frá leghálsinum þegar um einkenni væri að ræða heldur senda konur í leghálsspeglun. Í tilkynningunni á vef heilsugæslunnar segir: „Skimun fyrir krabbameini í leghálsi er boð fyrir konur án einkenna. Mikilvægt er að konum með einkenni sé vísað í greiningarferli þar sem leitað er að orsök einkenna.“ Ekki er talað um hvað felist í umræddu ferli en ekki er hægt að lesa annað úr þessu en að Samhæfingarstöðin, og þar með heilsugæslan, telji það ekki sitt hlutverk að láta rannsaka einkennasýni. Í fyrirspurn Vísis til heilsugæslunnar er einnig spurt um þetta atriði.
Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Heilsugæsla Tengdar fréttir Telur mögulega saknæmt að henda sýnum kvenna með einkenni krabbameins Fæðinga- og kvensjúkdómalæknir segir að Samhæfingarmiðstöð krabbameinsskimana Heilsugæslunnar hafa gert lítið úr konum, sem sýnt hafa einkenni leghálskrabbameins, með því að hafa hent sýnum þeirra. Hún veltir því fyrir sér hvort förgun slíkra sýna sé mögulega saknæm. 29. júní 2021 23:00 Segir kerfið virðast svo stíft að það taki yfir læknisfræðina Fyrrverandi formaður Læknafélags Íslands vill að læknar fái ákveða sjálfir hvort leghálssýni sjúklinga þeirra verði tekin til rannsóknar eða ekki. Hann segir kerfið alltof stíft og farið að taka yfir læknisfræðina. 26. júní 2021 20:47 Heilbrigðisráðuneytið vill engu svara um leghálssýnarannsóknir Heilbrigðisráðuneytið segist ekki getað svarað því hvort breytinga sé að vænta varðandi framtíðarfyrirkomulag rannsókna á leghálssýnum í tengslum við skimun eftir leghálskrabbameini. 16. júní 2021 13:33 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Sjá meira
Telur mögulega saknæmt að henda sýnum kvenna með einkenni krabbameins Fæðinga- og kvensjúkdómalæknir segir að Samhæfingarmiðstöð krabbameinsskimana Heilsugæslunnar hafa gert lítið úr konum, sem sýnt hafa einkenni leghálskrabbameins, með því að hafa hent sýnum þeirra. Hún veltir því fyrir sér hvort förgun slíkra sýna sé mögulega saknæm. 29. júní 2021 23:00
Segir kerfið virðast svo stíft að það taki yfir læknisfræðina Fyrrverandi formaður Læknafélags Íslands vill að læknar fái ákveða sjálfir hvort leghálssýni sjúklinga þeirra verði tekin til rannsóknar eða ekki. Hann segir kerfið alltof stíft og farið að taka yfir læknisfræðina. 26. júní 2021 20:47
Heilbrigðisráðuneytið vill engu svara um leghálssýnarannsóknir Heilbrigðisráðuneytið segist ekki getað svarað því hvort breytinga sé að vænta varðandi framtíðarfyrirkomulag rannsókna á leghálssýnum í tengslum við skimun eftir leghálskrabbameini. 16. júní 2021 13:33