Fjármálastjóri Trumps lýsti yfir sakleysi sínu Samúel Karl Ólason skrifar 1. júlí 2021 19:01 Allen Weisselberg, fjármálastjóri fyrirtækis Trumps, í dómsal í kvöld. AP/Seth Wenig Allen Weisselberg, fjármálastjóri fyrirtækis Donalds Trump til áratuga, lýsti yfir sakleysi sínu fyrir dómi í New York í dag. Það gerði hann í kjölfar þess að hann var ákærður fyrir skattsvik vegna tveggja ára langrar rannsóknar saksóknara á fyrirtæki forsetans fyrrverandi. Weisselberg gaf sig fram í við saksóknara í dag og var hann leiddur fyrir dómara í handjárnum nú undir kvöld. Hann var ákærður fyrir skattsvik og er meðal annars sagður hafa ekki greitt skatt af hlunnindum sem hann og fjölskylda hans fengu frá fyrirtækinu. Meðal þeirra hlunninda má nefna að fyrirtækið greiddi skólagjöld barna Weisselberg og leigði húsnæði og bíla fyrir hann og eiginkonu hans, auk þess sem fyrirtækið greiddi annan kostnað fjölskyldu hans og keypti meðal annars húsgögn og sjónvarpstæki fyrir fjármálastjórann. Trump Organization, fyrirtækið sjálft, var einnig ákært fyrir skattsvik, fjársvik og skjalafals. Ákæruna, sem er í fimmtán liðum, má lesa hér en þar segir að forsvarsmenn fyrirtækisins og Weisselberg hafi árið 2005 lagt á ráðin um að komast hjá skattgreiðslum með því að borga laun einhverra starfsmanna á laun. Stór hluti launa þeirra hafi verið greiddur með óbeinum og duldum leiðum, eins og með hlunnindum. Starfsmenn Trump Org eru sakaðir um að hafa notað bókhaldsbrellur til að fela þessar greiðslur og gefið upp rangar tekjur Weisselberg til yfirvalda. Trump sjálfur hefur ekki verið ákærður enn sem komið er. Fyrirtæki hans sendi út tilkynningu í dag þar sem saksóknarar voru sakaðir um pólitísk bellibrögð og herferð gegn Trump. Weisselberg er 73 ára gamall og hefur verið fjármálastjóri Trump Org um langt skeið. Hann hefur starfað hjá fyrirtækinu í 48 ára en á árum áður vann hann fyrir föður Trumps. Eftir að hann lýsti yfir sakleysi sínu í dag var honum sleppt án tryggingar en þó gert að láta vegabréf sitt af hendi, þar sem saksóknarar sögðu hann líklegan til að reyna að flýja úr landi, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ákæra fyrirtæki og fjármálastjóra Trump Bandarískir miðlar greina frá því að gefin hafi verið út ákæra á hendur Trump Organization, fyrirtæki fyrrverandi Bandaríkjaforseta, og fjármálastjóranum Allen Weisselberg vegna meintra skattalagabrota. 1. júlí 2021 06:31 Eiga ekki von á ákæru gegn Trump, enn sem komið er Lögmenn fyrirtækis Donalds Trump, fyrrverandi forseta, funduðu í dag með saksóknunum á skrifstofu ríkissaksóknara Manhattan. Markmið þeirra var að koma í veg fyrir að fyrirtækið verði ákært í tengslum við langvarandi rannsókn á starfsemi þess. Einn lögmannanna segir að ekki sé von á því að Trump sjálfur verði ákærður, enn sem komið er. 28. júní 2021 23:01 Fyrirtæki Trump hefur til morguns að forðast ákæru Saksóknarar í New York hafa gefið lögmönnum fyrirtækis Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, frest til morguns til að færa rök fyrir því að það ætti ekki að sæta ákæru vegna fjármála þess. Fjármálastjóri Trump-fyrirtækisins gæti einnig verið ákærður. 27. júní 2021 23:30 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Fleiri fréttir Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Sjá meira
Weisselberg gaf sig fram í við saksóknara í dag og var hann leiddur fyrir dómara í handjárnum nú undir kvöld. Hann var ákærður fyrir skattsvik og er meðal annars sagður hafa ekki greitt skatt af hlunnindum sem hann og fjölskylda hans fengu frá fyrirtækinu. Meðal þeirra hlunninda má nefna að fyrirtækið greiddi skólagjöld barna Weisselberg og leigði húsnæði og bíla fyrir hann og eiginkonu hans, auk þess sem fyrirtækið greiddi annan kostnað fjölskyldu hans og keypti meðal annars húsgögn og sjónvarpstæki fyrir fjármálastjórann. Trump Organization, fyrirtækið sjálft, var einnig ákært fyrir skattsvik, fjársvik og skjalafals. Ákæruna, sem er í fimmtán liðum, má lesa hér en þar segir að forsvarsmenn fyrirtækisins og Weisselberg hafi árið 2005 lagt á ráðin um að komast hjá skattgreiðslum með því að borga laun einhverra starfsmanna á laun. Stór hluti launa þeirra hafi verið greiddur með óbeinum og duldum leiðum, eins og með hlunnindum. Starfsmenn Trump Org eru sakaðir um að hafa notað bókhaldsbrellur til að fela þessar greiðslur og gefið upp rangar tekjur Weisselberg til yfirvalda. Trump sjálfur hefur ekki verið ákærður enn sem komið er. Fyrirtæki hans sendi út tilkynningu í dag þar sem saksóknarar voru sakaðir um pólitísk bellibrögð og herferð gegn Trump. Weisselberg er 73 ára gamall og hefur verið fjármálastjóri Trump Org um langt skeið. Hann hefur starfað hjá fyrirtækinu í 48 ára en á árum áður vann hann fyrir föður Trumps. Eftir að hann lýsti yfir sakleysi sínu í dag var honum sleppt án tryggingar en þó gert að láta vegabréf sitt af hendi, þar sem saksóknarar sögðu hann líklegan til að reyna að flýja úr landi, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ákæra fyrirtæki og fjármálastjóra Trump Bandarískir miðlar greina frá því að gefin hafi verið út ákæra á hendur Trump Organization, fyrirtæki fyrrverandi Bandaríkjaforseta, og fjármálastjóranum Allen Weisselberg vegna meintra skattalagabrota. 1. júlí 2021 06:31 Eiga ekki von á ákæru gegn Trump, enn sem komið er Lögmenn fyrirtækis Donalds Trump, fyrrverandi forseta, funduðu í dag með saksóknunum á skrifstofu ríkissaksóknara Manhattan. Markmið þeirra var að koma í veg fyrir að fyrirtækið verði ákært í tengslum við langvarandi rannsókn á starfsemi þess. Einn lögmannanna segir að ekki sé von á því að Trump sjálfur verði ákærður, enn sem komið er. 28. júní 2021 23:01 Fyrirtæki Trump hefur til morguns að forðast ákæru Saksóknarar í New York hafa gefið lögmönnum fyrirtækis Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, frest til morguns til að færa rök fyrir því að það ætti ekki að sæta ákæru vegna fjármála þess. Fjármálastjóri Trump-fyrirtækisins gæti einnig verið ákærður. 27. júní 2021 23:30 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Fleiri fréttir Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Sjá meira
Ákæra fyrirtæki og fjármálastjóra Trump Bandarískir miðlar greina frá því að gefin hafi verið út ákæra á hendur Trump Organization, fyrirtæki fyrrverandi Bandaríkjaforseta, og fjármálastjóranum Allen Weisselberg vegna meintra skattalagabrota. 1. júlí 2021 06:31
Eiga ekki von á ákæru gegn Trump, enn sem komið er Lögmenn fyrirtækis Donalds Trump, fyrrverandi forseta, funduðu í dag með saksóknunum á skrifstofu ríkissaksóknara Manhattan. Markmið þeirra var að koma í veg fyrir að fyrirtækið verði ákært í tengslum við langvarandi rannsókn á starfsemi þess. Einn lögmannanna segir að ekki sé von á því að Trump sjálfur verði ákærður, enn sem komið er. 28. júní 2021 23:01
Fyrirtæki Trump hefur til morguns að forðast ákæru Saksóknarar í New York hafa gefið lögmönnum fyrirtækis Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, frest til morguns til að færa rök fyrir því að það ætti ekki að sæta ákæru vegna fjármála þess. Fjármálastjóri Trump-fyrirtækisins gæti einnig verið ákærður. 27. júní 2021 23:30