Segir Íslendinga tuða mest yfir röðum á flugvellinum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 30. júní 2021 21:01 Ferðamennirnir sem fréttastofa ræddi við voru alls ekkert hræddir við að ferðast á tímum heimsfaraldurs. vísir Lögregla á Keflavíkurflugvelli finnur vel fyrir auknum straumi ferðamanna til landsins. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir Íslendinga tuða mest allra þjóða yfir biðröðum á flugvellinum en fæstir þeir ferðamenn sem fréttastofa ræddi við komu hingað til lands til að sjá eldgosið í Geldingadölum. Á tveimur vikum hefur ferðamönnum sem koma til landsins í gegnum Keflavíkurflugvöll fjölgað frá um tvö þúsund á dag og upp í fimm þúsund. Miklar raðir myndast á álagstímum vegna sýnatöku á vellinum og þurfa sumir að bíða í allt að þrjá tíma til þess að komast út af flugstöðinni. Íslendingar tuða mest „Ferðamenn hlakka til að koma þó þeir þurfi að bíða smá stund í biðröð. Það er misjafnt frá hvaða þjóðum þeir koma, hvað þeim finnst gaman í biðröðunum. Þeir sem helst kvarta eru Íslendingarnir en að öðru leyti eru allir glaðir sem koma hingað,“ sagði Arngrímur Guðmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn lögreglunnar á Suðurnesjum. Er fólk ekkert þreytt á röðum? „Jú fólk getur nú orðið þreytt í röðunum en það er reynt að aðstoða fólk með því að gefa því súkkulaði, vatn og fleira og reynt að halda smá stemningu þarna inni þangað til að þau koma fram,“ sagði Arngrímur. Þeir ferðamenn sem fréttastofa ræddi við höfðu ekki hugmynd um góða stöðu faraldurs kórónuveirunnar hér á landi né að hér væru engar samkomutakmarkanir innanlands. „Ísland hefur verið eitt af fáum grænum löndum á Evrópukortinu svo það er gott en við komum ekki sérstaklega af því að það er laust við Covid19,“ sagði Jill, ferðamaður frá Beglíu. Flestir voru að fara í sína fyrstu utanlandsferð síðan faraldurinn hófst og var enginn af þeim sem fréttastofa ræddi við hræddur við að ferðast þrátt fyrir heimsfaraldur. Bólusett og glöð „Nei, reyndar ekki því við erum bólusett svo við erum mjög ánægð,“ sagði Lauren, ferðamaður frá Hollandi. „Það er líka nóg pláss á Íslandi,“ bætir Chris vinur hennar við. Þeir sem koma til landsins eru nú skimaðir í komusalnum. Á morgun breytast sóttvarnarreglur á landamærunum.Sigurjón ólason Hvað ætlið þið að gera á Íslandi? „Við ætlum að keyra um landið,“ sagði Lauren. Eldgosið ekkert sérstakt aðdráttarafl „Við ætlum að hjóla frá nyrstu höfuðborg heimsins til þeirrar syðstu, Wellington á Nýja-Sjálandi. Þess vegna verðum við að byrja á Íslandi,“ sagði Christopher, ferðamaður frá Belgíu. Þá var eldgosið ekkert sérstakt aðdráttarafl. „Það var ekki á listanum en kannski bætum við því við,“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samgöngur Ferðalög Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir „Farþegar þurfa að bíða í allt að þrjá tíma til að komast út af flugstöðinni“ Ferðamönnum sem koma til landsins í gegn um Keflavíkurflugvöll hefur fjölgað um frá um þúsund til tvö þúsund ferðamönnum á dag upp í fimm þúsund síðastliðnar tvær vikur. Í dag hafa lent 21 flugvél á Keflavíkurflugvelli og von er á fimm til viðbótar í kvöld. 28. júní 2021 19:22 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Sjá meira
Á tveimur vikum hefur ferðamönnum sem koma til landsins í gegnum Keflavíkurflugvöll fjölgað frá um tvö þúsund á dag og upp í fimm þúsund. Miklar raðir myndast á álagstímum vegna sýnatöku á vellinum og þurfa sumir að bíða í allt að þrjá tíma til þess að komast út af flugstöðinni. Íslendingar tuða mest „Ferðamenn hlakka til að koma þó þeir þurfi að bíða smá stund í biðröð. Það er misjafnt frá hvaða þjóðum þeir koma, hvað þeim finnst gaman í biðröðunum. Þeir sem helst kvarta eru Íslendingarnir en að öðru leyti eru allir glaðir sem koma hingað,“ sagði Arngrímur Guðmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn lögreglunnar á Suðurnesjum. Er fólk ekkert þreytt á röðum? „Jú fólk getur nú orðið þreytt í röðunum en það er reynt að aðstoða fólk með því að gefa því súkkulaði, vatn og fleira og reynt að halda smá stemningu þarna inni þangað til að þau koma fram,“ sagði Arngrímur. Þeir ferðamenn sem fréttastofa ræddi við höfðu ekki hugmynd um góða stöðu faraldurs kórónuveirunnar hér á landi né að hér væru engar samkomutakmarkanir innanlands. „Ísland hefur verið eitt af fáum grænum löndum á Evrópukortinu svo það er gott en við komum ekki sérstaklega af því að það er laust við Covid19,“ sagði Jill, ferðamaður frá Beglíu. Flestir voru að fara í sína fyrstu utanlandsferð síðan faraldurinn hófst og var enginn af þeim sem fréttastofa ræddi við hræddur við að ferðast þrátt fyrir heimsfaraldur. Bólusett og glöð „Nei, reyndar ekki því við erum bólusett svo við erum mjög ánægð,“ sagði Lauren, ferðamaður frá Hollandi. „Það er líka nóg pláss á Íslandi,“ bætir Chris vinur hennar við. Þeir sem koma til landsins eru nú skimaðir í komusalnum. Á morgun breytast sóttvarnarreglur á landamærunum.Sigurjón ólason Hvað ætlið þið að gera á Íslandi? „Við ætlum að keyra um landið,“ sagði Lauren. Eldgosið ekkert sérstakt aðdráttarafl „Við ætlum að hjóla frá nyrstu höfuðborg heimsins til þeirrar syðstu, Wellington á Nýja-Sjálandi. Þess vegna verðum við að byrja á Íslandi,“ sagði Christopher, ferðamaður frá Belgíu. Þá var eldgosið ekkert sérstakt aðdráttarafl. „Það var ekki á listanum en kannski bætum við því við,“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samgöngur Ferðalög Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir „Farþegar þurfa að bíða í allt að þrjá tíma til að komast út af flugstöðinni“ Ferðamönnum sem koma til landsins í gegn um Keflavíkurflugvöll hefur fjölgað um frá um þúsund til tvö þúsund ferðamönnum á dag upp í fimm þúsund síðastliðnar tvær vikur. Í dag hafa lent 21 flugvél á Keflavíkurflugvelli og von er á fimm til viðbótar í kvöld. 28. júní 2021 19:22 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Sjá meira
„Farþegar þurfa að bíða í allt að þrjá tíma til að komast út af flugstöðinni“ Ferðamönnum sem koma til landsins í gegn um Keflavíkurflugvöll hefur fjölgað um frá um þúsund til tvö þúsund ferðamönnum á dag upp í fimm þúsund síðastliðnar tvær vikur. Í dag hafa lent 21 flugvél á Keflavíkurflugvelli og von er á fimm til viðbótar í kvöld. 28. júní 2021 19:22