Á níræðisaldri og ætlar út í geim með Bezos Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. júlí 2021 22:19 Wally Funk verður sú elsta til að fara út í geim. AP/NASA Wally Funk, 82 ára bandarísk kona, verður elsta manneskjan til að fara út í geim en hún mun ganga í lið með Amazon stofnandanum Jeff Bezos og bróður hans í fyrstu geimferð geimferðafyrirtækisins Blue Origin. Greint var frá því í byrjun júní að Bezos muni ferðast ásamt bróður sínum og óþekktum þriðja aðila út í geim núna í júlí. Funk fær að fara með þremenningunum í ferðina sem heiðursgestur en Bezos greindi frá þessu í myndbandi sem hann deildi á Instagram, þar sem hann færði Funk fréttirnar. View this post on Instagram A post shared by Jeff Bezos (@jeffbezos) Þetta er ekki fyrsta skiptið sem Funk hefur gert tilraun til að ferðast út fyrir lofthjúpinn en hún fór í þjálfun til að verða geimfari á sjöunda áratugi síðustu aldar en varð aldrei heiðursins aðnjótandi. Geimferðin verður þann 20. júlí næstkomandi og stendur til að skjóta geimförunum fjórum meira en hundrað kílómetra frá yfirborði jarðar. Þau munu því fá að upplifa þyngdarleysi. Geimskutlan mun svo snúa aftur til jarðarinnar með notkun fallhlífa og mun ferðin að öllum líkindum taka um 10 mínútur. Funk á langa flugsögu að baki og er raunar stórmerkileg kona. Hún fæddist í Nýju Mexíkó í Bandaríkjunum árið 1939 og hefur alla sína æfi verið mikil flugáhugakona. Hún er flugmaður og hefur flogið í meira en 19.600 klukkutíma á ferlinum og kennt meira en þrjú þúsund manns að fljúga flugvélum. Hún varð fyrsta konan til að vera öryggisrannsakandi fyrir Samgönguöryggismálastofnun Bandaríkjanna (NTSB) og jafnframt fyrsta konan til að vera rannsakandi fyrir Flugmálastjórn Bandaríkjanna (FAA). Þá var hún sjálfboðaliði í verkefninu Konur í geimnum árið 1961 þar sem hún gekkst undir umfangsmikil líkamleg- og andleg próf í von um að verða geimfari. Verkefninu var síðar skyndilega hætt og hún og hinar konurnar í verkefninu – sem voru betur þekktar sem Mercury 13 – fengu aldrei að fara út í geim með Nasa. Geimurinn Amazon Bandaríkin Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls Sjá meira
Greint var frá því í byrjun júní að Bezos muni ferðast ásamt bróður sínum og óþekktum þriðja aðila út í geim núna í júlí. Funk fær að fara með þremenningunum í ferðina sem heiðursgestur en Bezos greindi frá þessu í myndbandi sem hann deildi á Instagram, þar sem hann færði Funk fréttirnar. View this post on Instagram A post shared by Jeff Bezos (@jeffbezos) Þetta er ekki fyrsta skiptið sem Funk hefur gert tilraun til að ferðast út fyrir lofthjúpinn en hún fór í þjálfun til að verða geimfari á sjöunda áratugi síðustu aldar en varð aldrei heiðursins aðnjótandi. Geimferðin verður þann 20. júlí næstkomandi og stendur til að skjóta geimförunum fjórum meira en hundrað kílómetra frá yfirborði jarðar. Þau munu því fá að upplifa þyngdarleysi. Geimskutlan mun svo snúa aftur til jarðarinnar með notkun fallhlífa og mun ferðin að öllum líkindum taka um 10 mínútur. Funk á langa flugsögu að baki og er raunar stórmerkileg kona. Hún fæddist í Nýju Mexíkó í Bandaríkjunum árið 1939 og hefur alla sína æfi verið mikil flugáhugakona. Hún er flugmaður og hefur flogið í meira en 19.600 klukkutíma á ferlinum og kennt meira en þrjú þúsund manns að fljúga flugvélum. Hún varð fyrsta konan til að vera öryggisrannsakandi fyrir Samgönguöryggismálastofnun Bandaríkjanna (NTSB) og jafnframt fyrsta konan til að vera rannsakandi fyrir Flugmálastjórn Bandaríkjanna (FAA). Þá var hún sjálfboðaliði í verkefninu Konur í geimnum árið 1961 þar sem hún gekkst undir umfangsmikil líkamleg- og andleg próf í von um að verða geimfari. Verkefninu var síðar skyndilega hætt og hún og hinar konurnar í verkefninu – sem voru betur þekktar sem Mercury 13 – fengu aldrei að fara út í geim með Nasa.
Geimurinn Amazon Bandaríkin Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls Sjá meira